Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár

ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýnd­ar­veru­leika­tón­leika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll sam­an op­in­ber­lega við frum­sýn­ingu tón­leik­anna.

Lífið
Fréttamynd

Trommari Yes er fallinn frá

Breski tónlistarmaðurinn Alan White, sem var trommari í rokksveitinni Yes, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjunum í gær eftir glímu við veikindi.

Lífið
Fréttamynd

Andrew Fletcher látinn sextugur að aldri

Andrew Fletcher, hljómborðsleikari og stofnmeðlimur bresku raftónlistarsveitarinnar Depeche Mode er látinn. Hljómsveitin tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en Fletcher var sextíu ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

„Áður en við vissum af vorum við farnir að semja og pródúsa saman“

Bear The Ant er nýtt band sem var stofnað í miðju covid 2021. Meðlimir bandsins eru þeir Björn Óli Harðarson (söngur) og Davíð Antonsson (trommur) sem margir þekkja úr hljómsveitinni Kaleo. Félagarnir voru að senda frá sér sína fyrstu fjögurra laga EP plötu, Unconscious ásamt tónlistarmyndbandi. Albumm hitti á kappana á sólríkum degi í miðbænum og fékk meðal annars að spyrja þá út í plötuna, samstarfið og hvort það sé ekki erfitt að finna tíma sem trommari í nýju bandi ásamt því að vera trommari á sama tíma í heimsfrægri hljómsveit.

Albumm
Fréttamynd

Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins

Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. 

Lífið
Fréttamynd

Tónlistargoðsögnin Vangelis látin

Gríska tónskáldið og tónlistarmaðurinn Vangelis er látinn, 79 ára að aldri. Vangelis hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina „Eldvagnana“ (e. Chariots of Fire) en hljóðheimur hans setti einnig sterkan svip á vísindaskáldsöguna Blade Runner.

Erlent
Fréttamynd

„Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“

Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu.

Menning