Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 08:32 Sveindís Jane Jónsdóttir og leikmenn íslenska landsliðsins fengu tækifæri til að svara þessari könnun FIFPRO á Evrópumótinu síðasta sumar. Getty/Aitor Alcalde Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, gerðu könnun meðal 407 landsliðskvenna frá 41 landi sem spiluðu á EM, Copa America, Afríkukeppninni og Eyjaálfukeppninni og niðurstöðurnar eru vissulega sláandi. 49% þeirra þéna minna en 7500 pund á ári og 34% þéna minna en 3700 pund. 7500 pund eru 1,3 milljónir í íslenskum krónum og 3700 pund eru aðeins 626 þúsund krónur í árslaun. 25 prósent leikmanna í könnuninni þurfa að vinna aðra vinnu með fótboltanum til að ná endum saman. Könnunin var gerð á tímabilinu ágúst til október. Þar kom einnig í ljós að þriðjungur leikmanna var með samning til skemmri tíma en eins árs og 22 prósent voru alls ekki með samning. Most women's national team players earn less than $20,000, FIFPRO study shows https://t.co/kEX7i1RCf7 https://t.co/kEX7i1RCf7— Reuters (@Reuters) December 19, 2025 Þrátt fyrir að kvennaknattspyrna hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum er enn mikið verk óunnið til að tryggja að þessar afreksíþróttakonur fái stuðning og séu fjárhagslega öruggar. „Þetta er endurtekning á könnun sem við gerðum árið 2022 í öllum álfusamböndum, og þótt nokkrar markverðar framfarir hafi orðið benda gögnin til þess að frekari framþróunar sé þörf,“ sagði Dr. Alex Culvin, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Fifpro. „Gögnin eru mjög skýr – flestir leikmenn hafa ófullnægjandi tekjur til að tryggja sér öruggan feril innan íþróttarinnar,“ sagði Culvin. „Þetta er áhætta fyrir sjálfbærni íþróttarinnar því leikmenn munu vera líklegri til að hætta snemma í fótbolta til að ná endum saman,“ sagði Culvin. Könnun Fifpro inniheldur einnig gögn um álag á leikmenn og ferðaskilyrði. 58 prósent leikmanna sögðu hvíld fyrir leiki ekki vera nægilega langa og 57 prósent sögðu hvíld eftir leik vera ófullnægjandi. 75 prósent leikmanna ferðuðust í almennu farrými en aðeins 11 prósent ferðuðust í betra almennu farrými eða viðskiptafarrými. 77 prósent leikmanna ferðuðust með flugi á leik og flestir gerðu það oftar en einu sinni. Alþjóðaknattspyrnusambandið Fifa hefur sagt að það að flýta fyrir vexti kvennaknattspyrnunnar og þróa fagmennsku séu meðal helstu markmiða þess. View this post on Instagram A post shared by GIRLACTICO (@girlactico) Fótbolti Jafnréttismál Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
49% þeirra þéna minna en 7500 pund á ári og 34% þéna minna en 3700 pund. 7500 pund eru 1,3 milljónir í íslenskum krónum og 3700 pund eru aðeins 626 þúsund krónur í árslaun. 25 prósent leikmanna í könnuninni þurfa að vinna aðra vinnu með fótboltanum til að ná endum saman. Könnunin var gerð á tímabilinu ágúst til október. Þar kom einnig í ljós að þriðjungur leikmanna var með samning til skemmri tíma en eins árs og 22 prósent voru alls ekki með samning. Most women's national team players earn less than $20,000, FIFPRO study shows https://t.co/kEX7i1RCf7 https://t.co/kEX7i1RCf7— Reuters (@Reuters) December 19, 2025 Þrátt fyrir að kvennaknattspyrna hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum er enn mikið verk óunnið til að tryggja að þessar afreksíþróttakonur fái stuðning og séu fjárhagslega öruggar. „Þetta er endurtekning á könnun sem við gerðum árið 2022 í öllum álfusamböndum, og þótt nokkrar markverðar framfarir hafi orðið benda gögnin til þess að frekari framþróunar sé þörf,“ sagði Dr. Alex Culvin, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Fifpro. „Gögnin eru mjög skýr – flestir leikmenn hafa ófullnægjandi tekjur til að tryggja sér öruggan feril innan íþróttarinnar,“ sagði Culvin. „Þetta er áhætta fyrir sjálfbærni íþróttarinnar því leikmenn munu vera líklegri til að hætta snemma í fótbolta til að ná endum saman,“ sagði Culvin. Könnun Fifpro inniheldur einnig gögn um álag á leikmenn og ferðaskilyrði. 58 prósent leikmanna sögðu hvíld fyrir leiki ekki vera nægilega langa og 57 prósent sögðu hvíld eftir leik vera ófullnægjandi. 75 prósent leikmanna ferðuðust í almennu farrými en aðeins 11 prósent ferðuðust í betra almennu farrými eða viðskiptafarrými. 77 prósent leikmanna ferðuðust með flugi á leik og flestir gerðu það oftar en einu sinni. Alþjóðaknattspyrnusambandið Fifa hefur sagt að það að flýta fyrir vexti kvennaknattspyrnunnar og þróa fagmennsku séu meðal helstu markmiða þess. View this post on Instagram A post shared by GIRLACTICO (@girlactico)
Fótbolti Jafnréttismál Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira