Arenas fullur iðrunar Byssubrandurinn Gilbert Arenas er fullur iðrunar þessa dagana og segist eiga það skilið að sér verði refsað fyrir hegðun sína. Körfubolti 15. mars 2010 23:30
NBA: Cleveland vann Boston LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem vann Boston Celtics 104-93 í NBA-deildinni í nótt. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 20 stig. Körfubolti 15. mars 2010 09:00
NBA: New York Knicks endaði 13 leikja sigurgöngu Dallas New York Knicks vann 128-94 sigur á Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og endaði með því þrettán leikja sigurgöngu Dallas-liðsins. Dallas var á heimavelli og hafði unnið New York með 50 stiga mun fyrr á tímabilinu. Körfubolti 14. mars 2010 11:00
Arenas hermir eftir LeBron Þegar LeBron James ákvað að sýna Michael Jordan virðingu með því að skipta úr númerinu 23 í 6 átti hann ekki von á því að alræmdasti leikmaður deildarinnar, Gilbert Arenas, myndi fylgja í fótspor hans. Körfubolti 12. mars 2010 17:30
NBA: Orlando Magic vann sinn sjöunda leik í röð Orlando Magic er komið á mikið skrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn sjöunda sigur í röð í nótt þegar liðið vann öruggan 111-82 sigur á meiðslahrjáðu liði Chicago Bulls. Körfubolti 12. mars 2010 09:00
NBA: Sigurganga Dallas heldur áfram - Boston tapaði Dallas Mavericks vann í nótt sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið vann 96-87 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Dallas byrjaði illa og lenti mest 18 stigum undir en kom til baka og tryggði sér sigur á lélegasta liði deildarinnar. Körfubolti 11. mars 2010 09:00
Marion Jones í WNBA Hin fallna frjálsíþróttastjarna, Marion Jones, er ekki af baki dottin og hefur nú komist á samning hjá Tulsa Shock í WNBA-deildinni. Körfubolti 10. mars 2010 21:30
Clippers búið að henda Dunleavy á götuna Mike Dunleavy hefur verið rekinn sem framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers í NBA-deildinni og hann hefur ekki enn hugmynd um hvað gerðist og af hverju hann var rekinn. Körfubolti 10. mars 2010 20:45
Fjórða sigurkarfa Kobe Bryant á árinu 2010 - myndband Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers enn einn sigurinn í nótt þegar hann skoraði sigurkörfuna í 109-107 sigri á Toronto Raptors. Þetta var sjötta sigurkarfa Kobe á tímabilinu þar af sú fjórða á árinu 2010. Körfubolti 10. mars 2010 13:00
NBA: Sigurkarfa Kobe Bryant endaði þriggja leikja taprinu Laker Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers 109-107 sigur á Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins 1,9 sekúndum fyrir leikslok. Toronto-liðið var yfir stærsta hluta leiksins en Lakers-menn komu sterkir inn í fjórða leikhluta með Bryant í fararbroddi. Körfubolti 10. mars 2010 09:00
NBA: Dallas Mavericks vann sinn tólfta sigurleik í röð Dallas Mavericks vann í nótt sinn tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 125-112 sigur á Minnesota Timberwolves. Cleveland Cavaliers vann tveggja stiga sigur á San Antonio Spurs þrátt fyrir að leika án stórstjörnunnar LeBron James. Körfubolti 9. mars 2010 09:00
NBA: Þriðja tap Los Angeles Lakers liðsins í röð Orlando Magic vann 96-94 sigur á Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í nótt sem þýddi að NBA-meistararnir töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn síðan að þeir bættu við sig Pau Gasol. Körfubolti 8. mars 2010 09:00
NBA: Ellefu sigrar í röð hjá Dallas Dallas Mavericks er á mikilli siglingu þessa dagana og í nótt vann liðið sinn ellefta leik í röð er það skellti Chicago Bulls. Þetta var fjórði tapleikur Bulls í röð. Körfubolti 7. mars 2010 11:30
NBA: Bobcats lagði Lakers Charlotte Bobcats gerði sér lítið fyrir í nótt og skellti NBA-meisturum Los Angeles Lakers. Stephen Jackson skoraði 21 stig fyrir kettina í 98-83 sigri liðsins. Körfubolti 6. mars 2010 11:04
NBA: Wade hafði betur gegn Kobe Dwayne Wade fór mikinn fyrir Miami og skoraði 27 stig þegar liðið lagði meistara LA Lakers í framlengdum leik í nótt. Körfubolti 5. mars 2010 09:00
NBA: Denver rúllaði yfir Oklahoma Denver fór illa með heitt lið Oklahoma í nótt. Oklahoma búið að vinna 12 af síðustu 14 en Denver hafði tapað tveim leikjum í röð áður en liðið mætti Oklahoma. Körfubolti 4. mars 2010 09:00
NBA: Boston reif sig upp Nate Robinson átti fínan leik fyrir Boston Celtics í nótt er liðið lagði Detroit Pistons af velli. Körfubolti 3. mars 2010 09:21
LeBron hættir að spila í treyju númer 23 LeBron James stakk upp á því í vetur að hætt verði að spila í treyju númer 23 í NBA-deildinni til þess að heiðra Michael Jordan. Körfubolti 2. mars 2010 13:00
NBA: Dallas með áttunda sigurinn í röð Dallas Mavericks er á mikilli siglingu í NBA-deildinni þessa dagana en liðið vann sinn áttunda leik í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Charlotte. Körfubolti 2. mars 2010 09:00
Shaq fer í aðgerð í dag Cleveland Cavaliers þarf líklega að þrauka fram að úrslitakeppni án Shaquille O´Neal en Shaq fer í aðgerð á þumalputta í dag. Körfubolti 1. mars 2010 10:00
NBA: Lakers lagði Denver Það var mikið talað um að LA Lakers hefði sent skýr skilaboð í gær með því að leggja Denver af velli. Kobe Bryant, leikmaður Lakers, leit þó aðeins á sigurinn sem enn einn sigurinn. Körfubolti 1. mars 2010 09:00
NBA-deildin: Óvænt tap hjá Boston gegn botnliði New Jersey Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöldi og nótt þar sem hæst bar óvæntur 96-104 sigur New Jersey á útivelli gegn Boston. Körfubolti 28. febrúar 2010 11:00
NBA-deildin: Kidd með þrefalda tvennu í sigri Dallas Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það vantaði sannarlega ekki spennuna þar sem alls fjórir leikir fóru í framlengingu. Körfubolti 27. febrúar 2010 12:00
Shaq meiddist gegn Boston - líklega puttabrotinn Miðherjinn kröftugi Shaquille O'Neal hjá Cleveland meiddist í 88-108 sigri liðs síns gegn Boston í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 26. febrúar 2010 18:30
NBA-deildin: Cleveland með tuttugu stiga sigur gegn Boston Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar 88-108 stórsigur Cleveland gegn Boston þar sem LeBron James fór á kostum. Körfubolti 26. febrúar 2010 10:00
Mountain Dew-fíkli meinað að tyggja rör Caron Butler, leikmaður Dallas Mavericks, hefur þann sérstaka ávana að tyggja rör á meðan hann spilar körfubolta. Það má ekkert í NBA lengur því deildin hefur nú tekið fyrir þennan sérstaka sið leikmannsins. Honum hefur verið skipað að skilja rörin eftir heima. Körfubolti 25. febrúar 2010 23:30
NBA-deildin: Kidd og Nowitzki öflugir í sigri á Lakers Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem einna hæst bar 101-96 sigur Dallas Mavericks gegn LA Lakers. Körfubolti 25. febrúar 2010 09:45
Bryant: Þetta er alltaf jafn sætt Kobe Bryant sneri aftur í lið LA Lakers í nótt eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna ökklameiðsla og lét heldur betur til sín taka. Körfubolti 24. febrúar 2010 13:45
NBA-deildin: Bryant með sigurkörfu í endurkomuleik sínum Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar sigurkarfa Kobe Bryant fyrir LA Lakers og sigur Cleveland Cavaliers eftir þrjá tapleiki í röð. Körfubolti 24. febrúar 2010 09:45
Kobe: Ég er klár í slaginn Kobe Bryant mun í nótt spila sinn fyrsta körfuboltaleik fyrir LA Lakers síðan 5. febrúar. Átján daga hvíldin hefur skilað sínu og Kobe segist vera klár í bátana. Körfubolti 23. febrúar 2010 21:00