Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Heppilegt og skilvirkt er að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir, samkvæmt Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra utan þings, auðlindahagfræðingi og varaformanni Viðreisnar. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann mikið ákall eftir réttlátari dreifingu á arði af auðlindum Íslands en ekki stæði til að kollvarpa neinu. Innlent 30. desember 2024 19:01
Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Stjórn Heimdallar, Félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir nýjan raunveruleika blasa við í stjórnmálum hér á landi og að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þegar landsfundinum sem átti að halda í haust var frestað til febrúar hafi sömu forsendur um veðurfar á Íslandi í febrúar legið fyrir og gera nú. Innlent 30. desember 2024 17:37
Jón Steindór aðstoðar Daða Má Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. Innlent 30. desember 2024 15:09
Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Ríkisráð mun ekki koma saman á Bessastöðum á morgun til fundar eins og hefð er fyrir á gamlársdag. Það var talið óþarfi að funda svo stuttu eftir að ný ríkisstjórn var mynduð og ríkisráð kom saman síðast 21. desember. Þing hefur ekki komið saman eftir kosningar og því engin mál til að afgreiða að svo stöddu. Innlent 30. desember 2024 15:03
Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Fulltrúi Sjálfstæðismanna á Seyðisfirði telur möguleikann á vondu veðri í febrúar ekki vera ástæðu til að fresta landsfundi, þrátt fyrir að eiga langt ferðalag fyrir höndum. Hún telji annað búa að baki hugmyndum um frestun. Bæjarstjóri Ölfuss segir frestun gáfulegasta kostinn. Innlent 30. desember 2024 12:35
Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Kryddsíld verður á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 14:00 á gamlársdag, líkt og síðustu þrjátíu og fjögur ár. Þátturinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi. Innlent 30. desember 2024 10:26
Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla segir þegar hafa verið brugðist við mörgum ábendingum í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistun Stuðla. Hann segir ljóst að margar þeirra athugasemda sem koma fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistunin séu afleiðing þeirra aðstæðna sem starfseminni hefur verið búin og breytinga sem ráðist hefur verið í til að mæta viðameira hlutverki deildarinnar. Þetta segir Úlfur í skriflegu svari til fréttastofu. Innlent 30. desember 2024 07:37
ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Ný ríkisstjórn er tekin til starfa og hyggst halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að kanna hug þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu (ESB) á kjörtímabilinu. Eða eins og stendur í stefnuyfirlýsingu hennar: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027.“ Skoðun 30. desember 2024 07:00
Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29. desember 2024 19:01
Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. Innlent 29. desember 2024 14:24
„Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. Innlent 29. desember 2024 10:51
Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafa vakið upp harðar umræður innan flokksins. Fyrrverandi ráðherra og formannsframbjóðandi segir mikilvægt að tímasetning fundarins standist, en nýr þingmaður telur skynsamlegast að fresta honum. Innlent 28. desember 2024 22:17
„Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Stjórnarmaður SUS gefur lítið fyrir hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins fram á haust af veðurfarslegum ástæðum. Lygasagan um paradísina sem er íslenskt haustveður sé ekki nógu góð. Innlent 28. desember 2024 14:38
„Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. Innlent 28. desember 2024 12:34
Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2024. Fólk var mikið að pæla í eldgosum, vöxtum og starfsstjórn. Þá vekur athygli hve margir lásu um börn íslenskra kvenna og Tyrkjaránsmanna. Innlent 28. desember 2024 11:44
Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Í gær bárust vægast sagt furðulegar fregnir um að óformlegur hittingur formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins hefði að vel ígrunduðu máli komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á haust. Þrátt fyrir að hópurinn búa að því er virðist yfir einhverjum leyni/töfragögnum um veðurfar þá sér hann sér ekki fært að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara “líklega bara í haust.” Skoðun 28. desember 2024 09:31
Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrasaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag. Innlent 27. desember 2024 20:07
Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. Innlent 27. desember 2024 20:07
Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Hagfræðileg hugleiðing fyrir forsætisráðherra, efnahagsráðherra, seðlabankastjóra og aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands. Skoðun 27. desember 2024 15:01
Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. Innlent 27. desember 2024 12:06
Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. Innlent 27. desember 2024 11:55
„Þetta er algerlega galið“ „Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Skoðun 27. desember 2024 09:02
Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óskaði Kristrúnu Frostadóttir til hamingju með embætti forsætisráðherra. Hún birtir mynd af þeim stöllum í faðmlögum á samfélagsmiðlum og segist hlakka til samstarfsins. Innlent 24. desember 2024 10:20
Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi. Innlent 23. desember 2024 19:41
Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Forsætisráðherra segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Fjármunir verði þó tryggðir til að bæta meðferðarúrræði og ekki væri hægt að búa við þá kjaragliðnun sem átt hafi sér stað milli bóta almannatrygginga og lægstu launa í landinu. Innlent 23. desember 2024 19:22
Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. Innlent 23. desember 2024 16:10
Hvalveiðilögin barn síns tíma Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. Innlent 23. desember 2024 14:51
Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. Innlent 23. desember 2024 14:39
Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. Innlent 23. desember 2024 14:07
Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. Innlent 23. desember 2024 13:11