Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Jón Ólafur nýr for­maður SA

Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úlfari var boðin staða lög­reglu­stjóra á Austur­landi

Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans.

Innlent
Fréttamynd

Úlfar hættir sem lög­reglu­stjóri

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður.

Innlent
Fréttamynd

Ingunn ráðin fram­kvæmda­stjóri Auðnu

Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margrét hættir sem for­stjóri Nova

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, hefur óskað eftir að láta af störfum eftir sjö ár í forstjórastól og 18 ár hjá félaginu. Hún mun gegna starfinu áfram til 1. desember og sinna ráðgjöf fyrir félagið eftir að hún lætur af störfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segist „eigin­lega sam­mála“ á­kvörðun Amgen

Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka.

Innlent
Fréttamynd

Kári segist hafa verið rekinn vegna lyga­sögu

Kári Stefánsson, stofnandi og fráfarandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir aðferð móðurfyrirtækisins Amgen við starfslok sín virðast við fyrstu sýn markast af fantaskap. Gróusaga um að hann hygðist standa í vegi fyrir fullri sameiningu Amgen og Íslenskrar erfðagreiningar hafi hins vegar verið meginorsök skyndilegrar brottfarar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Kári var harð­á­kveðinn að hætta ekki sem for­stjóri

Starfslok Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, komu starfsfólki fyrirtækisins í opna skjöldu. Það vekur athygli að í ítarlegri fréttatilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Athygli tjáir Kári sig ekkert um starfslokin. Hann sagðist um áramótin harðákveðinn að ætla ekki að setjast í helgan stein. Hann myndi starfa til dauðadags.

Innlent
Fréttamynd

Kári hættur hjá Ís­lenskri erfða­greiningu

Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar.

Innlent
Fréttamynd

Frekari breytingar í Val­höll

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið Bertu Gunnarsdóttur sem fjármálastjóra flokksins. Hún mun jafnframt gegna hlutverki staðgengils framkvæmdastjóra. Nýr framkvæmdastjóri tók við störfum um síðustu mánaðamót. Þá var ekki langt síðan nýr formaður tók við völdum í Valhöll.

Innlent