Ráðinn markaðsstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Justikal Sölvi Rúnar Pétursson hefur verið ráðinn markaðsstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. Viðskipti innlent 7. desember 2022 09:00
Flygildi fékk aukið fjármagn til að þróa dróna sem sinnir varnarmálum Sprotafyrirtækið Flygildi, sem þróað hefur dróna sem flýgur eins og fugl og er eins í laginu, hefur lokið við 50 milljón króna hlutafjáraukningu frá fjársterkum einstaklingum. Á meðal fjárfesta eru InfoCapital, í eigu Reynis Grétarssonar, og Guðbjörg Eddu Eggertsdóttir, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Actavis. Nýta á fjármagnið til að efla vöruþróun og fjölga starfsmönnum um þrjá. Þegar hafa tveir starfsmenn verið ráðnir. Horft er til þess að selja fyrirtækið til stórs framleiðanda eftir tvö ár. Innherji 4. desember 2022 10:00
Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið. Viðskipti innlent 2. desember 2022 17:07
Nýsköpun sem gæti umbylt íslenskum sauðfjárbúskap „Þetta er nýsköpun á heimsmælikvarða, ekki bara fyrir okkar fyrirtæki heldur fyrir Ísland og íslenska sauðfjárbændur. Eiginleikar íslensku ullarinnar er svo einstakir í heiminum að þá er ekki hægt að kópera,“ segir Ágúst Þór Eiríksson, eigandi útivistarfyrirtækisins Icewear en Icewear hefur þróað línu útivistarfatnaðar sem einangraður er með íslenskri ull. Samstarf 1. desember 2022 08:51
Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi. Viðskipti innlent 30. nóvember 2022 20:13
Adda og Hanna til Empower Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári. Viðskipti innlent 30. nóvember 2022 08:34
Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. Atvinnulíf 29. nóvember 2022 07:01
Telur rétt að taka tillit til harðrar gagnrýni frá nýsköpunargeiranum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur rétt að staldra við gagnrýni frá mörgum í nýsköpunargeiranum varðandi frumvarp um innleiðingu á rýni við erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis og fara yfir hana „áður en lengra er haldið.“ Að auki þurfi að fara fram greining á efnahagslegum áhrifum frumvarpsins. Áslaug Arna hefur hefur sett af stað vinnu við heildstæða úttekt á fjárfestingarumhverfi nýsköpunar með það að augum að dregið verði úr hömlum og hindrunum. Innherji 25. nóvember 2022 11:18
Bein útsending: Rannsóknaþing og Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs Í dag fer fram Rannsóknaþing og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs. Þingið ber yfirskriftina: Þekking í þágu samfélags – Áhrif rannsókna á íslandi og verður meðal annars fjallað um áhrifamat á Rannsóknasjóði sem ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar lét gera og gefið var út nýlega. Samstarf 24. nóvember 2022 10:30
Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. Atvinnulíf 22. nóvember 2022 07:00
Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Forsætisráðuneytið hefur hafnað því að fyrirhugað frumvarp ráðherra hafi skaðleg áhrif á erlenda fjárfestingu hérlendis á þeim grundvelli að ekki séu til erlendar rannsóknir sem sýni fram á það. Það er ekki trúverðugur málflutningur. Þær kvaðir sem felast í sérstakri rýni og samþykktarferli auka kostnað og áhættu mögulegra fjárfesta og hafa þannig augljósan fælingarmátt, jafnvel þótt fjárfestingum sé almennt ekki hafnað Umræðan 21. nóvember 2022 10:10
Áform ráðherra leiði til þess að frumkvöðlar stofni fyrirtæki erlendis Margir af máttarstólpum nýsköpunargeirans telja að ef lagafrumvarp um innleiðingu á rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis verði að lögum í óbreyttri mynd muni íslenskir frumkvöðlar í auknum mæli kjósa að stofna fyrirtæki erlendis um starfsemina til að komast hjá íþyngjandi áhrifum þess. Frumkvöðlar og fjárfestar í nýsköpun telja að frumvarpið muni hafa „verulega íþyngjandi áhrif á íslensk nýsköpunarfyrirtæki“ og dragi úr möguleikum þess að verða sér úti um alþjóðlegt fjármagn en lítið sé um sérhæfða fjárfesta sökum smæðar landsins. Innherji 18. nóvember 2022 11:42
Plastplan sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Hönnunarstofan Plastplan er sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. Tíska og hönnun 18. nóvember 2022 07:26
Metfjöldi íslenskra fyrirtækja á tækniráðstefnu í Helsinki Sprota- og tækniráðstefnan Slush fer fram um þessar mundir í Helsinki í Finnlandi. Fulltrúar frá 65 íslenskum fyrirtækjum eru staddir þar úti en aldrei hafa jafn mörg fyrirtæki sent fulltrúa á ráðstefnuna. Rúmlega hundrað Íslendingar skipta sendinefndina. Viðskipti innlent 17. nóvember 2022 11:17
Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. Viðskipti innlent 16. nóvember 2022 09:41
Tvö hundruð tonna sæeyrnaeldi í Grindavík HS Orka og Sæbýli undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um sæeyrnaeldi í Auðlindagarði HS Orku. Gert er ráð fyrir byggingu á tvö hundruð tonna eldi sem mögulegt er að fimmfalda á næstu tíu árum. Viðskipti innlent 15. nóvember 2022 14:45
Vök Baths hlutu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent í dag í nítjánda sinn en það voru Vök Baths á Egilsstöðum sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Eliza Reid afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu. Viðskipti innlent 11. nóvember 2022 18:00
Arion banki kaupir þriðjung í Frágangi Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. Viðskipti innlent 11. nóvember 2022 09:16
Svava Björk nýr framkvæmdastjóri Framvís Framvís, samtök vísifjárfesta hefur ráðið Svövu Björk Ólafsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með nóvember 2022. Viðskipti innlent 10. nóvember 2022 07:01
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. Atvinnulíf 9. nóvember 2022 07:00
Dalabyggð – samfélag í sókn Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðarstofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Skoðun 7. nóvember 2022 21:30
Boðar aðgerðir í netöryggismálum Ísland stendur sig mun verr en hin Norðurlöndin þegar kemur að netöryggi sem gerir þjóðina að skotmarki erlendra netárásahópa. Nýsköpunarráðherra segir okkur skorta sérhæfðan mannauð í málaflokknum og boðar aðgerðir. Innlent 1. nóvember 2022 20:01
Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir. Viðskipti innlent 27. október 2022 11:22
Ármann og Magnús ganga til liðs við Rexby Íslenska sprotafyrirtækið Rexby hefur ráðið Ármann Kristjánsson og Magnús Skúlason til sín. Ármann mun bera ábyrgð á notendaupplifun fyrirtækisins en Magnús við forritun. Viðskipti innlent 24. október 2022 22:04
Bein útsending: Dagur verkfræðinnar Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan. Viðskipti innlent 21. október 2022 12:31
„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. Innlent 18. október 2022 13:05
Oculis fær tólf milljarða innspýtingu og setur stefnuna á Nasdaq Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur tryggt sér að lágmarki um 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 12 milljarða króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum á næsta ári. Stærsti fjárfestingarsjóður Evrópu á sviði lífvísinda leggur félaginu til meginþorra fjármagnsins. Innherji 17. október 2022 13:07
Máttu nota uppfinningu nýsköpunarstjóra Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum. Innlent 14. október 2022 13:24
Ísland er í öðru sæti í vísifjárfestingum miðað við höfðatölu Ísland er í öðru sæti yfir þau lönd þar sem sprotafyrirtæki hafa fengið hvað mest fjármagn frá vísisjóðum á fyrri helmingi ársins miðað við höfðatölu. Stjórnendur vísisjóða segja í samtali við Innherja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn. Innherji 14. október 2022 07:00
Skapahárin sem sköpuðu skrilljónir Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi. Skoðun 13. október 2022 17:31