NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Blake Griffin valinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni

Bandarískir fjölmiðlar hafa grafið það upp að Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, hefur verið kosinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni. Þetta kemur ekki mikið á óvart enda átti þessi mikli troðslukóngur frábært fyrsta tímabil í deildinni eftir að hafa misst af tímabilinu á undan vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Bosh búinn að kæra gömlu kærustuna

Chris Bosh, einn af stjörnuleikmönnum Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, stendur ekki aðeins í ströngu þessa dagana inn á vellinum í úrslitakeppninni því hann á einnig í deilum við gömlu kærustu sína og barnsmóður.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Miami komið í 2-0 á móti Boston

Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Derrick Rose kominn í hóp með Jordan - valinn bestur í NBA

Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Derrick Rose hjá Chicago Bulls hafi verið kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili en það kemur reyndar ekki mörgum á óvart. LeBron James hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Chicago og Lakers töpuðu bæði í nótt

Chicago Bulls og Los Angeles Lakers eru bæði óvænt 0-1 undir í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tap á heimavelli í nótt. Atlanta Hawks vann 8 stiga sigur í Chicago og Dallas vann upp 16 stiga forskot Lakers og tryggði sér sigur í blálokin í Los Angeles.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Tom Thibodeau valinn þjálfari ársins

Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls, var í gær valinn besti þjálfari NBA-deildarinnar í körfubolta á þessu tímabili en undir hans stjórn náði Bulls-liðið besta árangri allra liða í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Miami og Memphis með sigra

Miami Heat og Memphis Grizzlies byrjuðu vel þegar fyrstu leikirnir í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram. Memphis vann útisigur á Oklahoma á meðan Miami skelti Boston í Miami.

Körfubolti
Fréttamynd

Heldur Memphis Grizzlies áfram að koma á óvart

Úrslitakeppni NBA byrjar aftur eftir eins dags pásu, en tveir leikir fara fram í kvöld. Tvö einvígi hefjast í kvöld þegar Mempis Grizzlies leikur gegn Oklahoma City Thunders og Miami Heat spilar gegn Boston Celtics en síðari leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti
Fréttamynd

Memphis sparkaði Spurs í sumarfrí

Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir í nótt og sló út San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þetta eru afar óvænt tíðindi enda endaði Memphis í áttunda sæti Vesturdeilarinnar sem Spurs vann. Memphis vann leikinn í nótt 99-91 og rimmu liðanna, 4-2.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers í lykilstöðu og Orlando enn á lífi

Ökklinn á Kobe Bryant virtist vera í fínu lagi í nótt er Kobe leiddi Lakers til lykilsigurs gegn New Orleans. Lakers komst fyrir vikið yfir í einvíginu og vantar einn sigur í viðbót til þess að komast áfram í næstu umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe er tognaður á ökkla

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, er tognaður á vinstri ökkla sem er mikið áhyggjuefni fyrir meistarana. Engu að síður stefnir Kobe að því að spila næstu leiki með liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Philadelphia bjargaði andlitinu

Philadelphia 76ers náði að vinna Miami Heat í fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í dag, 86-82. Miami hefur 3-1 forystu í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Sundsvall jafnaði metin

Sundsvall Dragons jafnaði í dag metin í rimmunni gegn Norrköping Dolphins um sænska meistarartitilinn í körfubolta í 1-1. Sundsvall vann þá nauman sigur á útivelli, 94-93.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston í lykilstöðu - Lakers settist í bílstjórasætið

Boston Celtics kom sér heldur betur í góða stöðu gegn New York Knicks í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA, en þeir grænklæddu unnu sannfærandi sigur, 113 -96, í Madison Square Garden og leiða einvígið 3-0. Fjóra sigra þarf til að komast í næstu umferð og því vantar Boston aðeins einn sigur til viðbótar.

Körfubolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Portland grýttu Cuban

Hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks, Mark Cuban, fékk það óþvegið frá stuðningsmönnum Portland Trailblazers í nótt. Eftir að hafa staðið í orðaskiptum við þá var Cuban grýttur.

Körfubolti
Fréttamynd

Ming vill ekki fara frá Houston

Það er talsverð óvissa um framtíð Kínverjans stóra, Yao Ming, en samningur hans við Houston Rockets rennur út í sumar. Sjálfur segist hann vilja vera áfram hjá félaginu. Ming hefur verið mikið meiddur í vetur og tók ekki þátt nema í fimm leikjum með Rockets.

Körfubolti
Fréttamynd

Tilþrifin sem kveiktu í Miami-liðinu í nótt - myndband

Dwyane Wade og LeBron James voru saman með 56 stig og 25 fráköst í 100-94 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en það voru flestir á því að troðsla Wade eftir skrautlega stoðsendingu frá James hafi kveikt í liðinu þegar þeir voru 68-62 undir í þriðja leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann Dallas

NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers og San Antonio jöfnuðu metin - Denver í vandræðum

Meistaralið LA Lakers lagði New Orleans Hornets 87-78 í gær í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta og er staðan í einvíginu 1-1. Þrír leikir fóru fram í gær og náði San Antonio Spurs að jafna metin gegn Memphis Grizzlies með 93-87 sigri á heimavelli. Oklahoma er 2-0 yfir gegn Denver Nuggets eftir 106-89 sigur liðsins í gær.

Sport