Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Haukar lögðu Keflavík

    Íslandsmeistarar Hauka lögðu Keflvíkinga í stórleik dagsins í kvennakörfunni 90-81. Haukaliðið hafði 8 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og hélt forystu sinni jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks. Haukar hafa unnið fimm fyrstu leiki sína í deildinni, en þetta var fyrsta tap Keflvíkinga.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tap hjá Haukum

    Haukastúlkur töpuðu í kvöld fyrsta leik sínum í Evrópukeppni kvenna í körfubolta þegar þær lágu 92-72 á heimavelli fyrir sterku liði Gran Canaria. Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Hauka í kvöld en það dugði skammt.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar - Canaria í kvöld

    Haukastúlkur hefja þáttöku sína í Evrópukeppni kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær taka á móti sterku liði Caja Canarias á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og rétt að skora á alla körfuboltaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á ungu liði Hauka.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mikið fjör á öllum vígstöðvum í kvöld

    Það verður mikið um að vera í körfuboltanum í kvöld. Karlalið Keflavíkur spilar sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á útivelli gegn tékkneska liðinu Mlekarna Kunin og þá eru fjórir leikir í úrvalsdeild karla og einn í efstu deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fimm leikir í kvöld

    Fimm leikir eru á dagskrá í körfuboltanum hér heima í kvöld. Fjórir leikir eru hjá körlunum og einn í kvennaflokki þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti nýliðum Hamars/Selfoss. Sá leikur hefst klukkan 19:15 eins og raunar allir leikir kvöldsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tamara Bowie best í fyrstu umferðinni

    Bandaríska körfuknattleikskonan Tamara Bowie hjá Grindavík var leikmaður fyrstu umferðar í Iceland Express deild kvenna samkvæmt tölfræðigrunni KKÍ en hún átti stórleik gegn liði Hamars/Selfoss. Þetta kemur fram á vef körfuknattleikssambandsins í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Birna Valgarðsdóttir meiddist á hné

    Landsliðskonan Birna Valgarðsdóttir hjá Keflavík verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að liðþófi í hné hennar rifnaði á æfingu á mánudagskvöldið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Þetta er liði Keflavíkur mikið áfall en Birna á enn eftir að fara í speglun þar sem betur kemur í ljós hve alvarleg meiðsli hennar eru.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Góður sigur Keflavíkurstúlkna í Grindavík

    Önnur umferðin í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. Keflavíkurstúlkur gerðu góða ferð yfir til Grindavíkur og sigruðu 72-69. Takesha Watson skoraði 35 stig og hirti 8 fráköst fyrir Keflavík og María Erlingsdóttir skoraði 17 stig. Tamara Bowie fór hamförum í liði Grindavíkur með 33 stig og 16 fráköst og Hildur Sigurðardóttir skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslandsmeistararnir verja titla sína

    Í dag var haldinn árlegur blaðamannafundur fyrir upphaf leiks í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta og þar spá þjálfarar og fyrirliðar allra liða í deildunum í spilin fyrir komandi leiktíð venju samkvæmt. Njarðvík og Haukar munu verja titla sína ef marka má spár í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Páll Axel safnaði mestu fé

    Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson safnaði mestu fé allra í gær þegar fram fóru úrslitaleikirnir í meistarakeppni KKÍ, en Iceland Express og Lýsing borguðu ákveðnar peningaupphæðir fyrir hverja troðslu og 3ja stiga körfu sem skoruð var í leiknum og rann upphæðin til heyrnadaufra barna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld

    Undanúrslitaleikirnir í Powerade bikar kvenna í körfubolta fara fram í kvöld en nú klukkan 19 mætast Íslandsmeistarar Hauka og ÍS og klukkan 21 eigast við grannaliðin Keflavík og Grindavík. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Undanúrslitin hefjast annað kvöld

    Í dag var haldinn blaðamannafundur vegna undanúrslitaleikjanna í karla- og kvennaflokki í fyrirtækjabikar KKÍ sem nefnist Powerade bikarinn að þessu sinni. Keppni þessi hefur verið árviss viðburður í tíu ár og ráðast úrslitin um næstu helgi í Laugardalshöllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Eðvaldsson tekur við kvennaliði Keflavíkur

    Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ráðið Jón Halldór Eðvaldsson sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins. Samningurinn er til tveggja ára og honum til aðstoðar verður Agnar Mál Gunnarsson. Jón hefur áður verið við þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar Íslandsmeistarar

    Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfuknattleik kvenna þegar liðið lagði Keflavík 81-77 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Haukar unnu því samtals 3-0 og eru vel að titlinum komnir eftir frábæran árangur í vetur.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar í vænlegri stöðu

    Haukastúlkur eru komnar í afar vænlega stöðu í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir góðan útisigur á Keflavík 79-77 í æsispennandi öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Megan Mahoney skoraði 33 stig í liði Hauka í kvöld og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig. Hjá Keflavík var Lakiste Barkus yfirburðamaður og skoraði 37 stig. Haukar hafa því unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu og geta tryggt sér titilinn á heimavelli sínum í þriðja leiknum á föstudaginn.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar komnir yfir

    Haukastúlkur hafa heldur betur tekið sig saman í andlitinu í leiknum gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Haukar voru 11 stigum undir í hálfleik, en þegar þriðja leikhluta lauk hafði liðið náð forystu 61-56. Leikurinn fer fram í Keflavík, en nái Haukar að sigra í kvöld getur liðið klárað dæmið á heimavelli sínum á föstudaginn.

    Sport
    Fréttamynd

    Keflavík yfir í hálfleik

    Keflavíkurstúlkur hafa yfir 48-34 í hálfleik gegn deildarmeisturum Hauka í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Lakiste Barkus hefur farið mikinn í liði heimamanna og skoraði 22 stig í fyrri hálfleiknum.

    Sport
    Fréttamynd

    Stúdínur lögðu Hauka

    Lið ÍS náði að jafna metin í 1-1 í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í dag með góðum sigri í Kennaraháskólanum 83-71. Liðin þurfa því að mætast að Ásvöllum í oddaleik um hvort liðið mætir Keflavík í úrslitunum.

    Sport
    Fréttamynd

    Keflavík í úrslitin

    Keflavík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna eftir að hafa burstað granna sína í Grindavík 97-72 í öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Keflavík vann því samanlagt 2-0 og mætir annað hvort Haukum eða ÍS í úrslitum.

    Sport
    Fréttamynd

    Fer Keflavík í úrslitin?

    Keflavíkurstúlkur geta unnið sér sæti í úrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Grindvíkingum á heimavelli sínum í kvöld. Keflavík náði að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í fyrrakvöld og getur því klárað dæmið í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar lögðu ÍS

    Haukastúlkur höfðu betur í fyrsta leik sínum við ÍS í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld 76-66. Helena Sverrisdóttir skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Hauka og Megan Mahoney skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst. Maria Conlon skoraði 25 stig og hirti 10 stig fyrir ÍS og Helga Þorvaldsdóttir skoraði 20 stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Keflavík sigraði í Grindavík

    Keflavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu granna sína í Grindavík í fyrsta leik undanúrslitanna í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld 90-83. Keflavík getur því komst í úrslitin með sigri á heimavelli sínum í næsta leik. LaKiste Barkus skoraði 30 stig fyrir Keflavík, en Tamara Stocks skoraði 33 stig fyrir Grindavík.

    Sport
    Fréttamynd

    Grindavík lagði Keflavík

    Grindavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar þær lögðu granna sína í Keflavík 77-70 í hreinum úrslitaleik um hvort liðið yrði með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Leikið um heimavallarréttinn í Grindavík

    Grindavík og Keflavík mætast í hreinum úrslitaleik um hvort liðið verður með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar, en Keflavíkurstúlkur geta komist upp fyrir þær með sigri í kvöld. Þá fá Haukastúlkur afhentan deildarbikarinn eftir leik sinn við Breiðablik á Ásvöllum.

    Sport
    Fréttamynd

    Auðveldur sigur Hauka

    Haukastúlkur unnu auðveldan sigur á liði KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld 102-51 á Ásvöllum. Helena Sverrisdóttir skoraði 23 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 6 boltum fyrir Hauka á aðeins 23 mínútum. Vanja Pericin skoraði 16 stig, hirti 8 fráköst og stal 8 boltum hjá KR.

    Sport
    Fréttamynd

    Kveðjuleikur Önnu Maríu í kvöld

    Í kvöld er einn leikur á dagská í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar Keflvíkingar taka á móti Breiðablik á heimavelli sínum. Leikurinn verður kveðjuleikur sigursælustu körfuboltakonu landsins, Önnu Maríu Sveinsdóttur.

    Sport
    Fréttamynd

    Auðveldur sigur Keflvíkinga á Grindavík

    Keflvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á grönnum sínum í Grindavík 109-84 í toppslag í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar, Helga Jónasar Guðfinnssonar og Hjartar Harðarsonar í leiknum, en þeir eru allir meiddir.

    Sport
    Fréttamynd

    Keflvíkingar leita hefnda í kvöld

    Heil umferð er á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur er á dagskrá í kvennaflokki. Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í Keflavík, en þar munu heimamenn eflaust vilja hefna ófaranna í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukastúlkur deildarmeistarar

    Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann átakalítinn sigur á Grindavík á útivelli, 89-68. Því er ljóst að liðið hefur tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í vor, því ekkert lið getur nú náð þeim að stigum.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar geta orðið deildarmeistarar

    Kvennalið Hauka getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Haukastúlkur hafa sex stiga forystu í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir og geta með sigri á Grindavík tryggt að ekkert lið nái þeim að stigum.

    Sport