Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í við­bót

Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda.

Lífið
Fréttamynd

„Undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni“

Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu miðvikudaginn 8. júní. Platan, sem ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III, er þriðja platan sem kemur út úr samstarfi hljómsveitarinnar við Mengi Records. Hún kemur út á stafrænu formi og á vínyl en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Mengi samdægurs, miðvikudagskvöldið 8. júní. Blaðamaður tók púlsinn á Benna.

Tónlist
Fréttamynd

Einn stofnenda Bon Jovi látinn

Alec John Such, upphaflegur bassaleikari og einn stofnenda glysrokksveitarinnar Bon Jovi, er látinn, sjötugur að aldri. Jon Bon Jovi sjálfur segir Such hafa leikið lykilhlutverk í myndun sveitarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Frumsýning: Daniil og Joey Christ í beefi

Fyrsta myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu taka tónlistarmennirnir Daniil og Joey Christ lagið Ef þeir vilja Beef í beinni.

Lífið
Fréttamynd

Hrun í tekju­hlut­­deild ís­­lenskrar tón­listar

Samanlagðar tekjur íslenskra tónlistarrétthafa af plötusölu og streymi hækkuðu um 5% milli 2020 og 2021. Aukast þær nú fjórða árið í röð en fyrir það mældist sjö ára samfelldur tekjusamdráttur. Þrátt fyrir aukninguna hefur hlutdeild íslenskrar tónlistar minnkað á hverju ári og er nú lægri en nokkru sinni fyrr.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vona að þetta setji tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar

Tónlistarmaðurinn JóiPé var að senda frá sér lagið FACE, sem er fyrsti síngúll af væntanlegri plötu sem verður hans fyrsta sólóplata. Með Jóa á laginu er vinur hans Páll Orri Pálsson sem gengur undir listamannsnafninu PALLY en þetta er fyrsta útgáfa hans undir þessu nafni. Blaðamaður tók púlsinn á Jóa og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu.

Tónlist
Fréttamynd

Herbert heiðrar látinn vin með endurútgáfu plötu Kan

Platan „Í ræktinni“ með hljómsveitinni Kan er loks komin á Spotify og aðrar tónlistarveitur. Hingað til hefur platan eingöngu verið til á vínyl en tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson, lét nútímavæða plötuna í minningu gítarleikarans Magnúsar Hávarðarsonar.

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikum TLC í Laugardalshöll aflýst

Tónleikum hljómsveitarinnar TLC sem áttu að fara fram þann 17. júní næstkomandi hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavík Live sem stefndu á að sjá um tónleikana.

Tónlist
Fréttamynd

Banna Elvisum í Las Vegas að gefa fólk saman

Fyrirtækið sem á ímyndarréttinn af söngvaranum Elvis Presley hefur sent kapellum í Las Vegas bréf þess efnis að þær eigi að hætta að láta Elvis-eftirhermur halda hjónavígslur. Um hundrað þúsund hjónavígslur fara fram í borginni ár hvert og kemur Elvis við sögu í fjölda þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Vísur Vatnsenda-Rósu í Flamenco kjól

Ný útgáfa af Vísum Vatnsenda-Rósu er að vekja athygli. Reynir Hauksson, íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur í Madríd, tók upp myndband við lagið þekkta ásamt einum af fremstu Flamenco-gítarleikurum heims. 

Tónlist
Fréttamynd

Írafár fær tvöfalda platínuplötu

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Írafár hlaut viðurkenningu fyrir sölu á yfir 20.000 eintök. Platan „Allt sem ég sé“ kom út árið 2002 og hafa lögin á henni notið gríðarlegra vinsælda í gegnum tíðina.

Lífið