„Við bíðum bara eftir gosi“ Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík segir óvissuna erfiðasta. Fjölskyldan sé örugg og það sé mikilvægast. Hún segir áríðandi að Grindvíkingar fái aðstoð með lán, leigu og afkomu. Innlent 17. nóvember 2023 18:17
Auka framlög vegna átakanna um hundrað milljónir Ísland mun veita hundrað milljóna króna viðbótarframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC). Er það vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs, milli Ísraela og Hamas-samtakanna. Innlent 17. nóvember 2023 15:17
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sýni gott fordæmi Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Skoðun 17. nóvember 2023 14:16
Fyrirtæki sem þiggi stuðning greiði ekki út arð Forsætisráðherra segir að frumvarp um laun til handa Grindvíkingum sé sambærilegt lögum um laun í sóttkví sem notuð voru í heimsfaraldri. Verið sé að kortleggja laust húsnæði. Fyrirtæki sem þiggi stuðning geti ekki greitt út arð nema að þau endurgreiði ríkinu. Innlent 17. nóvember 2023 13:55
Ávinningur samgöngubóta Í tengslum við undirbúning samgönguáætlunar hefur Vegagerðin í samstarfi við innviðaráðuneytið unnið að mati á ávinningi og arðsemi þeirra framkvæmda sem tilgreindar eru í tillögu að nýrri samgönguáætlun sem var lögð fram á Alþingi í október síðastliðnum og hefur verið vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar. Skoðun 17. nóvember 2023 13:31
Starfshópur skipaður til að finna lausnir á húsnæði fyrir Grindvíkinga Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga, með áherslu á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga, vegna afleiðinga náttúruhamfara við Grindavík. Innlent 17. nóvember 2023 12:56
Uppbygging um alla borg Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Skoðun 17. nóvember 2023 11:01
Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. Innlent 17. nóvember 2023 11:00
Hinn ríkisrekni einkamarkaður Mín skoðun er sú að allir mikilvægir innviðir í þessu landi, hvort heldur þeir snúa að heilbrigðisþjónustu, orkumálum, menntakerfi og svo framvegis, eiga auðvitað að vera í eigu almennings og arður af þeim ef einhver er að ganga inn í sameign til að standa undir rekstri samfélagsins. Skoðun 17. nóvember 2023 10:00
Börnin frá Grindavík Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti. Skoðun 16. nóvember 2023 22:40
Barnaþingsmenn gætu vel hugsað sér að setjast á Alþingi Hópur barna skundaði á Alþingi í dag til að kynna sér störf þingsins áður en þau setjast sjálf á Barnaþing sem fram fer í Hörpu á morgun. Mörg þeirra gætu vel hugsað sér að verða alþingismenn í framtíðinni. Innlent 16. nóvember 2023 19:41
Nú eru menn ekki að lesa salinn Lögð hefur verið fram tillaga tveggja þingmanna Miðflokksins á Alþingi þess efnis að jafnlaunavottun verði afnumin. Það er ekki mjög hressandi að uppgötva hvað menn lesa salinn illa eftir að 100.000 konur og kvár hittust í miðbæ Reykjavíkur þann 24. október s.l. En það er svo sem ekki nýtt. Skoðun 16. nóvember 2023 16:01
Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Borgarráð samþykkti í dag að greitt yrði fyrir aðgengi Grindvíkinga að fjölbreyttri þjónustu í Reykjavík. Þá var verkaskipting varðandi skólamál til umræðu. Fáni Grindavíkurbæjar var dreginn að húni við Ráðhúsið. Innlent 16. nóvember 2023 15:36
Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. Innlent 16. nóvember 2023 15:00
Ætla að tryggja Grindvíkingum laun næstu mánuði Félagsmála- og fjármálaráðherra vinna nú að frumvarpi sem á að leggja fyrir ríkisstjórn á morgun sem á að tryggja að Grindvíkingar fái laun næstu mánuði. Horft er til úrræða í kórónuveirufaraldri við gerð frumvarpsins. Innlent 16. nóvember 2023 14:21
Vilja fella út meinlegan staf úr tóbakslögum Píratar leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að fellt verði út alfarið ákvæði sem bannar fjölmiðlum að fjalla um einstakar vörutegundir tóbaks nema til að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra. Innlent 16. nóvember 2023 14:16
Bætum stöðu fatlaðs fólk Staða fatlaðs fólks í samfélaginu hefur sem betur fer breyst til hins betra undanfarin ár og áratugi. Samt sem áður stendur fatlað fólk enn ekki á jafnfætis ófötluðum á mörgum sviðum. Er þar nóg að nefna aðgengi að samfélaginu, þ.m.t. að námi og atvinnu. Skoðun 16. nóvember 2023 13:30
Stundum þarf einfaldlega að fá lánaðan haus – Katrín, við þurfum að ræða um hann Bjarna! Það gerist sennilega hjá flestum á lífsleiðinni, í gegnum þann ólgusjó sem lífið er, með öllum sínum hæðum og lægðum, að dómgreind okkar fer á skjön. Að þar sem við erum stödd á ákveðnum tímapunkti, sjáum við ekki nægilega vel frá okkur, sjáum ekki yfir næstu hæð þar sem við erum stödd neðst á lægðinni. Skoðun 16. nóvember 2023 13:01
Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. Innlent 16. nóvember 2023 12:03
Innleiða stafrænan íslenskukennara hjá sveitarfélögum Sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Akranes, Mýrdalshreppur, Ísafjarðarbær og Mosfellsbær hafa keypt og innleitt stafræna íslenskukennarann Bara tala sem byggður er á gervigreind, fyrir starfsfólkið sitt. Viðskipti innlent 16. nóvember 2023 11:31
Er þetta málið? Nú er vika íslenskunnar. Markmið með henni er að auka umræðu um málefni íslenskrar tungu og fagna því sem vel er gert í þágu tungumálsins. Við fögnum degi íslenskrar tungu í 28. skipti og munu hátíðarhöldin að þessu sinni fara fram í nýju húsi íslenskunnar – Eddu. Skoðun 16. nóvember 2023 11:15
Segja TEAM-Iceland vinnuheiti: Líti út eins og dæmigerð eftiráskýring Mennta- og barnamálaráðuneytið segir hið umdeilda heiti TEAM-Iceland fyrst og fremst vera vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum, í tengslum við ráðstefnuna Vinnum gullið, og ekki hafi verið fastsett viðeigandi nafn á íslensku á væntanlega afreksmiðstöð. Innlent 16. nóvember 2023 10:34
Um vernd mikilvægra innviða Þeirri spurningu hefur verið velt upp að undanförnu hvort einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið eigi að greiða fyrir varnargarða vegna mögulegrar náttúruvár. Því miður hefur í gegnum tíðina heyrst svipuð umræða varðandi uppbyggingu snjóflóðavarnargarða en sem betur fer hefur mér að vitandi ekki verið lagt til að einstaka fyrirtæki greiði þann kostnað ef þau njóta verndar þeirra mannvirkja. Skoðun 16. nóvember 2023 09:01
Ellert Eiríksson er látinn Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er látinn, 85 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðastliðinn sunnudag. Innlent 16. nóvember 2023 07:30
Ásmundur segir tilboðið frá bönkunum móðgun við Grindvíkinga Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki er meðal þeirra sem steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins. Hann gerði fasteignalán til Grindvíkinga að umtalsefni. Innlent 15. nóvember 2023 16:25
Við þurfum að standa vaktina Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld. Skoðun 15. nóvember 2023 13:00
„TEAM-Iceland er ekki íslenska heldur enska“ Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslensku, segir ótrúlegt og óskiljanlegt að mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum skuli gefa verkefni, sem það stendur fyrir, enskt heiti. Þar vísar hann til verkefnisins „TEAM-Iceland“. Innlent 15. nóvember 2023 09:32
Heggur sá er hlífa skyldi Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku. Skoðun 15. nóvember 2023 09:31
Táknmál í sveitarfélögin Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Skoðun 14. nóvember 2023 17:01
Aðkoma HS Orku og Bláa lónsins ekkert rædd Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort það hafi komið til tals innan ríkisstjórnarinnar, hvort það hafi komið til greina að þau fyrirtæki sem á svæðinu eru; HS Orka og Bláa lónið, kæmu að þeim kostnaði sem væri því samfara að reisa varnargarð um þau? Innlent 14. nóvember 2023 14:31