Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 25-23

    FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leikmaður Selfoss ætlar að kæra Eyjamanninn

    Mikil reiði kurrar í leikmönnum og aðstandenum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bikarlið Valsmanna fékk stóran skell - myndir

    Bikarmeistarar Valsmanna, sem voru búnir að komast í bikarúrslitaleikinn fjögur ár í röð og höfðu þar af lyft bikarnum í þrígang, fengu slæma útreið á móti Haukum í átta liða úrslitum Eimskipsbikarsins á Hlíðarenda í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 25-31

    Botnliðin tvö hafa farið með tóma vasa úr heimaleikjum sínum gegn HK í síðustu leikjum. Kópavogsliðið lagði Gróttu fyrir viku síðan og vann svo sex marka sigur gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Lokatölur 25-31.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 29-17

    Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Yfirburðir Hauka komu þó fljótt í ljós og voru þeir með þægilega sjö marka forystu eftir fyrri hálfleikinn sem einkenndist af varnarleik. Síðari hálfleikurinn var eign Hauka og áttu Gróttumenn engin svör við leik þeirra, hvorki í vörn né sókn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 26-26

    FH-ingar voru öskureiðir út í dómaraparið Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson í kvöld. Þeir dæmdu þá umdeilt víti í lokin sem Valur skoraði úr og nældi sér í stig. Lokatölur 26-26 í Vodafonehöllinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - St. Raphael 20-29

    FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Í mínus út af félagaskiptagjaldinu

    Fréttablaðið greindi í gær frá fáránlega háu félagaskiptagjaldi í handboltanum. Það kostar nefnilega frá 170 þúsund upp í 440 þúsund að fá erlendan handboltamann til landsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Það er allt vitlaust út af þessu

    Gríðarlegur munur er á félagaskiptagjaldi í stóru íþróttunum þremur. Á meðan það getur kostað hátt í hálfa milljón að fá mann að utan til Íslands í handboltanum er grunngjaldið í fótboltanum aðeins 2.000 kr. KKÍ er nýbúið að hækka gjaldið vegna útlendinga.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar - 25-27

    Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 21-30

    HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 24-33

    Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þrettán marka bæting á tíu dögum - myndir

    FH og Akureyri gerðu 29-29 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í Kaplakrika í gærkvöldi en fyrir aðeins tíu dögum hafði FH unnið þrettán marka sigur, 34-21, í bikarleik liðanna á sama stað.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH-ingar styrkja son Hermanns Fannars

    Einn leikur fer fram í N1-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti Akureyri. 500 krónur af miðaverði mun renna í minningarsjóð í nafni Loga Þórs Hermannssonar sem er sonur Hermanns Fannars Valgarðssonar FH-ings en hann féll frá á dögunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 22-21

    Haukar unnu nauman 22-21 sigur á HK á Ásvöllum í dag. Haukar lyfta sér með sigrinum í toppsæti N1-deildarinnar með jafn mörg stig og Fram en leik til góða. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, var besti maður vallarins með 21 skot varið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram flaug á toppinn - myndir

    Fram er í toppsæti N1-deildar karla eftir dramatískan sigur á Íslandsmeisturum FH í Safamýri í gær. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Framarar mörðu sigur undir lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þrándur: Rjúpan er að fara illa með okkur

    Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpnaveiði helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn gegn Akureyri í kvöld.

    Handbolti