Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. Innlent 6. nóvember 2023 15:48
Bein útsending: Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar? Forsætisráðuneytið stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar?“ þar sem fjallað verður um greinargerð Róberts Spanó og Valgerðar Sólnesum hvort þörf sé á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Innlent 6. nóvember 2023 14:30
Vilja seðlabankastjóra burt og neyðarlög um lækkun vaxta Þingmaður Flokks fólksins og formaður VR krefjast þess að seðlabankastjóra verði vikið úr embætti fyrir meint mistök í vaxtamálum sem hafi aukið byrðar heimilanna í landinu. Þá verði stjórnvöld nú þegar að setja neyðarlög sem keyri vextina niður svo heimilin verði ekki ein látin bera ábyrgð á því að koma verðbólgunni niður. Viðskipti innlent 6. nóvember 2023 12:13
Greiðar og öruggar samgöngur allt árið um kring, hvernig hljómar það? Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Skoðun 6. nóvember 2023 11:01
Hvatning til vopnahlés spreyjuð í hástöfum fyrir framan Alþingi „VOPNAHLÉ!!! STRAX!!!“ stendur nú skrifað stórum stöfum á götunni fyrir framan Alþingishúsið í Reykjavík. Orðin virðast hafa verið máluð með spreymálningu. Innlent 6. nóvember 2023 07:58
Bjarni er nú meiri karlinn Hafið þið heyrt söguna um Bjössa á KFC sem varð uppvís að því að leyfa pabba sínum að kíkja ofan í peningakassann og fékk að velja refsingu sína sjálfur? Hann axlaði ábyrgð með því að færa sig yfir á djúpsteikingarpottinn. Ekki hætta. Bara færa sig. Og það fyrsta sem hann gerði þar? Setti dauða rottu í pottinn til að ganga í augun á jafnöldrum sínum. Skoðun 6. nóvember 2023 07:01
Um áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga óttast alvarleg atvik í starfi Tæplega áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi samkvæmt nýrri könnun. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir nauðsynlegt að bæta starfsaðstæður. Innlent 5. nóvember 2023 19:08
Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga „Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð“, segir formaður Bændasamtakanna, sem vandar alþingismönnum og ráðherrum ekki kveðjur sínar. Innlent 5. nóvember 2023 14:00
Óskað eftir endurflutningi ráðherra Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“. Skoðun 5. nóvember 2023 09:00
Opið bréf til ríkisstjórnarinnar: ákall um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Skoðun 5. nóvember 2023 08:00
Lofar foreldrum afturvirkum greiðslum Niðurgreiðslur til foreldra barna, átján mánaða og eldri, sem eru hjá dagforeldrum verða afturvirkar til dagsins sem tillögur þess efnis voru samþykktar, að sögn formanns borgarráðs Reykjavíkur. Hann segir foreldra ekki þurfa að líða fyrir seinagang borgarinnar Innlent 4. nóvember 2023 23:00
„Ég get ekki mánuð eftir mánuð greitt 85 þúsund krónur“ Niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til foreldra barna sem vistuð eru hjá dagforeldrum hafa ekki komið til framkvæmda þrátt fyrir að hafa verið samþykktar í sumar. Faðir nítján mánaða drengs segir svör borgarinnar óljós og greiðslurnar verulega íþyngjandi. Innlent 3. nóvember 2023 21:07
Finnur ráðinn verkefnastjóri vegna stofnunar þjóðaróperu Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ráðið Finn Bjarnason sem verkefnisstjóra vegna stofnunar þjóðaróperu. Ráðningin er til eins árs. Tólf sóttu um starfið. Innlent 3. nóvember 2023 19:39
Séra Friðrik situr sem fastast og fylgist með í Lækjargötu Borgarráð hefur verið upptekin við að ræða fjárhagsáætlun og kom því ekki við að ræða „Stóra styttumálið“ á fundi ráðsins í gær. Umræða um tillögu þess að styttan verði fjarlægð frestast því um viku. Innlent 3. nóvember 2023 15:06
„Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. Innlent 3. nóvember 2023 13:48
Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. Innlent 3. nóvember 2023 11:46
Yfir stokka og steina - Þjóðtrúarmiðstöð á Ströndum Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum. Skoðun 3. nóvember 2023 09:01
Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Skoðun 3. nóvember 2023 08:01
Sjálfstæðismenn í Garðabæ vilja hækka útsvar umtalsvert Sjálfstæðismenn í Garðabæ, sem fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, leggja til að útsvar verði hækkað um 0,56 prósentustig í nýrri fjárhagsáætlun fyrir næstu fjögur ár. Innlent 2. nóvember 2023 20:11
Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. Innlent 2. nóvember 2023 20:09
Bryndís nýr forseti Norðurlandaráðs Bryndís Haraldsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2024 og Oddný G. Harðardóttir varaforseti í lok Norðurlandaráðsþings í Ósló fyrr í dag. Innlent 2. nóvember 2023 14:28
Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. Innlent 2. nóvember 2023 13:00
Þórdís Kolbrún þarf að útskýra laun 200 forstöðumanna ríkisins Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, vann mál gegn ríkinu; Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármála- og efnahagsráðherra þarf að útskýra skriflega hvernig launakjör Elfu Ýrar og annarra forstöðumanna eru ákvörðuð. Innlent 2. nóvember 2023 12:03
Hættum að ræða fátækt barna Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Skoðun 2. nóvember 2023 10:01
Katrín og kvennabaráttan Þann 24. október, á degi Kvennaverkfallsins, tók Stefán Eiríksson útvarpsstjóri viðtal í þættinum Segðu mér á Rás 1 við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafnréttismál. Katrín sagði í upphafi þáttar að hún væri femínisti og það hefði verið hluti af hennar heimi síðan hún var barn. Skoðun 2. nóvember 2023 09:30
Að stjórna eða ekki? Í aðdraganda kosninga förum við stjórnmálafólkið jafnan í sparifötin (bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega) enda allt lagt í sölurnar til að vinna hylli kjósenda - það er jú forsenda þess að komast til valda. Skoðun 2. nóvember 2023 08:00
„Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. Innlent 1. nóvember 2023 23:55
Samfylkingin fengi jafnmarga þingmenn og ríkisstjórnin Samfylkingin fengi jafnmarga þingmenn og stjórnarflokkarnar þrír samanlagt ef gengið yrði til kosninga í dag. Innlent 1. nóvember 2023 23:16
Samtal fyrir atkvæðagreiðslu hefði verið ákjósanlegt Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir að betra samtal á milli hennar og utanríkisráðherra í aðdraganda atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi hefði verið ákjósanlegt. Málið sé þó alltaf á ábyrgð utanríkisráðherra. Hún segir vopnahlé á Gasa stóra málið. Það verði að tryggja það sem fyrst. Innlent 1. nóvember 2023 19:18
Heimilislausir flóttamenn mótmæla í tjöldum Þrír karlmenn mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu og endanlegri synjun um alþjóðlega vernd í tjöldum við skrifstofu Útlendingastofnunar. Mennirnir vilja alþjóðlega vernd og að þingið bregðist við stöðu þeirra. Þeir ætla að mótmæla eins lengi og þörf er á. Innlent 1. nóvember 2023 12:33