Dálítil væta og hiti að átján stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu í dag, en tíu til fimmtán á norðanverðu landinu síðdegis. Veður 13. október 2025 07:06
Tuttugu stig á nokkrum stöðum Hitatölur náðu tuttugu stigum á nokkrum stöðum á Austurlandi í dag. Átta ár eru síðan hiti mældist rauf tuttugu gráða múrinn í október. Veður 12. október 2025 16:44
Allt að 18 stig í dag Í dag verður minnkandi suðvestanátt, 5-10 m/s síðdegis. Rigning eða þokusúld með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðausturlandi. Styttir upp norðan- og vestantil þegar líður á daginn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Veður 12. október 2025 07:53
Allt að átján stig fyrir austan á morgun Útlit er fyrir rigningu og þokusúld víða á landinu í dag, úrkomulítið á norðanverðu landinu framan af degi en rigning eftir hádegi. Á morgun verður minnkandi suðvestanátt, rigning með köflum en þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 10 - 18 stig, hlýjast fyrir austan. Veður 11. október 2025 10:02
Vindur fer smá saman minnkandi Vindur fer nú smám saman minnkandi á landinu og eftir hádegi verður víða gola eða kaldi. Veður 10. október 2025 07:08
Veðrið setur strik í reikninginn Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey í kvöld hefur verið aflýst vegna mikils sjógangs og ölduhæðar á Faxaflóa. Hægt verður að fylgjast með tendrun hennar í beinu streymi. Innlent 9. október 2025 11:28
Fer að rigna og bætir í vind Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi suðvestanátt, fimm til þrettán metrum á sekúndu eftir hádegi og fer þá að rigna, fyrst suðvestanlands. Það mun svo bæta í vind í kvöld og nótt. Veður 9. október 2025 07:10
Smávægileg útköll vegna óveðursins Björgunarsveitir hafa sinnt smávægilegum útköllum vegna veðursins sem nú gengur yfir á suður- og vesturhluta landsins. Dagurinn hefur að öðru leyti verið rólegur hjá björgunarsveitum. Veður 8. október 2025 20:43
Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á suður- og suðvesturhluta landsins. Varað er við mikilli ölduhæð og sjógangi við sjávarsíðuna. Meðan fréttamaður ræddi við veðurfræðing í beinni útsendingu gekk sjór yfir viðtalið. Veður 8. október 2025 19:45
„Minnir á saltveðrið mikla“ Búast er við mikilli ölduhæð og sjógangi sem gæti valdið tjóni á suður- og suðvesturhluta landsins í dag. Veðurfræðingur segir veðrið minna á „saltveðrið mikla“ fyrir rúmum aldarfjórðungi og bendir fólki á að gera ráðstafanir. Gular viðvaranir eru í gildi. Innlent 8. október 2025 11:40
Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu, við Faxaflóa og með suðurströnd landsins vegna vestan hvassviðris eða storms. Spáð er mikilli ölduhæð við Faxaflóa eftir hádegi í dag og talsverðum áhlaðanda. Þar sem einnig er stórstreymt getur sjór gengið á land og valdið staðbundnu tjóni. Veður 8. október 2025 06:48
Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Veðurstofa Íslands spáir hárri ölduhæð og talsverðum áhlaðanda í Faxaflóa á morgun. Gul viðvörun verður í gildi á höfuðborgarsvæðinu og suðurströndinni allri frá hádegi á morgun. Veður 7. október 2025 15:31
Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Snjór sést nú í Esjunni í fyrsta sinn í haust. Veðurfræðingur segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt, allajafna sé hvítur toppur Esjunnar fyrr á ferðinni. Svalara loft yfir höfuðborgarsvæðinu er væntanlegt næstu tvo daga en svo hlýnar aftur um helgina. Innlent 7. október 2025 13:13
Gular viðvaranir vegna vestanstorms Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna vestanstorms. Veður 7. október 2025 10:04
Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan eða norðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu og skúrum eða slydduéljum. Þó verður að mestu úrkomulaust á Suðausturlandi og Austfjörðum. Veður 7. október 2025 07:06
Hægur vindur og skúrir eða slydduél Dálítil lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og verður áttin því suðvestlæg eða breytileg. Gera má ráð fyrir fremur hægum vindi og skúrum eða slydduéljum, en yfirleitt þurrt austanlands. Veður 6. október 2025 07:15
Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Inga Dóra Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Air Greenland, segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í yfir sextíu ára sögu sinni. Erlent 5. október 2025 22:40
Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á Íslandi í dag samkvæmt því sem fram kemur í textaspá Veðurstofunnar. Veður 5. október 2025 09:26
Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Vonskuveður er nú í Noregi vegna stormsins Amy sem gengur þar yfir. Fjöldi heimila er án rafmagns, bílar á bólakafi og gróðureldar geysa. Erlent 4. október 2025 15:37
Sleppum ekki alveg við leiðindi Djúp lægð skammt norður af Hjaltlandi veldur nú illviðri í norðvestanverðri Evrópu, ýmist hvössum vindi eða úrhellisrigningu, segir í textaspá Veðurstofunnar. Veður 4. október 2025 09:06
Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi vegna norðanvestanstorms eða roks. Veður 3. október 2025 08:31
Hægviðri og víða bjart Veðurstofan gerir ráð fyrir hægviðri í dag og víða björtu veðri, en stöku skúrir sunnan- og vestanlands í fyrstu. Veður 3. október 2025 07:09
Skúrir og áfram milt í veðri Lægð vestur af landinu beinir suðlægum áttum yfir landið í dag og má reikna með sunnan og suðvestan golu og skúrum, en bjartviðri norðaustanlands. Veður 2. október 2025 07:10
Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Lægð fer yfir landið í dag og beinir suðlægum áttum til landsins. Reikna má með sunnan strekkingi á Austurlandi og Suðausturlandi er líða fer á daginn. Veður 1. október 2025 07:11
Sunnan strekkingur og vætusamt Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan strekkingi víða um land með vætusömu veðri í dag, ýmist skúraklökkum eða stærri úrkomusvæðum með samfelldri rigningu um tíma. Veður 30. september 2025 07:13
Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Núna í morgunsárið er suðaustan allhvass eða hvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning en hægari vindur og þurrt að kalla norðaustantil. Veður 29. september 2025 07:05
Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Mjög vel hefur gengið að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og reiknar Vegagerðin með því að hægt verði að hleypa umferð á veginn klukkan 17:00 síðdegis í dag ef ekkert óvænt kemur upp á. Innlent 27. september 2025 13:52
Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Vinna hófst við Hringveginn við Jökulsá í Lóni sem fór í sundur vegna mikilla vatnavaxta um klukkan sex í morgun. Vegurinn fór í sundur á um fimmtíu metra bili. Innlent 27. september 2025 09:28
Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Fyrsta haustlægðin er mætt til landsins í formi gulra veðurviðvaranna sem tóku gildi klukkan sjö í morgun. Veðurstofa Íslands spáir mikilli rigningu og vindhviðum víða um land. Veður 26. september 2025 10:05
„Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Gífurlega mikið vatn er í Jökulsá í Lóni, eftir mikla rigningu á svæðinu, og hefur hringvegurinn farið í sundur vestur. Íbúi á svæðinu segist aldrei hafa séð eins mikið vatn í Jökulsá. Innlent 26. september 2025 10:03