Framkonur unnu annan 27 marka sigurinn í röð Framkonur komust á topp N1 deildar kvenna með 27 marka sigri á HK, 41-14, í Digranesi í lokaleik 2. umferðar í kvöld. Framliðið er þar með búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu með 27 marka mun því liðið vann 38-11 sigur á Haukum í fyrstu umferð. Handbolti 10. október 2010 20:36
Valur, Fylkir og Stjarnan áfram á sigurbraut Það fóru fjórir leikir fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag og Íslandsmeistarar Vals, Fylkir og Stjarnan hafa öll unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Handbolti 9. október 2010 20:15
Þorgerður Anna aftur í Stjörnuna Þorgerður Anna Atladóttir hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Stjörnuna og hefur hún skrifað undir eins árs samning við félagið. Handbolti 7. október 2010 08:00
N1-deild kvenna: Stórsigrar hjá Fram og Val Fram og Valur sýndu í dag að talsvert mikið bil er á milli þeirra og flestra annarra liða í N1-deild kvenna. Handbolti 2. október 2010 18:38
Ágústa Edda: Alltaf baráttuleikir gegn Fram Ágústa Edda Björnsdótttir, leikmaður Vals, segir liðið vera vel undirbúið fyrir átök vetrarins en Valur varð í kvöld meistari meistaranna eftir sigur á Fram í Meistarakeppni HSÍ, 25-23. Handbolti 29. september 2010 22:22
Einar: Þetta var lélegt Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki ánægður með það sem hann sá í leik sinna manna gegn Val í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Handbolti 29. september 2010 20:24
Umfjöllun: Góður síðari hálfleikur dugði Val Valur vann í kvöld Fram, 25-23, í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni nú í kvöld. Íslandsmeistararnir lögðu þar með bikarmeistarana í spennandi leik þar sem jafnræði var með liðunum lengst af. Handbolti 29. september 2010 19:44
Dregið í Evrópukeppnum í handbolta - Haukar mæta Íslandsvinum Íslandsmeistarar Hauka fara til Ítalíu í Evrópukeppni félagsliða í handbolta og mæta þar Conversano í haust. Dregið var í morgun en fjögur íslensk lið voru í pottinum. Handbolti 27. júlí 2010 14:30
Hanna Guðrún til Stjörnunnar Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir gekk í dag til liðs við Stjörnuna og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Handbolti 10. júní 2010 13:46
Liðin sem börðust um titilinn mætast í 1. umferð Valur og Haukar mætast í 1. umferð N1-deildar karla á næsta tímabili og Fram og Valur í kvennaflokki, en liðin mættust innbyrðis í rimmunum um Íslandsmeistaratitilana á tímabilinu sem var að ljúka. Handbolti 3. júní 2010 18:30
Sigfús Páll Sigfússon aftur í Fram Sigfús Páll Sigfússon er genginn í raðir Fram á nýjan leik. Hann kemur til liðsins frá Val. Hann gerði tveggja ára samning við Fram en hann var samningslaus hjá Val. Handbolti 29. maí 2010 19:00
Hanna Guðrún best í N1-deild kvenna Hanna Guðrún Stefánsdóttir úr Haukum var í kvöld valinn besti leikmaður N1-deildar kvenna á lokahófi HSÍ. Handbolti 8. maí 2010 20:02
Lið ársins í N1-deild kvenna Lokahóf HSÍ stendur nú yfir og búið að er tilkynna hvernig lið ársins í N1-deild kvenna lítur út. Handbolti 8. maí 2010 19:46
Íris framlengir við Fram Landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Fram. Nýi samningurinn er til tveggja ára. Handbolti 3. maí 2010 19:15
Anna Úrsúla: Finnst aldrei leiðinlegt þegar að maður nær að berja einhvern „Þetta var hrikalega gott. Það er búið að bíða eftir þessu lengi og ekki slæmt að klára þetta á heimavelli hins liðsins. Þetta er búið að vera frábær vetur og í raun mjög gott hjá okkur að tapa bara einum leik í deldinni. En þessi íslandsmeistaratitill er hrikalega sætur," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, yfirsig ánægð með verðlaunapening um hálsinn. En Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur gegn Fram 26-23. Framlengja þurfti leikinn til að útkljá um þennan slag. Handbolti 25. apríl 2010 21:26
Guðrún Þóra: Áttu þetta ekki meira skilið en við „Þetta var bara alveg eins og alvöru handboltaleikir eiga að vera. En því miður þá endaði þetta ekki nóg vel,” sagði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, eftir að Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna í handbolta. Handbolti 25. apríl 2010 20:59
Umfjöllun: Valsstúlkur Íslandsmeistarar árið 2010 Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur í framlengingu gegn Fram. Leikurinn var æsispennandi en Valsstúlkur sýndu stáltaugar og kláruðu leikinn í framlengingu. Lokatölur 23-26 log auk einvíginu 3-1 Val í vil. Handbolti 25. apríl 2010 17:48
Fram minnkaði muninn - myndir Fram vann í kvöld góðan sigur á Val í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Staðan í einvíginu er nú 2-1 fyrir Val. Handbolti 23. apríl 2010 22:47
Karen: Við spilum betur undir pressu „Við vorum kærulausar í hinum leikjunum og sýndum ekki okkar rétta andlit," sagði Karen Knútsdóttir sem skoraði 13 mörk fyrir Fram í kvöld þegar liðið vann Val á Hlíðarenda. Handbolti 23. apríl 2010 21:58
Umfjöllun: Engin sigurhátíð hjá Val í kvöld Fram minnkaði í kvöld muninn í úrslitarimmunni við Val um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Staðan í einvíginu er 2-1 eftir að Fram vann dýrmætan sigur í Vodafone-höllinni, 29-27. Handbolti 23. apríl 2010 21:33
Valsstelpur skipta mörkunum vel á milli sín - geta orðið meistarar í kvöld Valskonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með sigri á Fram í þriðja úrslitaleik liðanna í N1 deild kvenna. Valsliðið hefur unnið tvo fyrstu leiki einvígisins og það hefur vakið athygli að stelpurnar í Valsliðinu eru að skipta markaskoruninni mikið á milli sín. Handbolti 23. apríl 2010 15:00
Umfjöllun: Sannfærandi Valsstúlkur í góðri stöðu Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Handbolti 20. apríl 2010 21:01
Framkonur búnar að vinna alla leiki síðan Valur kom síðast í heimsókn Fram og Valur leika í kvöld annan úrslitaleik sinn í N1 deild kvenna en Valur er 1-0 yfir eftir 20-19 sigur í Vodafone-höllinni á sunnudaginn. Leikur kvöldsins fer fram í Framhúsinu í Safamýri og hefst klukkan 19.30. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Handbolti 20. apríl 2010 15:30
Hrafnhildur: Mjög góð stemning í liðinu „Þetta var svipað og við mátti búast en við áttum bara að vera löngu búnar að klára þetta í fyrri hálfleik. Við hefðum átt að vera svona tíu til tólf mörkum yfir í hálfleik miðað við hvernig leikurinn spilaðist,” sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals, eftir nauman sigur 20-19 gegn Fram í fyrstu viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu í N1-deild kvenna í handbolta. Handbolti 18. apríl 2010 19:39
Karen: Köstuðum þessu frá okkur „Við vorum að elta þær nánast allan leikinn og vorum undir mest allan leikinn. Þetta jafnaðist undir lokin og síðustu tíu mínúturnar vorum við komnar með þetta svolítið í okkar hendur en við köstuðum þessu alveg frá okkur,” sagði Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, eftir tap gegn Val í fyrstu viðureign liðanna í úrslitaeinvígi N1-deild kvenna í handbolta. Handbolti 18. apríl 2010 19:20
Umfjöllun: Valsstúlkur með nauman sigur gegn Fram Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Handbolti 18. apríl 2010 18:02
Úrslitaeinvígi kvenna hefst í dag Valur og Fram mætast í dag í Vodafone-höllinni í fyrsta leik sínum í einvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna. Þrjá sigra þarf til að verða meistari. Handbolti 18. apríl 2010 09:00
Framstúlkur í úrslit - myndir Fram tryggði sér í gær sæti í úrslitarimmu N1-deildar kvenna með frekar auðveldum sigri á Stjörnunni. Fram mætir Val í úrslitum. Handbolti 12. apríl 2010 07:00
Stella: Betra liðið vann „Þetta er geðveikt. Ótrúlega gaman að vinna Stjörnuna hérna því að það var kominn tími á það. Mér fannst seinni háfleikurinn mjög góður hjá okkur í dag en fyrri hálfleikur aftur á móti slakur og við vorum að kasta boltanum klaufalega útaf. En í seinni hálfleik fór vörnin að ganga vel og þá er erfitt að sigra okkur," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, eftir að Framstúlkur tryggðu leið sína í úrslit í N1-deild kvenna í handbolta. Handbolti 11. apríl 2010 19:09