NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Hakeem hjálpaði LeBron síðasta sumar og nú er komið að Amare

Heiðurshallarmeðlimurinn og tvöfaldi NBA-meistarinn Hakeem Olajuwon fékk mikið hrós fyrir að taka LeBron James hjá Miami Heat í gegn síðasta sumar þar sem hann gaf James góð ráð í réttum hreyfingum undir körfunni. LeBron James skoraði meira inn í teig í vetur en tímabilin á undan sem átti að flestra mati mikinn þátt í því að hann varð NBA-meistari.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James kyssti NBA-bikarinn hjá David Letterman

LeBron James fékk frábærar móttökur úr salnum þegar hann mætti sem gestur í spjallþátt David Letterman á CBS-sjónvarpsstöðinni í vikunni. James vann eins og kunnugt er sinn fyrsta meistaratitil í NBA-deildinni í síðustu viku en hann fór þá á kostum með liði Miami Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

Ray Allen hefur áhuga á því að spila með Miami Heat

Brian Windhorst á ESPN hefur heimildir fyrir því að Ray Allen, leikmaður Boston Celtics, hafi áhuga á því að spila með Miami Heat á næsta NBA-tímabili. Allen setur það víst ekki fyrir sig að þarna séu erkifjendurnir á ferðinni sem hafa slegið Boston Celtics út úr úrslitakeppninni undanfarin tvö ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Larry Bird hættir sem forseti Indiana Pacers

Larry Bird er ákveðinn að hætta sem forseti NBA-liðsins Indiana Pacers samkvæmt frétt í Indianapolis Star blaðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins er Bird hundrað prósent öruggur á því að snúa ekki aftur til starfa.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade gæti misst af Ólympíuleikunum

Dwyane Wade lék meiddur meira og minna alla úrslitakeppnina í ár. Hann er meiddur á hné og svo gæti farið að meiðslin geri það að verkum að hann geti ekki spilað með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London.

Körfubolti
Fréttamynd

Níu ár síðan að besti leikmaður deildarinnar varð líka meistari

LeBron James var í nótt kjörinn besti leikmaður NBA-úrslitanna eftir að hann fór fyrir sínum mönnum Miami Heat sem unnu 121-106 sigur á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Miami vann þar með einvígið 4-1 og James er því loksins búinn að krækja í langþráðan meistarahring.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami NBA-meistari | James valinn verðmætastur

Miami Heat varð í nótt NBA-meistari. Miami vann þá öruggan sigur, 121-106, á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna. Fjórði sigur Miami í röð sem vann fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant seldi flestar treyjur utan Bandaríkjanna

Kobe Bryant er stærsta alþjóðlega NBA-stjarnan ef marka má sölu keppnistreyja utan Bandaríkjanna. NBA-deildin gaf út í dag út lista yfir þá leikmenn sem seldu flestar treyjur utan Bandaríkjanna á þessu tímabili en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur listi er birtur.

Körfubolti
Fréttamynd

James á sama aldursári og Jordan þegar hann vann fyrsta titilinn 1991

LeBron James er í fyrsta sinn á ferlinum aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum sem hann hefur dreymt um í níu tímabil. Miami Heat tekur á móti Oklahoma City Thunder í fimmta leik úrslitaeinvígsins. Miami er búið að vinna þrjá síðustu leiki og vantar því bara einn sigur í síðustu þremur leikjunum. Fimmti leikurinn fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Hringurinn færist nær LeBron

LeBron James og félagar í Miami Heat eru aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum eftir magnaðan 104-98 sigur á Oklahoma í nótt. Miami búið að vinna þrjá leiki í röð og er 3-1 yfir í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Serge Ibaka: LeBron James er ekki góður varnarmaður

Serge Ibaka, framherji Oklahoma City Thunder, ákvað að blanda sér í sálfræðistríðið á milli Miami Heat og Oklahoma City Thunder fyrir fjórða leik liðanna sem fer fram í Miami í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Oklahoma

Þeir voru ansi margir sem afskrifuðu lið Miami Heat fyrir úrslitarimmuna gegn Oklahoma í NBA-deildinni. Það var engin innistæða fyrir slíkum yfirlýsingum eins og Miami hefur sýnt í úrslitunum. Heat er komið í 2-1 í einvíginu og hefur verið sterkara liðið lengstum í öllum leikjunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami Heat og Oklahoma mætast í þriðja sinn í kvöld

Miami Heat og Oklahoma City Thunder mætast í þriðja sinn í kvöld í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Tveir fyrstu leikirnir fóru fram í Oklahoma þar sem að liðið var með betra vinningshlutfall í vetur en Miami. Þrír næstu leikir fara fram í Miami og nái heimaliðið að vinna þá alla standa þeir uppi sem NBA meistari í annað sinn í sögu félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami slapp með skrekkinn í nótt

Miami Heat sótti sigur, 100-96, í Oklahoma í nótt. Miami leiddi allan leikinn en Oklahoma var ekki fjarri því að vinna upp sautján stiga forskot liðsins. Staðan í einvíginu er 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Miami.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Oklahoma tók forystu gegn Miami

Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron í Kareem og Wilt klassa í einvíginu á móti Boston

LeBron James átti magnað einvígi á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar og skilaði sínu liði í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta með frábærri frammistöðu í leikjum sex og sjö. Hann var samtals með 76 stig og 27 fráköst í þessum tveimur leikjum sem Miami vann báða og komst í lokaúrslitin á móti Oklahoma City Thunder.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron í tveggja manna hóp með Wilt Chamberlain

LeBron James átti ekkert venjulegt kvöld í gær þegar Miami Heat tryggði sér oddaleik á móti Boston Celtics með 19 stiga stórsigri í Boston, 98-79, en tap hefði þýtt sumarfrí fyrir James og félaga og aurskriðu af harðri gagnrýni á James sjálfan.

Körfubolti