„Stoltari af því að skila af mér góðum leikmönnum frekar en bikurum“ Erlingur Birgir Richardsson stýrir ÍBV í síðasta sinn í kvöld þegar liðið mætir Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 31. maí 2023 08:46
Segir Haukana líklegri til að landa þeim stóra þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, segir að þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik er liðið mætir Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld þá telji hann Haukana líklegri til að landa þeim stóra. Handbolti 30. maí 2023 23:31
Lena Margrét tók U-beygju á Hellisheiðinni Handboltakonan Lena Margrét Valdimarsdóttir er hætt við að fara í Selfoss og er gengin í raðir Fram á nýjan leik. Handbolti 30. maí 2023 14:01
Fengu leikmann Viljandi og norskan markvörð Handknattleiksdeild KA hefur tryggt sér tvo erlenda leikmenn fyrir átökin í Olís-deild karla á næstu leiktíð. Annar er reynslubolti frá Eistlandi en hinn ungur markvörður frá Noregi. Handbolti 30. maí 2023 13:16
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 27-24 | Bikarinn fer aftur til Eyja Íslandsmeistarabikarinn í handbolta karla heldur áfram ferðalagi sínu. Eftir að hafa verið á svæðinu í Vestmannaeyjum á föstudagskvöld, og á Ásvöllum í kvöld, fer hann aftur til Eyja á miðvikudaginn þar sem einvígi Hauka og ÍBV ræðst í oddaleik. Handbolti 29. maí 2023 21:42
„Markverðirnir okkar voru ekki með“ Rúnar Kárason segir sjálfstraust, eða öllu heldur skort á því, vera það sem hafi orðið ÍBV að falli og valdið því að Haukar séu nú búnir að jafna einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 29. maí 2023 21:16
Gunnar Óli og Bjarki dæma stórleik kvöldsins á Ásvöllum Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson munu dæma fjórða leik Hauka og ÍBV í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í kvöld. Þetta staðfestir Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ í samtali við Vísi. Handbolti 29. maí 2023 13:46
Ekki uppselt á stórleik kvöldsins á Ásvöllum Ekki er uppselt er á fjórða leik Hauka og ÍBV í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta sem fer fram á Ásvöllum í kvöld eins og hafði áður verið greint frá. Handbolti 29. maí 2023 11:46
Segir HSÍ ekki vera með „fulle fem“ ef samningar við Stöð 2 Sport sigla í strand Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Hann hefur fylgst vel með úrslitakeppni Olís-deildar karla og segist hafa áhyggjur af því ef HSÍ fer að missa sýningarréttinn eitthvert annað en á Stöð 2 Sport. Handbolti 29. maí 2023 08:01
Furðar sig á ummælum um mögulegt leikbann Erlings Pavel Ermolinskij, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta, furðar sig á ummælum sérfræðinga Seinni bylgjunnar um mögulegt leikbann Erlings Richardssonar, þjálfara ÍBV í handbolta, eftir leik liðsins gegn Haukum í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í gær. Handbolti 27. maí 2023 11:30
Fær Erlingur refsingu fyrir viðtalið? „Þetta er ljótur leikur“ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var allt annað en sáttur eftir sex marka tap liðsins gegn Haukum í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Erlingur var stuttorður í viðtali eftir leik, en virtist senda dómurum leiksins nokkrar pillur. Handbolti 26. maí 2023 22:32
Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. Handbolti 26. maí 2023 21:57
ÍBV fékk lánaða stúku frá Þorlákshöfn og stefnir í áhorfendamet Það stefnir allt í að nýtt áhorfendamet verði slegið í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Haukum í þriðju viðureign liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 26. maí 2023 17:30
Egill aftur í Garðabæinn Egill Magnússon er genginn í raðir Stjörnunnar á nýjan leik eftir þriggja ára dvöl hjá FH. Handbolti 26. maí 2023 16:30
Eyjamenn hafa aldrei klikkað þegar stór bikar er í boði á hliðarlínunni Þegar Eyjamenn hafa fundið lyktina af bikar í karlahandboltanum þá hefur ekki þurft að spyrja að leikslokum. Sagan segir að Íslandsbikarinn fari á lofti í kvöld. Handbolti 26. maí 2023 13:31
„Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur“ „Við erum bognir en ekki brotnir og ætlum klárlega að sýna hvað í okkur býr,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka. Þeir fara með bakið uppi við vegg til Eyja í dag, 2-0 undir í einvíginu við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 26. maí 2023 10:35
ÍBV getur komist í hóp hinna ósigruðu í úrslitakeppninni Ef ÍBV vinnur Hauka í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld komast Eyjamenn í hóp liða sem hafa farið ósigruð í gegnum úrslitakeppnina. Handbolti 26. maí 2023 10:01
Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR. Handbolti 25. maí 2023 13:27
Aron Rafn safnar í Haukarútu til Eyja Haukar eru með bakið upp við vegg og þurfa að sækja sigur til Eyja ef þeir ætla að forðast sumarfrí og fá annan heimaleik á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu á móti ÍBV í Olís deild karla í handbolta. Handbolti 25. maí 2023 09:30
„Enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið“ Hornamennirnir Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason segjast mættir í Mosfellsbæ til að hjálpa Aftureldingu að vinna fleiri titla. Þeir glöddust mjög yfir að geta sameinað handboltakrafta sína á nýjan leik. Handbolti 25. maí 2023 09:01
„Samfélagið hætti aldrei að moka“ Theodór Sigurbjörnsson rifjaði upp eldgosið í Heimaey þegar hann reyndi að útskýra fyrir sérfræðingunum í Seinni bylgjunni af hverju lið ÍBV virðist alltaf best þegar allt er undir í lok leikja. Handbolti 24. maí 2023 13:30
„Finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal“ Birgir Steinn Jónsson spilar ekki með Gróttu í Olís deild karla í handbolta næsta vetur því hann hefur samið við bikarmeistara Aftureldingar. Hann ræddi ákvörðunina og samtals hans við Róbert Gunnarsson. Handbolti 24. maí 2023 12:30
Hornabræður í Mosfellsbæinn Hornamennirnir Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason hafa samið við bikarmeistara Aftureldingar í handbolta til tveggja ára. Handbolti 24. maí 2023 09:39
Logi Geirs ætlar að mæta til Eyja í þyrlu Eyjamenn geta orðið Íslandsmeistarar í handbolta karla á föstudaginn og þá unnið titilinn í fyrsta sinn á heimavelli. Í hin tvö skiptin hefur Eyjaliðið sótt Íslandsbikarinn til Hafnarfjarðar en nú geta þeir lyft honum út í Vestmannaeyjum. Handbolti 24. maí 2023 09:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 26-29 | Haukar fara með bakið upp við vegg til Eyja Lið ÍBV er komið í kjörstöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka að Ásvöllum í kvöld, 26-29, og er því komið í 2-0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að lyfta titlinum. Handbolti 23. maí 2023 20:54
Rúnar: Svo fór að ganga betur undir lok leiksins á meðan þeir héldu áfram að ströggla ÍBV er komið í 2-0 í einvígi sínum gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur í spennandi leik að Ásvöllum. Lokatölur 26-29. Handbolti 23. maí 2023 20:17
Sigurvegarinn í leik eitt orðið Íslandsmeistari í 78 prósent tilfella Tölfræðin er ekki beint hliðholl Haukum í einvígi þeirra við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Handbolti 23. maí 2023 15:01
Birgir Steinn í Mosfellsbæinn Birgir Steinn Jónsson er genginn í raðir bikarmeistara Aftureldingar. Hann hefur verið besti leikmaður Gróttu undanfarin ár. Handbolti 22. maí 2023 15:28
Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. Handbolti 22. maí 2023 14:00
Mamman og systirin í tvískiptum treyjum Tilfinningarnar verða eflaust blendnar, sama hvernig fer, hjá fjölskyldu bræðranna Sigtryggs Daða og Andra Más í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 22. maí 2023 09:01