Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23

    Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hafði gott af því að flytja frá hótel mömmu

    Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra og sér margt líkt með gengi liðsins þá og gengi ÍBV í vetur. Hann verður í lykilhlutverki í liði Eyjamanna sem mæta í kvöld Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    ÍR tók forystuna

    Sturla Ásgeirsson skoraði tíu mörk þegar ÍR vann Stjörnuna í fyrsta leik liðanna um sæti í efstu deild karla í handbolta á næsta tímabili.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 26-27 | Oddaleikur í Eyjum

    Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Spennandi starf gæti lokkað Kristján út

    FH skreið inn í úrslitakeppni Olís-deildar karla en er nú aðeins einum sigri frá því að senda deildarmeistara Hauka í sumarfrí. Það hefur orðið stökkbreyting á leik FH-liðsins síðan Kristján Arason kom til þess að aðstoða þjálfarateymið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ísak: Búnir að pissa á staurana okkar

    "Svona eiga allir leikir að vera, spennandi alveg fram í lokin og báðar stúkurnar á fullu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að æfa allan veturinn, til að spila þessa leiki og það er gaman þegar þetta endar okkar megin,“ sagði FH-ingurinn Ísak Rafnsson eftir sigur FH á Haukum í Krikanum í kvöld.

    Handbolti