Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Naomi Judd látin

Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd.

Lífið
Fréttamynd

Dansgleðin eykst í takt við hækkandi sól

Tónlistarmaðurinn Farruko trónir á toppi íslenska listans þessa vikuna með lagið Pepas. Lagið kom út síðastliðið sumar og er skothelldur danssmellur sem flæðir vel og býr yfir kröftugu viðlagi sem er næstum ómögulegt að dansa ekki við.

Tónlist
Fréttamynd

„Í minningunni söng ég í fimm mínútur“

Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, tók lagið með söngkonunni Skin á tónleikum Skunk Anansie í Laugardalshöll í gærkvöldi. Söngkonan birti myndband frá tónleikunum á Instagram síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt lag og tónleikar á Íslandi í næstu viku

Tónlistarmaðurinn Khalid verður með tónleika á Íslandi þann 4.maí þar sem Reykjavíkurdætur og GDRN verða sérstakir gestir. Hann er einnig að gefa út nýtt lag í dag sem mun eflaust óma í Laugardalshöllinni í næstu viku. 

Lífið
Fréttamynd

Páll Óskar og Paparnir á Landsmóti hestamanna

Landsmót hestamanna fer fram á Rangárbökkum Hellu í sumar og stendur yfir vikuna dagana 3. til 10. júlí. Heimamenn á Hellu ætla greinilega að trekkja að mikinn fjölda og hafa bókað listamenn á ball á föstudags- og laugardagskvöldinu.

Sport
Fréttamynd

Útskriftarnemar HR fara loksins á sína fyrstu árshátíð áður en skólagöngu þeirra lýkur

Það ríkir mikil gleði hjá nemendum Háskólans í Reykjavík um þessar mundir þar sem þeir eru loksins að halda árshátíð eftir þriggja ára bið. Veisluhöldin eru þeim án efa kærkomin en fyrir tveimur árum var árshátíðinni aflýst degi fyrir viðburðinn vegna Covid. Blaðamaður hafði samband við Alexander Ágúst, formann stúdentafélags HR, og tók púlsinn á honum.

Lífið
Fréttamynd

Biður foreldra sína fyrirgefningar í nýju lagi

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar var að senda frá sér lagið Brenndur, sem fylgir á eftir hinu gífurlega vinsæla ástarlagi Ástin heldur vöku. Júlí frumflutti lagið í gær í beinni hjá Gústa B í útvarpsþættinum Veisla á FM957. Blaðamaður tók púlsinn á tónlistarmanninum og fékk að heyra söguna á bak við lagið.

Tónlist
Fréttamynd

Baráttan um miðana níu hundruð hefst klukkan tíu

Telja má líklegt að einhverjir hristi hausinn um hádegisbil á morgun þegar þeir átta sig á því að miðasölu á Bræðsluna 2022 er lokið. 900 miðar eru í boði á hátíðina og í ljósi reynslunnar má reikna með að miðarnir rjúki út á augabragði. Þeir sem sofa á verðinum gætu því misst af miðum enda uppsöfnuð þrá landsmanna og ferðamanna eftir tónleikastemmningu eftir faraldurinn.

Tónlist
Fréttamynd

Sigraði Overtune Showdown með kynþokkanum

„Konan mín er kominn rúma 7 mánuði á leið og segir oft að ég sé svo sexý þegar ég þríf. Mér fannst það frábær hugmynd og fyndin til að nota inn á Overtune. Svo kom lagið fáránlega vel út. Þetta app er miklu meira en ég bjóst við,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Örn Magnússon, betur þekktur sem Bixxi, en hann bar sigur úr bítum í Overtune Showdown Vísis, með lag sitt Sexý þegar ég þríf.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skepta heldur tón­­leika á Ís­landi í sumar

Einn stærsti tón­listar­maður Bret­lands, rapparinn Skepta, er væntan­legur til landsins til að halda sínu fyrstu sól­ótó­leika á Ís­landi. Hann er ein stærsta stjarna rapp­heimsins sem hefur haldið tón­leika á Ís­landi.

Tónlist
Fréttamynd

Svala Björgvins og Sósa eru fluttar

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er flutt og er um þessar mundir að koma sér vel fyrir í nýrri bjartri íbúð ásamt hundinum Sósu. Þær ætla að hafa það náðugt á pallinum í sumar sem er að vekja mikla lukku.

Lífið
Fréttamynd

Bríet og Bubbi mæta á langþráða Þjóðhátíð

Það er loksins komið að því að Þjóðhátíð í Eyjum fari fram eftir að hafa legið niðri síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Landslið listamanna er nú þegar á dagskránni og á enn eftir að bætast við í flóruna eftir því sem nær dregur. 

Lífið
Fréttamynd

Frumsýning - Manic State með glænýtt lag og myndband!

Haraldur Már og Friðrik Thorlacius skipa dúóið Manic State og eru þeir heldur betur að þruma sér inn í sviðsljósið en í dag gefa drengirnir út nýtt lag og myndband. Lagið ber heitið Heltekinn og er það Æsir sem ljáir laginu rödd sína. 

Albumm
Fréttamynd

Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti

Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg.

Lífið
Fréttamynd

Kanada fer af stað með eigin Eurovision keppni

Í gær var tilkynnt að Kanada fylgir í fótspor Bandaríkjanna og byrjar með eigin Eurovision keppni. Keppendur frá öllum hlutum Kanada munu keppa með frumsömdum lögum í beinni útsendingu í þáttunum Eurovision Canada.

Tónlist
Fréttamynd

Mánudagsplaylisti Ísaks Morris

Tónlistarmaðurinn Ísak Morris hefur komið víða við og er á blússandi siglingu um þessar mundir. Fyrir skömmu sendi hann frá sér lagið You Light Up The Sky sem hefur fengið frábærar viðtökur.

Albumm
Fréttamynd

The Weeknd steypir Frikka Dór af stóli

Kanadíski söngvarinn The Weeknd skipar fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt Sacrifice. Friðrik Dór dettur niður um eitt sæti eftir margar vikur á toppnum með lagið Bleikur og Blár.

Tónlist