Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé

Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé.

Innlent
Fréttamynd

Svar við tísti Bjarna

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé. Tilefnið var andmæli mín við vangaveltum Bjarna að um draga þyrfti úr styrkjum til smærri stjórnmálahreyfinga og takmarka enn frekar möguleika þeirra til að fá kjörna þingmenn. Í sjálfu sér hef ég litlu við það að bæta sem ég skrifaði í Vísi í gær en mig langar samt að leggja inn í þessa umræðuna hvernig Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn fer með fé annara, láta eins og það klárist aldrei.

Skoðun
Fréttamynd

Skýjaborgir í boði Samfylkingarinnar

Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Dauðadæmt loforð um leikskólapláss

Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni vill verja Sjálf­stæðis­flokkinn fyrir lýð­ræðinu

Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­jöfnuður í boði jafnaðar­manna

Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Ás­laug Arna ferðast um landið í haust

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun staðsetja skrifstofu sína víða um land í haust. Fólkinu í landinu verður boðið í opna viðtalstíma þar sem málefni ráðuneytisins verða rædd.

Innlent
Fréttamynd

Óvissuflugið þarf að enda

Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en með vitneskju um mögulega ógn af hraunrennsli næstu ár er eðlilegt að við hugum að því hvaða uppbyggingu við viljum fjárfesta í á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Sonur Dóru Bjartar og Sæ­vars nefndur Brimir Jaki

Sonur Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa og Sævar Ólafssonar íþróttafræðings fékk nafnið Brimir Jaki í gær. Að sögn Dóru Bjartar er fyrra nafnið innblásið af bókmenntum en hið síðara verkalýðsbaráttu.

Lífið
Fréttamynd

Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum

Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt fólk og nýir siðir í Kópavogi?

Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja bið­lista­bætur í borginni

Sjálf­stæðis­menn vilja koma á svo­kölluðum bið­lista­bótum í Reykja­vík fyrir for­eldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leik­skóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meiri­hlutinn tekur ekki illa í hug­myndirnar en segir megin­á­hersluna þá að fjölga leik­skóla­plássum.

Innlent
Fréttamynd

Loksins lög um nikó­tín­púða

Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur.

Skoðun
Fréttamynd

Góðir íþróttamenn fara í boltann en ekki manninn

Í fjármálahruninu 2008 stóðum við hjónin í húsbyggingu og fór framkvæmdin í hægagang en þó tókst að lokum að ljúka verkinu og fluttum við inn haustið 2009. Þetta voru erfiðir tímar fyrir húsbyggjendur sem aðra og stjórnmálamönnum voru vægast sagt mislagðar hendur í þessu ástandi og engin skýr lausn í kortunum. 

Skoðun
Fréttamynd

„Hústökuleikskóli“ í Ráðhúsinu

Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg.

Innlent
Fréttamynd

Dagur fetar ekki í fót­spor Garð­bæinga

Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Aldur og fyrri störf Viðreisnar

Þegar horft er á þingflokk Viðreisnar er hægt að undrast sérstakan áhuga flokksins á sjávarútvegi. Það var jú rætt um að núverandi formaður hefði sóst eftir að gerast talsmaður hagsmunasamtaka sjávarútvegsins og vissulega gerðist hún ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála stutta stund.

Skoðun
Fréttamynd

Ábyrg verkalýðsbarátta?

Ég er í starfi sem snýst um það að hafa skoðanir. Það þýðir ekki að ég hafi skoðanir á öllu, alltaf. En ég hef ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast í kjara- og lífsgæðamálum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarskafögur fyrirheit

Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi.

Skoðun