Fulltrúar síðustu fjögurra Íslandsmeistaratitla með KR í ár Grindvíkingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil og innan Grindavíkurliðsins er því mikil meistarareynsla en margir úr KR-liðinu hafa einnig unnið titilinn með sínu félagi á síðustu árum. Körfubolti 21. apríl 2014 10:00
Sex af sjö spá KR-ingum Íslandsmeistaratitlinum - fyrsti leikur í kvöld Fréttablaðið fékk sjö reynda menn úr Dominos-deild karla til þess að spá um hvernig úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur fari en fyrsti leikurinn er í DHL-höllinni í Frostaskjóli klukkan 19.15 í kvöld. Körfubolti 21. apríl 2014 09:30
Hefur tvisvar skilað Íslandsmeistaratitli á fyrsta ári með Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði um helgina undir fimm ára samning um að þjálfa meistaraflokka Njarðvíkur í körfubolta. Þetta koma fyrst fram á karfan.is en var síðan staðfest á heimasíðu Njarðvíkur. Körfubolti 20. apríl 2014 20:00
Sverrir Þór skilar liðum sínum alltaf í lokaúrslitin um titilinn Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, heldur áfram að bæta við magnaða hefð sína að fara alltaf með sín lið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 19. apríl 2014 08:00
Allir nema einn spá KR-ingum titlinum Fréttablaðið fékk sjö reynda menn úr Dominos-deild karla til þess að spá um hvernig úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur fari en fyrsti leikurinn er í DHL-höllinni í Frostaskjóli klukkan 19.15 á annan dag páska. Körfubolti 19. apríl 2014 07:00
Friðrik Ingi gerði fimm ára samning við Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson verður næsti þjálfari karla- og kvennaliðs Njarðvikur. Körfubolti 18. apríl 2014 17:46
Ómar í miklum ham í Njarðvíkurseríunni Ómar Sævarsson, fyrirliði Grindvíkinga, átti frábæra leiki í undanúrslitaseríunni í Dominos-deild karla í körfubolta á móti Njarðvík en þetta var jafnframt fyrsta serían sem Ómar er í fyrirliðahlutverki hjá sínu liði. Körfubolti 18. apríl 2014 16:30
Grindvíkingar settu nýtt stigamet í oddaleik Grindvíkingar voru í miklu stuði í Röstinni í Grindavík í gær þegar liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar karla eftir 25 stiga sigur á Njarðvík í oddaleik í undanúrslitum, 120-95. Körfubolti 18. apríl 2014 15:30
Njarðvísku þjálfararnir hættu allir með sín lið Örvar Þór Kristjánsson varð í gær þriðji þjálfarinn frá Njarðvík sem hættir þjálfun síns liðs í Dominos-deild karla í körfubolta. Hann bættist þá í hóp með þeim Einari Árna Jóhannssyni og Teiti Örlygssyni. Körfubolti 18. apríl 2014 13:00
Svona verður leikið í úrslitum Dominos deildarinnar Nú er ljóst að KR mætir Grindavík í úrslitum Dominos deildar karla í körfubolta. Úrslitin hefjast á mánudaginn annan í páskum og á KR heimaleikjarétt. Körfubolti 18. apríl 2014 06:00
Sverrir Þór: Ætlum að halda þessu hugarfari gegn KR Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindvíkinga var að vonum ánægður með leik sinna manna í oddaleiknum gegn Njarðvík í kvöld. Körfubolti 17. apríl 2014 22:23
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 120-95 | Grindvíkingar sýndu afhverju þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Grindvíkingar mæta KR í úrslitum Dominos-deildarinnar. Körfubolti 17. apríl 2014 18:30
Halda upp á tuttugu ára afmælið með oddaleik á sama stað Grindavík og Njarðvík mætast í kvöld klukkan 19.15 í Röstinni í Grindavík í úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar karla á móti KR. Körfubolti 17. apríl 2014 10:00
Helgi Jónas samdi við mennina sem börðu hann ávallt í spað Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfar karlalið Keflavíkur næstu tvö árin en hann stóð fyrir framan forna fjendur á samningafundinum. Körfubolti 16. apríl 2014 08:00
Ívar tekur við kvennaliði Hauka | Þjálfar bæði liðin næsta vetur Ívar Ásgrímsson þjálfar bæði karla- og kvennalið Hauka á næsta tímabili en hann var einnig ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í byrjun mánaðarins. Körfubolti 15. apríl 2014 19:30
Mikill munur á framlagi Clinch í sigur- og tapleikjum Lewis Clinch Jr., bandaríski leikmaður Grindavíkur, er mikilvægasti leikmaður Grindvíkinga í undanúrslitaeinvíginu á móti Njarðvík ef marka má tölfræðina úr fyrstu fjórum leikjunum. Körfubolti 15. apríl 2014 17:15
Helgi Jónas: Keyri kannski bara beint til Reykjavíkur Helgi Jónas Guðfinnsson kom örugglega mörgum Grindvíkingum á óvart í morgun þegar fréttist af því að einn af dáðustu sonum körfuboltans í Grindavík hefði ákveðið að taka við liði erkifjendanna úr Keflavík. Körfubolti 15. apríl 2014 16:30
Hrafn þjálfar Stjörnuna | Kjartan Atli aðstoðarþjálfari Stjarnan hefur gengið frá tveggja ára samningi við Hrafn Kristjánson sem tekur við af Teiti Örlygssyni sem þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta. Körfubolti 15. apríl 2014 16:16
Helgi Jónas hafnaði Keflavík í fyrra Helgi Jónas Guðfinnsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkurliðsins í Dominos-deild karla í körfubolta, ákvað að skella sér á starfið þegar honum var boðið það annað árið í röð. Körfubolti 15. apríl 2014 10:06
Helgi Jónas snýr aftur - tekur við Keflavíkurliðinu Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Körfubolti 15. apríl 2014 09:16
VF: Friðrik Ingi þjálfar bæði Njarðvíkurliðin næsta vetur Víkurfréttir hafa heimildir fyrir því að Friðrik Ingi Rúnarsson verði kynntur sem þjálfari karla- og kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta á næstu dögum en þetta kemur fram á heimasíðu VF. Körfubolti 15. apríl 2014 09:00
Tímamótatíð hjá Teiti í Garðabænum Teitur Örlygsson kvaddi Ásgarð á sunnudaginn eftir fimm og hálft tímabil sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Liðið náði ekki þeim stóra en endurskrifaði körfuboltasögu Garðabæjar í þjálfaratíð þessa mikla sigurvegara úr Njarðvík. Körfubolti 15. apríl 2014 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 77-68 | Húnanir neita að fara í sumarfrí Oddaleik þarf í einvígi Njarðvíkur og Grindavíkur eftir sigur heimamanna í Ljónagryfjunni í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2014 18:04
Teitur: Geng stoltur út í kvöld "Þetta er hrikalega svekkjandi en að sama skapi er ég stoltur af strákunum að hafa gefið þessu séns. Við komumst ansi langt þrátt fyrir mörg áföll á leiðinni," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, svekktur eftir tapið gegn KR í kvöld. Körfubolti 13. apríl 2014 22:07
Finnur: Magni var eins og löggan á Lækjartorgi á morgnana "Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. Körfubolti 13. apríl 2014 22:04
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. Körfubolti 13. apríl 2014 00:01
Sýndu ekki Keflavíkurhjartað sem ég vildi sjá „Andy vildi ekki vera annað tímabil en ég held það sé bara best að hann svari því sjálfur af hverju það er.,“ segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um bandaríska þjálfarann Andy Johnston sem yfirgaf félagið eftir tímabilið. Körfubolti 12. apríl 2014 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 89-73 | Grindavík leiðir 2-1 Grindvíkingar sýndu hvað í þeim býr í öruggum sigri á Njarðvík í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar leiddu leikinn frá fyrstu mínútu og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Körfubolti 11. apríl 2014 17:34
Pavel: Tapið merki um sálfræðilegan veikleika Pavel Ermolinskij segir að vandræði KR-inga gegn Stjörnunni í kvöld hafi byrjað með slökum varnarleik. Körfubolti 10. apríl 2014 22:07
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 76-95 | 100. sigur Teits og kústurinn inn í skáp KR tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fjóra mánuði í kvöld er Stjarnan náði að halda lífi í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Körfubolti 10. apríl 2014 12:12