NBA: San Antonio og Chicago aftur á sigurbraut San Antonio Spurs og Chicago Bulls unnu bæði sína leiki í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir að sigurgöngur liðanna enduðu í leiknum á undan. Spurs vann Washington Wizards en Chicago vann nágrannana í Detroit í framlengingu. Körfubolti 27. desember 2010 09:00
Leikmenn Wizards slógust á Þorláksmessu Tveir leikmenn Washington Wizards - Andray Blatche og JaVale McGee - hafa verið settir í eins leiks bann af félaginu fyrir ófagmannlega hegðun. Körfubolti 26. desember 2010 22:15
Miami valtaði yfir Lakers - Orlando á siglingu Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. Körfubolti 26. desember 2010 11:00
Kobe tekur á móti LeBron James í kvöld Það er boðið upp á jólakörfuboltaveislu á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld þegar LA Lakers tekur a móti Miami Heat. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn heims, Kobe Bryant og LeBron James. Körfubolti 25. desember 2010 13:00
Skemmtilegur jólaslagari um Kobe Söngvaskáldið Ryan Parker er duglegur að setja saman sniðug lög og myndbönd á Youtube.Hann hefur nú gert hressandi lag um Kobe Bryant. Körfubolti 24. desember 2010 21:00
Nowitzki með fyndin hreindýrahorn Leikmenn NBA-liðsins Dallas Mavericks virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér sem söngvarar ef mið er tekið af frammistöðu þeirra í jólamyndbandi félagsins. Körfubolti 24. desember 2010 19:00
NBA: Orlando stöðvaði San Antonio Orlando er komið með þrjá nýja leikmenn og þeir áttu fínan leik í nótt er Orlando batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs í NBA-deildinni. Körfubolti 24. desember 2010 11:00
Carmelo Anthony missti systur sína Carmelo Anthony, aðalstjarna NBA-körfuboltaliðsins Denver Nuggets, var ekki með liðinu á móti San Antonio Spurs í nótt. Hann fékk leyfi til að fara heim til fjölskyldu sinnar eftir að systir hans dó. Körfubolti 23. desember 2010 22:30
NBA í nótt: Fjórtándi sigur Boston í röð Boston Celtics vann í nótt sinn fjórtánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sigur á Philadelphia, 84-80. Körfubolti 23. desember 2010 09:19
Jackson orðinn þreyttur á jóladagsleikjunum Það er hefð fyrir því að bjóða upp á stórleiki í Bandaríkjunum á hátíðardögum. Stóru liðin í bandarísku íþróttalífi líða fyrir það og þá sérstaklega LA Lakers sem virðist alltaf eiga leik á jóladag. Körfubolti 22. desember 2010 23:15
Larry Brown hættur sem þjálfari Charlotte Bobcats Michael Jordan, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Charlotte Bobcats, tilkynnti það í kvöld að Larry Brown væri hættur að þjálfa NBA-liðið en lítið hefur gengið hjá Bobcats-liðinu á þessu tímabili. Körfubolti 22. desember 2010 21:42
NBA: Lakers steinlá á heimavelli gegn Bucks Leikmenn LA Lakers virtust vera komnir í jólafrí í nótt er þeir tóku á móti Milwaukee Bucks í Staples Center. Leikmenn Lakers voru meðvitundarlausir í leiknum og steinlágu. Körfubolti 22. desember 2010 09:01
Fölsk jólakveðja frá LA Lakers Leikmenn NBA-meistara Los Angeles Lakers eru komnir í jólaskap og þeir hafa nú sent frá sér jólakveðju á netinu þar sem þeir syngja hið fræga jólalag "Jingle Bells." Körfubolti 21. desember 2010 23:45
Dallas stöðvaði Miami Tólf leikja sigurhrina Miami Heat tók enda í nótt er liðið tapaði fyrir Dallas í æsispennandi leik. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig fyrir Dallas og Jason Terry var með 19. Körfubolti 21. desember 2010 09:00
Þrettán sigrar í röð hjá Boston Meistarar LA Lakers luku í nótt sjö leikja ferðalagi er þeir skelltu Toronto í Kanada. Kobe Bryant atkvæðamestur í liði Lakers með 20 stig og Pau Gasol einnig sterkur með 19. Lakers tapaði aðeins einum leik á þessu ferðalagi. Körfubolti 20. desember 2010 09:00
NBA í nótt: Fáliðaðir töframenn nálægt óvæntum sigri Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94. Körfubolti 19. desember 2010 11:00
NBA: Arenas, Turkoglu og Richardson til Orlando Það bárust stórtíðindi úr NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en Orlando Magic hefur fengið þá Gilbert Arenas, Hedo Turkoglo og Jason Richardson til liðs við félagið. Körfubolti 18. desember 2010 22:27
LeBron James fór á kostum í New York LeBron James hefur alltaf liðið vel í Madison Square Garden í New York og það var engin undantekning á því í nótt er Miami Heat vann þar sigur á New York Knicks, 113-91. Körfubolti 18. desember 2010 11:19
Tekst LeBron og félögum að hemja Stoudemire Madison Square Garden? Einn af stórleikjum ársins í NBA deildinni í körfuknattleik fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York þar sem að heimamenn í NY Knicks taka á móti Miami Heat þar sem að þríeykið LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh ráða ríkjum. Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 sport og hefst útsending á miðnætti. Körfubolti 17. desember 2010 14:29
NBA í nótt: Ginobili aftur hetja San Antonio Manu Ginobili er sjóðandi heitur með liði San Antonio í NBA-deildinni í körfubolta um þessar mundir. Körfubolti 17. desember 2010 09:20
NBA í nótt: Sjöundi sigur Chicago í röð Chicago vann sinn sjöunda sigur í röð, Paul Pierce stöðvaði sigurgöngu New York og LeBron James var aftur heitur gegn sínum gömlu félögum í Cleveland er Miami vann sinn tíunda sigur í röð. Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 16. desember 2010 09:13
Vujacic til Nets og Smith til Lakers Tennisdrottningin Maria Sharapova mun ekki baða sig í sviðsljósinu í Los Angeles lengur því kærastinn hennar, Sasha Vujacic, hefur verið sendur frá LA Lakers til New Jersey Nets. Körfubolti 15. desember 2010 22:30
NBA í nótt: Kobe heitur í sigri Lakers LA Lakers vann Washington, 103-89, í NBA-deildinni í nótt þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig í röð í þriðja leikhluta. Körfubolti 15. desember 2010 09:08
Styttist í að Yao spili Kínverski miðherjinn Yao Ming segir að hann verði bráðlega klár í slaginn með Houston Rockets en hann hefur verið mikið meiddur á undanförnum misserum. Ming er hávaxnasti leikmaður NBA deildarinnar eða rétt um 2.30 m á hæð en hann lék ekkert með Houston á síðustu leiktíð vegna meiðsla í fæti. Körfubolti 14. desember 2010 22:30
NBA: Níu í röð hjá Miami - Sigurganga Dallas stöðvuð Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat sem vann í nótt níunda leik sinn í röð. Liðið lagði þá New Orleans Hornets á heimavelli 96-84. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Wade nær að skora yfir 30 stig. Körfubolti 14. desember 2010 09:12
NBA: Kobe fór á kostum í seinni hálfleik Los Angeles Lakers vann útisigur á New Jersey Nets 99-92 í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant átti flottan leik en hann skoraði 25 stig í seinni hálfleiknum og alls 32 stig í leiknum. Körfubolti 13. desember 2010 09:08
NBA: Tólf í röð hjá Dallas, tíu í röð hjá Boston, átta í röð hjá Miami Dallas Mavericks, Boston Celtics og Miami Heat eru öll á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og unnu þau öll sína leiki í nótt. Dallas vann sinn tólfta leik í röð, Boston vann sinn tíunda leik í röð og Miami vann sinn áttunda leik í röð en alla átta leikina hefur Miami unnið með tíu stigum eða meira. Körfubolti 12. desember 2010 11:00
NBA: Chicago vann Lakers og Miami búið að vinna sjö í röð Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls vann sigur á meisturum Los Angeles Lakers, Miami vann sinn sjöunda leik í röð og það gerði New York Knicks líka. San Antonio Spurs heldur áfram að vinna en það gengur ekkert hjá Orlando Magic þessa daganna. Maður næturinnar var þó George Karl sem stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn. Körfubolti 11. desember 2010 11:00
NBA: Dallas og Boston héldu sigurgöngum sínum áfram Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Körfubolti 10. desember 2010 09:00
NBA: Átta sigrar í röð hjá Boston - sex sigrar í röð hjá Miami Boston Celtics og Miami Heat héldu áfram sigurgöngum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Derek Fisher tryggði Los Angeles Lakers dramatískan eins stigs sigur á nágrönnunum í Clippers um leið og leiktíminn rann út. San Antonio Spurs vann 18. sigur sinn í 21 leik á tímabilinu og New York Knicks er búið að vinna sex leiki í röð. Körfubolti 9. desember 2010 09:00