Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. Fótbolti 11. júlí 2022 19:45
Ferdinand kemur Ronaldo til varnar Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segist skilja gremju Cristiano Ronaldo vel og segir að hann sjálfur væri óánægður hjá félaginu ef það væri í sömu stöðu og það er í dag, á hans tíma hjá Manchester United. Fótbolti 10. júlí 2022 12:31
Alfons spilaði allan leikinn í þægilegum sigri Alfons Sampsted, lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar, þegar lið hans Bodø/Glimt vann sannfærandi 3-0 sigur gegn KÍ frá Klaksvík í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í Bodø í dag. Fótbolti 6. júlí 2022 18:17
Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. Fótbolti 6. júlí 2022 11:32
Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. Íslenski boltinn 6. júlí 2022 07:31
Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins. Fótbolti 5. júlí 2022 20:31
Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. Fótbolti 5. júlí 2022 18:51
Arnar reyndi að fá Kára til að taka skóna af hillunni: „Ekki í myndinni“ Vegna manneklu Íslands- og bikarmeistara Víkings í öftustu línu bað Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, miðvörðinn fyrrverandi Kára Árnason að taka skóna af hillunni. Kári starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum. Fótbolti 5. júlí 2022 13:01
Víkingar mæta til Malmö með sjálfstraustið í botni Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Malmö ytra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Víkingar mæta fullir sjálfstrausts í leikinn, sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport, eftir átta sigurleiki í röð. Íslenski boltinn 5. júlí 2022 08:01
McLagan missir af leikjunum við Malmö Stórt skarð hefur verið hoggið í lið Víkings fyrir viðureign þeirra við Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Varnarmaðurinn Kyle McLagan mun missa af leikjunum við Malmö sem og tveimur leikjum í Bestu deild karla. Fótbolti 2. júlí 2022 23:01
Thibaut Courtois kominn með nýtt húðflúr tileinkað sigrinum á Liverpool Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois var öðrum fremur maðurinn á bak við fjórtánda sigur Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða en hann var stórkostlegur í 1-0 sigri Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum í París í maílok. Fótbolti 27. júní 2022 09:30
Forseti UEFA nennir ekki að hlusta á vælið í Guardiola og Klopp lengur Aleksander Čeferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hefur fengið sig fullsaddan af kvarti og kveini Pep Guardiola, þjálfara Englandsmeistara Manchester City, og Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool. Fótbolti 26. júní 2022 13:00
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Inter - Víkingur 0-1 | Kristall Máni tryggði Víkingi farseðilinn til Malmö Íslandsmeistarar Víkings unnu torsóttan sigur þegar liðið mætti Inter Escaldes frá Andorra í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla á Víkingsvellinum í kvöld. Fótbolti 24. júní 2022 21:21
Mætir Arnari 23 árum eftir að hann mætti honum inni á vellinum Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Inter Club d'Escaldes frá Andorra í úrslitaleik um sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Víkinni í kvöld. Í liði gestanna er einn allra reyndasti fótboltamaður heims. Fótbolti 24. júní 2022 13:01
Pablo Punyed: Betri á pappír en allt getur gerst í fótbolta Víkingur kjöldróg Levadia frá Tallinn í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld. Pablo Punyed stjórnaði miðjunni og leik sinna manna af einstakri list, lagði upp tvö mörk og var einn af mönnum leiksins. Fótbolti 21. júní 2022 21:48
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Levadia - Víkingur 1-6 | Víkingar skrefi nær undankeppni Meistaradeildarinnar Víkingur mætti fullt af orku út í leikinn og voru mikið meira með boltann allan leikinn í dag þegar þeir rúlluðu yfir Levadia Tallin í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikar enduðu 6-1 fyrir þá rauðsvörtu úr Fossvoginum og gat þetta ekki farið betur. Fótbolti 21. júní 2022 21:20
„Bæði lið eiga að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik“ Íslandsmeistarar Víkings taka á móti eistneska liðinu Levadia Tallin í undanúrlslitum umspilsins um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kveðst spenntur fyrir verkefninu og segir að um hálfgerðan úrslitaleik sé að ræða. Íslenski boltinn 21. júní 2022 16:30
Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra. Fótbolti 21. júní 2022 15:07
Hafa aldrei unnið Evrópuleik en ætla að breyta því í kvöld Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki unnið Evrópuleik. Víkingur mætir Levadia Tallinn í kvöld og stefnir á að breyta þeirri staðreynd. Fótbolti 21. júní 2022 12:31
Dagskráin í dag: Evrópa og Besta-deildin Það eru fjórir fótboltaleikir í beinni útsendingu á sport rásum Stöðvar 2 í tveimur mismunandi keppnum sem báðar fara fram á Íslandi. Stúkan verður svo að sjálfsögðu í beinni útsendingu til að gera upp daginn. Sport 21. júní 2022 06:00
Áttu að vera upplifa drauminn en héldu að þau myndu deyja Að fara á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta ætti að vera góð skemmtun en fyrir stuðningsfólk Liverpool reyndist það hreint helvíti. Morðhótanir, piparúði og troðningur bættist ofan á tap Liverpool. Fótbolti 17. júní 2022 09:31
Mismunandi og miserfiðar leiðir sem Víkingur getur farið Víkingur frá Reykjavík tekur þátt í forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í næstu viku. Ljóst er að Víkingar eiga fram undan Evrópueinvígi sama hvernig fer, en mögulegir andstæðingar eru breytilegir eftir því hversu langt þeir komast. Íslenski boltinn 15. júní 2022 12:45
Víkingar myndu mæta sínum gamla þjálfara Ef að Íslands- og bikarmeistarar Víkings komast í gegnum forkeppnina í Meistaradeild Evrópu í fótbolta bíður þeirra slagur við sænska meistaraliðið Malmö. Íslenski boltinn 14. júní 2022 10:29
Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. Fótbolti 9. júní 2022 14:31
Víkingur mætir Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar Víkingur mætir Levadia Tallinn í undanúrslitum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Víkinni í Fossvogi þann 21. júní næstkomandi. Liðið þarf að vinna þann leik og úrslitaleik þremur dögum síðar til að komast í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 7. júní 2022 10:15
UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. Fótbolti 3. júní 2022 19:30
Segir síðustu tíu daga hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Andrew Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vetur en síðustu tíu dagar hafa verið erfiðir. Fyrst tapaði Liverpool fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og svo tapaði Skotland fyrir Úkraínu í umspili um sæti á HM í Katar. Fótbolti 3. júní 2022 15:00
Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. Fótbolti 3. júní 2022 13:32
Salah myndi fórna verðlaunum tímabilsins til að fá að endurtaka úrslitaleikinn Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, segir að hann myndi fórna öllum þeim verðlaunum sem hann vann á nýliðnu tímabili til að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Fótbolti 2. júní 2022 22:45
Messi skilur baulið og ætlar að gera betur Lionel Messi segist skilja baulið sem hann og aðrir leikmenn PSG urðu fyrir af stuðningsmönnum liðsins eftir að félagið datt úr Meistaradeild Evrópu fyrr á tímabilinu. Hann segist staðráðinn í að gera betur á næsta tímabili. Fótbolti 2. júní 2022 07:30