Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2026 11:52 Sumir þeirra þrjátíu sem hafa leitað á bráðamóttökuna eru með alvarlega áverka svo sem beinbrot og ljóst að gera þurfi aðgerðir á nokkrum. samsett Fleiri en þrjátíu hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi það sem af er degi vegna flughálku sem beið landsmanna á sunnan og vestanverðu landinu. Meiðslin hafa mörg hver verið alvarleg og mörg umferðaróhöpp og slys má rekja til hálku á vegum. Landsmenn á sunnan- og vestanverðu landinu fundu flestir fyrir því hversu erfitt var að ganga um utandyra með reisn enda er flughált. Hálkan hefur raunar valdið stríðum straumi fólks upp á bráðamóttöku en Aron Palomares sérnámslæknir segir að verið sé að færa fleira heilbrigðisstarfsfólk yfir á bráðadeild frá öðrum deildum því það sé alveg ljóst að annasamt verði í dag. „Við fengum svo sannarlega að kynnast því í morgun og erum enn að finna svolítið fyrir því. Um leið og við komum klukkan átta í morgun voru 12 að bíða eftir okkur hérna á slysadeildinni. Þetta eru afleiðingar þessarar hálku. En núna á um tveimur og hálfum tíma þá hafa yfir þrjátíu einstaklingar leitað á slysadeild vegna áverka eftir þessa hálku,“ segir Aron sem bendir jafnframt á að sumir séu með alvarlega áverka. „Það er mikið af brotum, öklabrotum, alvarlegum aflögunum á öklum, upphandleggjum og úlnliðum og þeir munu líklegast þurfa á aðgerð að halda. Þetta eru alvarleg slys sem við sjáum hérna. Ég veit að það eru nokkrir sjúkrabílar á leiðinni með einstaklinga sem hafa verið að lenda í þessu líka.“ Endaði á staur og slasaðist Árni Friðleifsson aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar höfuðborgarsvæðisins segir hálkuna hafa sett umferðina í hálfgert uppnám. „Við urðum vör við þetta strax mjög snemma í morgun, þá fór að myndast þessi glæra hálka á höfuðborgarsvæðinu. Hún stendur faktíst ennþá. Við erum komin með einhver 6 umferðaróhöpp sem má rekja beint til þessarar hálku. Í einu tilviki þá endar ökutækið á staur og það brotnar rúða og slys verður á ökumanni þar, en svona minni háttar, en svo erum við með tvö mál þar sem aðilar eru á gangi og á leið í vinnu og slasast við það,“ sagði Árni. Erfitt þegar rignir á hálkuvarnir Eiður Fannar Erlendsson, yfirmaður Vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg, segir erfitt að eiga við aðstæður og að staðan sé þung. „Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt með aðgerðum í söltun á götum og stígum og svo fljótlega upp úr því fór að rigna mjög mikið. Það er voða erfitt að eiga við svona þegar það er klaki og kemur bleyta í, þá vilja hálkuvarnirnar skiljast frá. Það er erfitt að eiga við eiga þegar maður er með klaka og þegar kemur rigning í hann.“ Útlit er fyrir heiðríkju á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu. „Þá er hætta á að það verði dálítil hitaútgeislun jafnvel þótt hitinn verði í tveimur til þremur gráðum. Ég er ekkert viss um að það þiðni eða klakinn minnki þar sem ekki hefur verið saltað,“ segir Eiður. Það sé því vissara að fara að öllu með gát. Reykjavík Veður Landspítalinn Tengdar fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Flughált er á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn borgarinnar og Vegagerðar í óða önn við að salta göturnar nú í morgunsárið. 20. janúar 2026 07:00 Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Miklar umferðartafir eru í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs á hringtorginu við gatnamót Suðurgötu og Hringbrautar. Lögreglumenn stýra umferð á vettvangi en töluverð hálka er á svæðinu. 10. janúar 2026 17:29 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Landsmenn á sunnan- og vestanverðu landinu fundu flestir fyrir því hversu erfitt var að ganga um utandyra með reisn enda er flughált. Hálkan hefur raunar valdið stríðum straumi fólks upp á bráðamóttöku en Aron Palomares sérnámslæknir segir að verið sé að færa fleira heilbrigðisstarfsfólk yfir á bráðadeild frá öðrum deildum því það sé alveg ljóst að annasamt verði í dag. „Við fengum svo sannarlega að kynnast því í morgun og erum enn að finna svolítið fyrir því. Um leið og við komum klukkan átta í morgun voru 12 að bíða eftir okkur hérna á slysadeildinni. Þetta eru afleiðingar þessarar hálku. En núna á um tveimur og hálfum tíma þá hafa yfir þrjátíu einstaklingar leitað á slysadeild vegna áverka eftir þessa hálku,“ segir Aron sem bendir jafnframt á að sumir séu með alvarlega áverka. „Það er mikið af brotum, öklabrotum, alvarlegum aflögunum á öklum, upphandleggjum og úlnliðum og þeir munu líklegast þurfa á aðgerð að halda. Þetta eru alvarleg slys sem við sjáum hérna. Ég veit að það eru nokkrir sjúkrabílar á leiðinni með einstaklinga sem hafa verið að lenda í þessu líka.“ Endaði á staur og slasaðist Árni Friðleifsson aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar höfuðborgarsvæðisins segir hálkuna hafa sett umferðina í hálfgert uppnám. „Við urðum vör við þetta strax mjög snemma í morgun, þá fór að myndast þessi glæra hálka á höfuðborgarsvæðinu. Hún stendur faktíst ennþá. Við erum komin með einhver 6 umferðaróhöpp sem má rekja beint til þessarar hálku. Í einu tilviki þá endar ökutækið á staur og það brotnar rúða og slys verður á ökumanni þar, en svona minni háttar, en svo erum við með tvö mál þar sem aðilar eru á gangi og á leið í vinnu og slasast við það,“ sagði Árni. Erfitt þegar rignir á hálkuvarnir Eiður Fannar Erlendsson, yfirmaður Vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg, segir erfitt að eiga við aðstæður og að staðan sé þung. „Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt með aðgerðum í söltun á götum og stígum og svo fljótlega upp úr því fór að rigna mjög mikið. Það er voða erfitt að eiga við svona þegar það er klaki og kemur bleyta í, þá vilja hálkuvarnirnar skiljast frá. Það er erfitt að eiga við eiga þegar maður er með klaka og þegar kemur rigning í hann.“ Útlit er fyrir heiðríkju á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu. „Þá er hætta á að það verði dálítil hitaútgeislun jafnvel þótt hitinn verði í tveimur til þremur gráðum. Ég er ekkert viss um að það þiðni eða klakinn minnki þar sem ekki hefur verið saltað,“ segir Eiður. Það sé því vissara að fara að öllu með gát.
Reykjavík Veður Landspítalinn Tengdar fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Flughált er á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn borgarinnar og Vegagerðar í óða önn við að salta göturnar nú í morgunsárið. 20. janúar 2026 07:00 Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Miklar umferðartafir eru í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs á hringtorginu við gatnamót Suðurgötu og Hringbrautar. Lögreglumenn stýra umferð á vettvangi en töluverð hálka er á svæðinu. 10. janúar 2026 17:29 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Flughált í höfuðborginni og víðar um land Flughált er á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn borgarinnar og Vegagerðar í óða önn við að salta göturnar nú í morgunsárið. 20. janúar 2026 07:00
Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Miklar umferðartafir eru í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs á hringtorginu við gatnamót Suðurgötu og Hringbrautar. Lögreglumenn stýra umferð á vettvangi en töluverð hálka er á svæðinu. 10. janúar 2026 17:29