NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Sögulegur árangur Dallas

Dallas varð í nótt fjórða liðið í sögu NBA til að vinna yfir 10 leiki í röð á þremur mismunandi tímabilum á leiktíð. Dallas vann Denver í nótt og var það 11. sigurleikur liðsins í röð en fyrr í vetur hafði liðið náð að vinna 12 og 13 leiki í röð. Ef mið er tekið af sögunni á Dallas meistaratitilinn næsta vísan.

Körfubolti
Fréttamynd

Ellefti sigur Dallas í röð

Dirk Nowitzki var frábær fyrir Dallas í nótt þegar liðið bar sigurorð af Denver í NBA-deildinni, 115-95. Nowitzki skoraði 31 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í þessum ellefta sigurleik Dallas í röð. Enn fremur var sigurinn sá 19. í röð á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd með þrefalda tvennu

Jason Kidd lét brákað rifbein ekki stöðva sig í viðureign New Jersey gegn Sacramento í NBA-deildinni í nótt heldur náði hann sinni níundu þreföldu tvennu á leiktíðinni í 109-96 sigri sinna manna. Þetta var í 84. skiptið á ferlinum sem Kidd nær þrefaldri tvennu. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Tímabilið í versta falli búið hjá Wade

Dwyane Wade, besti leikmaður NBA meistara Miami Heat í körfubolta, gæti í versta falli þurft að sætta sig við að spila ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Þetta eru niðurstöður fundar hans við lækna liðsins í kvöld, en Wade fór úr axlarlið í fyrrakvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers hársbreidd frá að landa Jason Kidd

Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu.

Körfubolti
Fréttamynd

Dennis Johnson látinn

Fyrrum NBA leikmaðurinn Dennis Johnson sem gerði garðinn frægan með Seattle Supersonics og Boston Celtics á níunda áratugnum er látinn. Johnson var þjálfari Austin Toros í æfingadeildinni í NBA og var bráðkvaddur á æfingu liðsins í dag. Hann var aðeins 52 ára gamall.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvíst hvað Wade verður lengi frá keppni

Dwyane Wade hjá Miami Heat fór í nótt úr axlarlið þegar meistararnir töpuðu fyrir Houston Rockets. Enn hefur ekki verið staðfest hvað leikmaðurinn verður lengi frá keppni, en þess má geta að Vladimir Radmanovic hjá LA Lakers hlaut sömu meiðsli fyrir nokkru og hann verður frá í tvo mánuði, svo útlitið er ekki gott hjá meisturunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili skoraði 24 stig í röð gegn Atlanta

Argentínumaðurinn Manu Ginobili var heldur betur í stuði í nótt þegar San Antonio lagði Atlanta 103-96 á útivelli. Ginobili skoraði 40 stig í leiknum og þar af 24 stig San Antonio í röð á kafla í fyrri hálfleiknum. Tim Duncan átti einnig fínan leik og skoraði 30 stig, líkt og Joe Johnson hjá Atlanta.

Körfubolti
Fréttamynd

Steve Nash vill kaupa hlut í Tottenham

Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada.

Körfubolti
Fréttamynd

Atlanta skoraði ekki körfu í þriðja leikhluta

Chicago hefur ekki gengið vel í NBA deildinni upp á síðkastið en liðið mætti vel einbeitt til leiks gegn Atlanta á heimavelli sínum í nótt. Chicago vann auðveldan 106-81 sigur og skoraði Atlanta öll 8 stig sín í þriðja leikhlutanum úr vítaskotum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA molar: Nash ætlar að spila í kvöld

Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd orðaður við LA Lakers

New York Times greinir frá því í dag að lið New Jersey Nets sé nú ákaft að reyna að skipta leikstjórnandanum Jason Kidd í burtu frá félaginu. Blaðið heldur því fram að Los Angeles Lakers sé líklegasta liðið til að hreppa Kidd og sé að reyna að koma þriðja liði inn í skiptin til að láta enda ná saman.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagan á bandi Dallas Mavericks

Lið Dallas Mavericks var á gríðarlegu skriði þegar flautað var til hlés um stjörnuhelgina í NBA. Liðið hefur unnið 30 af síðustu 32 leikjum sínum og ef þessi árangur liðsins er skoðaður í sögulegu samhengi mætti ætla að liðið ætti góða möguleika á að vinna titilinn í vor.

Körfubolti
Fréttamynd

Vesturdeildin í sérflokki

Deildarkeppnin í NBA deildinni hefst aftur annað kvöld eftir árlegt hlé sem gert er á keppni vegna stjörnuleiksins. Þegar rýnt er í tölfræðina er ljóst að Vesturdeildin er með sögulega yfirburði á Austurdeildina hvað varðar vinningshlutfall fyrir stjörnuleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjörnuleikurinn endursýndur klukkan 18:15

Rétt er að minna körfuboltaáhugamenn á að stjörnuleikurinn í NBA sem fram fór í Las Vegas í nótt verður endursýndur klukkan 18:15 á sjónvarpsstöðinni Sýn. Leikurinn var hin besta skemmtun og bauð upp á eitt hæsta stigaskor í sögunni. Þá sá poppdívan Christina Aguilera um skemmtiatriðin í hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Auðveldur sigur vesturliðsins

Lið vesturstrandarinnar vann auðveldan sigur á austurliðinu í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem haldinn var í Las Vegas í nótt. Vesturliðið var skrefinu á undan allan tímann, náði meira en 30 stiga forystu á kafla og vann að lokum 153-132 sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjörnuleikurinn í beinni á Sýn í nótt

Hinn árlegi stjörnuleikur í NBA deildinni fer fram í spilaborginni Las Vegas í Nevada í nótt og verður hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá menn á borð við Kobe Bryant, Dwyane Wade og LeBron James sýna listir sínar í leik þar sem leiftrandi sóknarleikur verður í forgrunni. Útsending Sýnar hefst rétt eftir klukkan eitt í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Góð sæti á stjörnuleiknum kosta tæpar tvær milljónir

Það er ekki fyrir meðalmanninn að fá gott sæti á stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Las Vegas í nótt því miðaverð fyrir hvert sæti í fyrstu 5-10 röðunum í kring um völlinn er hátt í tvær milljónir íslenskra króna. Stjörnuleikurinn verður sýndur beint á Sýn eftir miðnætti í kvöld, en hér er um að ræða stærsta íþróttaviðburð í sögu borgarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Gerald Green sigraði í troðkeppninni

Gerald Green frá Boston Celtics sigraði með glæsibrag í troðkeppninni í NBA sem haldin var um stjörnuhelgina í Las Vegas í nótt. Green þótti sýna bestu tilþrifin fyrir troðslur sínar fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af mönnum eins og Michael Jordan og fleiri fyrrum troðkóngum.

Körfubolti
Fréttamynd

Pippen vill snúa aftur í NBA

Hinn 41 árs gamli Scottie Pippen hefur nú lýst því yfir að hann vilji snúa aftur í NBA deildina. Pippen spilaði síðast með liði Chicago Bulls fyrir rúmum tveimur árum en er fyrir nokkru búinn að leggja skóna á hilluna. Pippen er ekki í vafa um að hann geti hjálpað liði sem er í baráttu um meistaratitilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

David Lee hitti úr öllum 14 skotum sínum

Framherjinn David Lee hjá New York Knicks stal senunni í nýliðaleiknum árlega um stjörnuhelgina í NBA. Leikurinn er viðureign úrvalsliðs leikmanna á öðru ári í deildinni gegn úrvalsliði nýliða. Þeir eldri höfðu sigur enn eitt árið og að þessu sinni var sigurinn stór 155-114.

Körfubolti
Fréttamynd

Hardaway úti í kuldanum

Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas marði sigur á Houston

Dallas vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið bar sigurorð af Houston í nótt. Bakvörðurinn Jason Terry var maðurinn á bakvið sigur Dallas, en hann skoraði mikilvægar körfur á lokamínútum leiksins. Cleveland lagði LA Lakers í hinum leik næturinnar en nú verður gert hlé á deildarkeppninni vegna stjörnuleiksins sem fram fer á sunnudag.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég hata homma

Fyrrum NBA leikmaðurinn Tim Hardaway fór hamförum í útvarpsviðtali sem tekið var við hann í spjallþætti á útvarpsstöð í Miami í gærkvöldi þegar hann var spurður út í það þegar fyrrum leikmaðurinn John Amaechi kom út úr skápnum á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Langþráður sigur hjá Boston

Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Boston Celtics náði loksins að vinna leik eftir 18 töp í röð. Liðið vann auðveldan sigur á Milwaukee 117-97 á heimavelli, en lið Milwaukee er ekki með mikið betri árangur og hefur tapað 17 af síðustu 20 leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Joe Johnson í stjörnuleikinn

Bakvörðurinn Joe Johnson hjá Atlanta Hawks var í kvöld tekinn inn í Austurstrandarliðið fyrir stjörnuleikinn í NBA sem fram fer í Las Vegas á sunnudagskvöldið. Johnson kemur inn í liðið í stað Jason Kidd hjá New Jersey sem tekur ekki þátt vegna meiðsla. Johnson skorar að meðaltali 25 stig í leik og spilar sinn fyrsta stjörnuleik á ferlinum um helgina.

Körfubolti
Fréttamynd

Dirk Nowitzki fór hamförum í sigri Dallas

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var sannarlega betri en enginn í nótt þegar Dallas lagði Milwaukee á útivelli 99-93. Dallas var um tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik, en vann lokaleikhlutann 28-11. Nowitzki skoraði 38 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Dallas en Andrew Bogut skoraði 16 stig og hirti 17 fráköst fyrir Milwaukee. Dallas er langefst í deildinni með 43 sigra og aðeins 9 töp.

Körfubolti
Fréttamynd

Okur og Allen í stjörnuleikinn

Í nótt var tilkynnt að þeir Mehmet Okur frá Utah Jazz og Ray Allen frá Seattle yrðu varamenn fyrir þá Allen Iverson og Steve Nash í liði Vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum í NBA um næstu helgi.

Körfubolti
Fréttamynd

New Jersey - San Antonio í beinni í kvöld

Leikur New Jersey Nets og San Antonio Spurs verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf eitt í nótt. New Jersey verður án leikstjórnandans Jason Kidd sem á við bakmeiðsli að stríða og gæti misst af stjörnuleiknum um helgina fyrir vikið. San Antonio þarf nauðsynlega á sigri að halda eftir að hafa aðeins unnið tvo af fyrstu sex leikjum sínum á átta leikja keppnisferðalagi.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson missir af stjörnuleiknum

Allen Iverson hjá Denver Nuggets varð í kvöld nýjasta nafnið á sjúkralistanum fyrir stjörnuleikinn í NBA deildinni sem fram fer í Las Vegas á sunnudaginn. Vesturstrandarliðið er því án leikstjórnanda í augnablikinu og því þykir víst að annað hvort Deron Williams frá Utah eða Chris Paul frá New Orleans taki stöðu Iverson í hópnum.

Körfubolti