NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Westbrook missir af úrslitakeppninni

Oklahoma City Thunder varð fyrir áfalli þegar það fékkst staðfest að bakvörðurinn Russel Westbrook verður ekki meira með liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Getur einhver stöðvað þennan mann?

Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst í dag og það er bara ein spurning sem ­skiptir máli: Getur einhver ­stöðvað LeBron James og meðreiðarsveina hans í liði Miami Heat?

Körfubolti
Fréttamynd

Svíar með tvo NBA-leikmenn á EM í haust

Svíar eru til alls líklegir á EM í körfubolta sem fer fram í Slóveníu í haust því allt stefnir í að liðið tefli fram tveimur NBA-leikmönnum á mótinu. Jeffery Taylor hefur gefið það út að hann verði með liðinu og þá vonast Svíar eftir að Jonas Jerebko verði líka með.

Körfubolti
Fréttamynd

Tracy McGrady samdi við San Antonio Spurs

San Antonio Spurs hefur bætt við reynslubolta í leikmannahóp sinn fyrir úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta. Tracy McGrady hefur snúið heim frá Kína og verður með Spurs-liðinu í baráttunni um meistaratitilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Sex sigrar í röð hjá Clippers

Los Angeles Clippers liðið ætlar að koma á mikilli siglingu inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en liðið vann sinn sjötta leik í röð í nótt. Aðeins tveir leikir fóru fram í deildinni í nótt því leik Boston Celtis og Indiana Pacers var aflýst vegna hryðjuverkanna í Boston-maraþoninu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ný heimildarmynd um Dr. J

Julius Erving, betur þekktur sem Dr. J, er einn af þekktustu NBA-leikmönnum sögunnar og nú hefur NBA TV ákveðið að heiðra kappann með því að framleiða heimildarmynd um feril hans í tilefni af 30 ára afmæli fyrsta og eina meistaratitils hans.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Utah Jazz á enn möguleika á því að ná Lakers

Baráttan um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta heldur áfram alveg fram í síðasta leik eftir að Utah Jazz vann sinn leik í nótt. Utah er einum sigurleik á eftir Los Angeles Lakers þegar bæði lið eiga enn leik eftir en það nægir Jazz-liðinu að jafna Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Leik Celtics og Pacers aflýst

NBA deildin aflýsti núna í kvöld leik sem til stóð að færi fram á milli Boston Celtics og Indiana Pacers á morgun. Samkvæmt dagskrá átti leikurinn að fara fram í TD Garden, heimavelli Boston. Bæði liðin munu því leika 81 leik á leiktímabilinu í stað 82 eins og venja er. Ástæðan er sprengingarnar í Boston í dag. Í yfirlýsingunni frá NBA deildinni er þolendum sprenginganna vottuð samúð. Rajon Rondo, einn af byrjunarliðsmönnum í Boston sagði á Twitter núna í kvöld að hann myndi biðja fyrir þolendunum. Shaquille O' Neal, sem lék með Boston til skamms tíma, sagði einnig að hugur hans væri hjá þolendunum.

Körfubolti