Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grótta – Akureyri 19-28

    Akureyri vann öruggan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í kvöld. Lokatölurnar urðu 19-28 og var sigur gestanna aldrei í hættu. Akureyringar halda því 5. sætinu að loknum 14. umferðum en Grótta er enn á botninum í leit að sínum fyrsta sigri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 28-26

    Góður seinni hálfleikur bætti upp fyrir lélega byrjun í 28-26 sigri HK á Valsmönnum í Digranesinu í kvöld. Eftir að vera 6-1 undir eftir aðeins 9 mínútur tóku heimamenn við sér og unnu að lokum 2 marka sigur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 20-26

    Topplið Hauka í N1-deild karla fer ekki vel af stað eftir EM-fríið. Liðið tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð og að þessu sinni gegn erfkifjendunum í FH á heimavelli, 20-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron var mjög reiður sínum leikmönnum

    Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur við sitt lið í kvöld og las liðinu heldur betur pistilinn inn í klefa eftir leik. Haukar steinlágu fyrir Val í kvöld, 25-18.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 25-27

    HK vann ótrúlegan sigur á Akureyri í N1-deild karla í kvöld. Staðan var jöfn í lokin en ótrúlegt klúður Akureyringa kom í veg fyrir að þeir fengju nokkuð úr leiknum. Lokatölur 25-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21

    Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-18

    Valsmenn nýttu greinilega EM-fríið nokkuð vel þó svo þjálfarinn, Óskar Bjarni Óskarsson, væri fjarverandi með landsliðinu í Serbíu. Þeir þurftu að rífa sig upp gegn Haukum til þess að komast aftur í baráttuna í efri hlutanum í N1-deild karla og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Unnu sannfærandi sigur gegn andlausu Haukaliði.

    Handbolti
    Fréttamynd

    45 daga bið endar í kvöld

    N1 deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir 45 daga hlé vegna jólafrís og Evrópumótsins í Serbíu. Öll átta liðin verða í eldlínunni og allir fjórir leikirnir verða í beinni á boltavakt Vísis.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH skellti HK í framlengdum leik

    Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í úrslitum deildarbikarsins í handbolta. FH vann HK í kvöld, 28-26, og mætir Haukum í úrslitum annað kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar völtuðu yfir Framara

    Haukar komust í kvöld í úrslit deildarbikars karla með ótrúlegum yfirburðasigri á Fram. Lokatölur 31-19 en hálfleikstölur voru 16-10.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 23-30

    Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27

    FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-27

    Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val.

    Handbolti