Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sveinbjörn Pétursson aftur til Akureyrar?

    Markmaðurinn Sveinbjörn Pétursson gæti verið á leiðinni aftur til Akureyrar. Hann hefur spilað með HK undanfarin ár en hefur hug á því að spila með sínu gamla félagi á næsta tímabili.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðjón Drengsson semur við Selfoss

    Guðjón Drengsson, hinn eldfljóti hornamaður, er genginn í raðir nýliða Selfoss í N1-deild karla. Guðjón fer til liðsins frá Fram en þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarni Fritzson til Akureyrar: Ætla að taka þetta alla leið

    Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leiktíð, Bjarni Fritzson mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri Handboltafélag sem hafði samband við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarni Fritzson fer frá FH og semur við Akureyri

    Bjarni Fritzson hefur ákveðið að semja við Akureyri og spilar því með félaginu á næstu leiktíð. Bjarni fer því frá FH en hann var markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðasta tímabili og var fyrir vikið valinn í lið mótsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Elvar á leið til Danmerkur

    Handknattleikslið Vals heldur áfram að missa leikmenn en stórskyttan Elvar Friðriksson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Lemvig. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristján kominn heim til Gróttu

    Grótta hefur staðfest að Kristján Halldórsson verði aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Geir Sveinsson verður væntanlega áfram með liðið sem féll úr N1-deildinni á síðasta tímabili.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sturla til liðs við Val

    Landsliðsmaðurinn Sturla Ásgeirsson mun leika með Val í N1-deild karla á næstu leiktíð en hann hefur gert eins árs samning við félagið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bestu leikmenn Íslands flytja út

    N1-deild karla í handbolta verður í heild sinni fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Margir bestu leikmenn deildarinnar yfirgefa landsteinana og reyna fyrir sér erlendis. Sumir fara í atvinnumennsku, aðrir ætla að spila með vinnu eða námi og enn aðrir eru enn að leita sér að félögum en ætla út.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jóhann Gunnar aftur heim í Fram

    Jóhann Gunnar Einarsson er genginn aftur í raðir Framara. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við sitt gamla félag en hann hefur leikið í Þýskalandi síðasta árið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar Íslandsmeistarar - myndir

    Stemningin í íþróttahúsinu að Ásvöllum í gær var hreint út sagt stórkostleg. Um 2.300 áhorfendur troðfylltu húsið og sköpuðu magnaða stemningu.

    Handbolti