Spurningum um Shaq verður svarað í kvöld Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami er sagður vera á leið til Phoenix í læknisskoðun í kvöld og þar ræðst væntanlega hvort verður af félagaskiptum hans og Shawn Marion sem greint var frá í nótt. Körfubolti 6. febrúar 2008 17:30
Shaq hugsanlega á leið til Phoenix Svo gæti farið að Shaquille O'Neal sé á leið til Phoenix Suns frá Miami Heat í skiptum fyrir Shawn Marion. Körfubolti 6. febrúar 2008 09:48
NBA í nótt: LeBron kláraði Boston LeBron James sýndi mátt sinn og megin er hann leiddi lið sitt, Cleveland, til sigurs gegn meistaraefnunum í Boston, 114-113. Körfubolti 6. febrúar 2008 09:16
NBA í nótt: Níundi sigur Utah í röð Utah Jazz er heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir en liðið vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 5. febrúar 2008 08:52
Wallace stóð við stóru orðin Detroit burstaði Dallas 90-67 í síðari leik kvöldsins í NBA deildinni í körfubolta. Rasheed Wallace var besti maður Detroit með 21 stig og 9 fráköst, en hann gaf út djarfar yfirlýsingar í viðtölum fyrir leikinn. Körfubolti 3. febrúar 2008 22:51
Auðveldur sigur hjá Lakers Pau Gasol spilaði ekki með liði LA Lakers í kvöld þegar liðið vann auðveldan sigur á Washington á útivelli 103-91 í fyrri leik kvöldsins í NBA deildinni. Kobe Bryant skoraði 19 af 30 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum og Lakers leiddi frá upphafi til enda. Antawn Jamison skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington. Sport 3. febrúar 2008 21:21
Gasol er enn í losti Spænski framherjinn Pau Gasol spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir LA Lakers klukkan 17 í dag þegar liðið sækir Washington heim í NBA deildinni. Leikurinn er í beinni útsendingu á NBA TV. Körfubolti 3. febrúar 2008 16:14
McGrady stal senunni í kínverska Superbowl Um 200 milljónir Kínverja eru sagðar hafa fylgst með í stjónvarpi í nótt þegar Milwaukee Bucks mætti Houston Rockets í NBA deildinni - í leik sem fékk nafnið kínverski Superbowl. Körfubolti 3. febrúar 2008 12:53
Bryant skoraði 46 stig gegn Toronto Kobe Bryant virðist finna sig vel þegar hann spilar við Toronto í NBA deildinni en í nótt skoraði hann 46 stig þegar LA Lakers vann góðan útisigur á Kanadaliðinu 121-101. Körfubolti 2. febrúar 2008 13:23
Pau Gasol til LA Lakers Spænski landsliðsmaðurinn Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies er á leið til LA Lakers í NBA deildinni. Fréttir af þessu bárust bæði frá Memphis og Los Angeles nú rétt í þessu. Körfubolti 1. febrúar 2008 20:28
San Antonio vann í Phoenix Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio stöðvaði þriggja leikja taphrinu sína með dýrmætum sigri á Phoenix á útivelli 84-81. Körfubolti 1. febrúar 2008 10:32
Stjörnuliðin í NBA klár Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Körfubolti 1. febrúar 2008 01:13
Stoudamire ætlar að semja við San Antonio Leikstjórnandinn Damon Stoudamire ætlar að semja við meistara San Antonio Spurs í þessari viku ef marka má ummæli umboðsmanns hans. Stoudamire hefur fengið sig lausan frá Memphis Grizzlies og er því frjálst að ræða við hvaða lið sem er í NBA deildinni. Körfubolti 31. janúar 2008 11:12
LeBron James valtaði yfir Portland Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Körfubolti 31. janúar 2008 09:21
Varejao úr leik fram yfir stjörnuleik Brasilíumaðurinn Anderson Varejao hjá Cleveland getur ekki spilað með liði sínu fyrr en í fyrsta lagi í kring um 20. febrúar eftir að hann sneri sig illa á ökkla í leik með liði sínu á sunnudaginn. Körfubolti 30. janúar 2008 13:31
Seattle lagði San Antonio Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem óvæntustu tíðindin gerðust í Seattle. Heimamenn unnu þar aðeins sinn tíunda leik í allan vetur þegar þeir skelltu meisturum San Antonio 88-85. Körfubolti 30. janúar 2008 09:31
Webber snýr aftur til Golden State Framherjinn Chris Webber hefur gefið það út að hann ætli að skrifa undir samning við Golden State Warriors í kvöld. Webber hóf feril sinn hjá liðinu árið 1993 en fór þaðan í fússi ári síðar eftir deilur við núverandi þjálfara liðsins, Don Nelson. Körfubolti 29. janúar 2008 09:48
Paul fór á kostum í stórsigri New Orleans Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna. Körfubolti 29. janúar 2008 09:16
Stjarnfræðileg útgjöld Shaquille O´Neal Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami hefur rakað inn hærri launatekjur en nokkur annar körfuboltamaður í sögunni. Það er kannski eins gott, því mánaðarleg útgjöld hans skipta tugum milljóna. Hann greiðir til dæmis rúmlega 1700 þúsund krónur á mánuði - bara fyrir barnapíur. Körfubolti 28. janúar 2008 13:40
James hafði betur í einvíginu við Bryant Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles. Körfubolti 28. janúar 2008 04:49
NBA í nótt: Loksins sigur hjá Miami Miami Heat lauk fimmtán leikja taphrinu sinni með því að vinna sinn fyrsta leik í rúman mánuð í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 27. janúar 2008 12:03
Kidd með sína 98. þreföldu tvennu Jason Kidd nálgast óðfluga sína 100. þreföldu tvennu á ferlinum en númer 98 kom í nótt. Körfubolti 26. janúar 2008 11:51
NBA í nótt: Erfitt hjá Garnett gegn gamla félaginu Tímabilið hefur ekki verið gott hjá Minnesota en liðið stóð engu að síður í stórliði Boston Celtics. Körfubolti 26. janúar 2008 11:31
Cleveland - Phoenix í beinni á miðnætti Leikur Cleveland og Phoenix í NBA deildinni verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan tólf á miðnætti í nótt. Cleveland hefur unnið fimm leiki í röð og tekur í kvöld á móti einu besta liði deildarinnar. Körfubolti 25. janúar 2008 17:24
Fimmtánda tap Miami staðreynd Miami Heat tapaði sínum fimmtánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt en nú tapaði liðið afar naumt fyrir San Antonio Spurs á heimavelli, 90-89. Körfubolti 25. janúar 2008 09:26
Byrjunarliðin í stjörnuleiknum í NBA Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða í byrjunarliðum Austur- og Vesturdeildarinnar í 57. stjörnuleiknum í NBA sem haldinn verður í New Orleans þann 17. febrúar. Körfubolti 25. janúar 2008 01:29
Dómi yfir Donaghy frestað Dómi yfir fyrrum körfuboltadómaranum Tim Donaghy hefur verið frestað fram í apríl, en hann er ákærður fyrir að hafa veðjað á leiki og látið upplýsingar af hendi um leiki í NBA deildinni í kring um árið 2003. Hann á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi og 30 milljóna sekt. Körfubolti 24. janúar 2008 17:08
Aftur lá Phoenix fyrir Minnesota Það var mikið fjör í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tólf leikir voru á dagskrá. Lélegasta lið deildarinnar, Minnesota Timberwolves, gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix Suns í annað skiptið í vetur. Körfubolti 24. janúar 2008 08:30
Nash sá um Milwaukee Steve Nash setti persónulegt met í vetur þegar hann skoraði 37 stig fyrir Phoenix í 114-105 sigri liðsins á Milwaukee á útivelli. Phoenix er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og varð aðeins annað liðið í NBA á eftir Boston til að vinna 30 leiki í vetur. Körfubolti 23. janúar 2008 05:29
Enn meiðist Shaquille O´Neal Miðherjinn Shaquille O´Neal mun ekki leika með liði Miami Heat næstu tvær vikurnar í það minnsta eftir að mjaðmarmeiðsli hans tóku sig upp á ný. Miami hefur tapað 14 leikjum í röð og vann síðast leik nokkru fyrir jól. Körfubolti 23. janúar 2008 05:19