Veður

Veður


Fréttamynd

Víða skúrir og hlýnandi veður

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum eða skúrum. Þó má reikna með öllu hvassari vindi með rigningu eða slyddu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Ís­lendingar þurfi að huga að for­vörnum með auknum gróðri og skógi

Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst.

Erlent
Fréttamynd

Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku

Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Innlent
Fréttamynd

Bjart, kalt og hægur vindur

Hæð er nú yfir landinu og verður yfirleitt bjart, kalt og hægur vindur. Sums staðar verður þó skýjað með köflum á Vestfjörðum og við norðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Norðan­áttin getur náð storm­styrk

Útlit er fyrir norðanátt í dag sem verður víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Fjöll geta víða magnað upp norðanáttina og má reikna með að vindstrengirnir geti sums staðar orðið hvassir eða jafnvel náð stormstyrk, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Vind­strengir ná mögu­lega storm­styrk í kvöld

Í dag gengur í norðan 8 til 15 metra á sekúndu og búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Ná strengirnir jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið.

Veður
Fréttamynd

Kalt en bjart um helgina

Veðurfræðingar spá norðlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, í dag. Víða verði léttskýjað en skýjað að mestu á norðaustanverðu landinu. Þá kólnar í veðri og frosti er spáð 5 til 15 stigum síðdegis. 

Innlent
Fréttamynd

Dá­lítil él og frost að tíu stigum

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan og norðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag. Gera má ráð fyrir dálitlum éljum, en bjart að mestu á Suðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Hér eru brennurnar á höfuð­borgar­svæðinu

Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Nokkura bíla á­rekstur á Vatnaleið

Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“

„Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“

Innlent
Fréttamynd

Segir um­ferðar­menninguna oft erfiða á Hellis­heiðinni

Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið.

Veður
Fréttamynd

Snjó­þekja og skaf­renningur gætu sett strik í reikninginn

Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

„Það versta stendur yfir ára­mótin“

Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. 

Veður
Fréttamynd

Kór­menn fastir um allan fjörð og upp­seldum tón­leikum frestað

Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. 

Innlent