Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Akureyri

    ÍR marði eins marks sigur á Akureyri í háspennu leik í Breiðholtinu í dag 20-19. ÍR náði þar með fimm stiga forskoti á Akureyri í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi

    Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - HK 30-20

    Haukar eru komnir aftur á sigurbraut í N1 deild karla í handbolta og fögnuðu í kvöld sínum þriðja sigri í röð þegar liðið vann tíu marka heimasigur á HK, 30-20. Haukar eru því áfram með sex stiga forskot á toppnum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 20-19

    FH vann mikilvægan sigur á Aftureldingu 20-19 í Kaplakrika í kvöld en liðin náðu sér hvorugt almennilega á strik í leiknum. Afturelding fékk dauðafæri á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en Daníel Freyr Andrésson varði hraðaupphlaup frá Benedikt Reyni Kristinssyni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir Þór látinn fara - Konráð tekur við Aftureldingu

    Reynir Þór Reynisson er hættur sem þjálfari Aftureldingar í n1 deild karla í handbolta en Mosfellingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar. Konráð Olavsson hefur verið ráðinn þjálfari Aftureldingar út leiktíðina en Hjörtur Arnarson mun halda àfram sem aðstoðarþjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aftureldingu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 13-16

    Það var engin hágæða sóknarleikur sem var boðið upp á í þriggja marka sigri Hauka á Aftureldingu, 16-13, á Varmá í kvöld í leik liðanna í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta. Haukar náðu á ný sex stiga forskot á FH með þessum sigri þar sem að FH-ingar töpuðu fyrr í kvöld fyrir norðan.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 25-23

    ÍR-ingar unnu tveggja marka sigur á Val í Austurbergi í kvöld, 25-23, í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta og stigu með því mikilvægt skref í átta að sæti í úrslitakeppninni. Valsmenn eru áfram í botnsæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 29-24

    Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá viðureign FH og ÍR í N1-deild karla í handbolta. FH vann leikinn 29-24 eftir að staðan var jöfn 12-12 í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 24-20 | Taphrina Hauka á enda

    Haukar enduðu þriggja leikja taphrinu sína með sannfærandi fjögurra marka sigri á Akureyri, 24-20, í leik liðanna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld í 16. umferð N1 deildar karla í handbolta. Sigur Hauka var öruggur þótt að liðið hafi aðeins misst niður gott forskot sitt í lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Patrekur framlengir við Austurríkismenn

    Austurríska handknattleikssambandið greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að það sé búið að framlengja samning sinn við Patrek Jóhannesson til ársins 2015. Patrekur þjálfar karlalandslið Austurríkis.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sváfum á verðinum

    Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 30-28

    Mosfellingar drógu Íslandsmeistarana fyrir alvöru niður í fallbaráttuna í N1 deild karla í handbolta með því að vinna tveggja marka sigur á HK, 30-28, í sveiflukenndum leik á Varmá í N1 deild karla í kvöld. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu sextán mínúturnar 13-7.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Undanúrslitin klár í Símabikarnum

    Nú í hádeginu var dregið í undanúrslitum Símabikars karla og kvenna í handbolta en undanúrslitin verða nú spiluð í Laugardalshöllinni og um sömu helgi og bikarúrslitaleikirnir.

    Handbolti