Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hafa rætt við ísraelsk stjórn­völd og sett fram kröfur vegna Margrétar

„Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur málið á sínu borði; málefni íslensks ríkisborgara, sem við vitum hver er, sem var handtekinn í aðgerðum ísraelskra stjórnvalda í nótt og auðvitað fylgjumst við náið með þróun mála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vegna frétta um að Margrét Kristín Blöndal, íslenskur ríkisborgari, hefði verið handtekin af ísraelska sjóhernum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Mið­flokks­manna

Kæru Miðflokksmenn, á landsþingi um helgina kjósum við okkur varaformann. Þrír þingmenn hafa boðið sig fram, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og ég.

Skoðun
Fréttamynd

Bændum veru­lega brugðið vegna breytinga á búvörulögum

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur verulega ósátta við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum. Þeim hafi verið brugðið að sjá tillöguna og telji breytingarnar sérstaklega hafa slæm áhrif á mjólkuriðnað í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Henti Ís­landi undir strætis­vagninn

„Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Magga Stína hand­tekin í nótt af Ísraels­her

Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Á­tján sagt upp í Selja­hlíð

Átján starfsmönnum var sagt upp störfum hjá hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Seljahverfi í Reykjavík um liðin mánaðamót. Ráðist var í uppsagnirnar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur tuttugu hjúkrunarrýma í Seljahlíð.

Innlent
Fréttamynd

Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum

Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis.

Innlent
Fréttamynd

Segir stöðuna á sjúkra­húsinu á Akur­eyri grafalvarlega

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf að gera meira og hraðar“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að stjórnvöld hyggist bregðast við þeirri íþyngjandi stöðu sem fólk og fyrirtæki búa við meðal annars vegna hárra vaxta. Í farvatninu sé húsnæðis- og efnahagspakki sem muni taka mið af veruleika þeirra hópa sem mest finna fyrir háum stýrivöxtum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir ákvörðun sína í fyrramálið. Greinendur á markaði búast við óbreyttum vöxtum.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“

Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja heimili á markað en ekki upp­boð við nauðungar­sölu

Allir almennir þingmenn Flokk fólksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um að eignir sem seldar eru á nauðungarsölu verði seldar á almennum markaði frekar en á uppboði. Þingmennirnir vísa meðal annars til máls ungs öryrkja sem missti heimili sitt á uppboði á þrjár milljónir króna. Húsið var síðar selt á 78 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Ó­á­nægja með stjórnar­and­stöðu í hæstu hæðum

Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir að­gerðum

Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Ein­elti er dauðans al­vara

Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa ís­lenskir neyt­endur sama rétt og evrópskir?

Innan tveggja vikna mun Hæstiréttur Íslands kveða upp dóm sinn í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR, gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort skilmálar fasteignalána um breytilega vexti séu löglegir eða brjóti gegn réttindum neytenda.

Skoðun
Fréttamynd

Sótt að réttindum kvenna — núna

Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi.

Skoðun
Fréttamynd

Stofna rann­sóknar­nefnd um Afgan­istan sem Ís­lendingar kölluðu eftir

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan . Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle.

Erlent
Fréttamynd

Farið yfir fram­boð hjá Miðflokknum

Framboðsfrestur til embætta formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna í Miðflokknum er runninn út. Landsþing flokksins fer fram næstu helgi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Innlent
Fréttamynd

Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn hefur fest kaup á raðhúsi í Grafarvogi með tveimur bílastæðum og bílskúr. Hún segist flytja í hverfið vegna staðsetningar og til þess að einfalda lífið, ekki vegna bílastæða, hún segist stolt úthverfatútta í Grafarvogi.

Innlent
Fréttamynd

Pabbar, mömmur, afar, ömmur

Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar.

Skoðun