Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Vinna Grindvíkingar ÍR-ingar í fjórða sinn í röð?

    Fyrsti leikur einvígis Grindavíkur og ÍR í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Röstinni í Grindavík. Grindavík endaði í 2. sæti en ÍR í því sjöunda líkt og þegar þeir slógu út KR-inga í átta liða úrslitunum í fyrra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnór valinn bestur - Teitur besti þjálfarinn

    Jón Arnór Stefánsson, leikmaður deildarmeistara KR, var í dag verðlaunaður af Körfuknattleikssambandi Íslands þegar hann var valinn besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar karla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var við sama tækifæri kosinn besti þjálfari seinni hlutans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þoli ekki þegar við erum svona lélegir

    "Ég var nú frekar rólegur í dag og mér fannst þeir ekki eiga skilið að ég væri að æsa mig við þá," sagði Brynjar Karl þjálfari FSu í kvöld eftir að hans menn töpuðu 107-85 fyrir Grindavík í Iceland Express deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar deildarmeistarar eftir stórsigur

    KR-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla með 35 stiga sigri á Skallagrími, 62-97 í Borgarnesi í kvöld. KR er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Síðasta tækifærið fyrir sigur í Síkinu

    Tindastólsmenn eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa sjö deildarleikjum í röð og ekki búið að vinna á heimavelli síðan í nóvember. Tindastóll fær Íslandsmeistara Keflavíkur í heimsókn í Síkið í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Löngu ferðalögin henta ÍR-ingum miklu betur

    ÍR-ingar sækja Þórsara heim í 21. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar eru sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 18 stig og haldi þeir því sæti losna þeir við að mæta KR eða Grindavík í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík vann Keflavík

    Þrír leikir voru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík tapaði á heimavelli gegn grönnum sínum í Njarðvík 73-83. Njarðvíkingar voru með eins stigs forystu í hálfleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR aftur á toppinn

    Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93.

    Körfubolti