Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Breytingar á fram­kvæmda­stjórn Öl­gerðarinnar

Þrír einstaklingar koma nýir inn í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar samkvæmt nýju skipuriti. María Jóna Samúelsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Danól, Guðmundur Pétur Ólafsson við stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs óáfengra drykkja og Óli Rúnar Jónsson leiðir markaðssvið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hera ný fram­kvæmda­stýra hjá OR

Hera Grímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR. Hera er með mastersgráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörðunartöku sem og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jóhanna til aðstoðar Lilju

Jóhanna Hreiðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, og hefur þegar hafið störf.

Innlent
Fréttamynd

Ari og Magnús Ármann koma nýir í stjórn Stoða

Breytingar voru gerðar á stjórn Stoða á aðalfundi fjárfestingafélagsins fyrr í þessum mánuði þegar þeir Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, og Magnús Ármann, fjárfestir, voru kjörnir sem nýir stjórnarmenn.

Klinkið
Fréttamynd

Réðu flóttamann frá Úkraínu til starfa

Roman Drahulov hefur verið ráðinn til starfa hjá hafnarþjónustu Faxaflóahafna en hann flúði nýverið frá heimalandi sínu Úkraínu vegna stríðsástandsins í landinu. Roman er á 23. aldursári og um leið yngsti núverandi starfskraftur hafnarþjónustunnar. Hann er jafnframt fyrsti erlendi starfsmaðurinn sem ráðinn er til Faxaflóahafna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Benedikt verður tryggingastærðfræðingur Gildis

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn til að sinna verkefnum tengdum tryggingastærðfræði hjá Gildi lífeyrissjóði en þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu sjóðsins.

Klinkið
Fréttamynd

Þaulsætnir embættismenn í íslenskri stjórnsýslu

Innherji greindi frá því í síðustu viku að forstjórar Fjarskiptastofu og Samkeppniseftirlitsins hefðu setið lengur í embætti en gengur og gerist á Norðurlöndum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu hefur setið í 20 ár, mun lengur en norrænir starfsbræður hans, og það sama gildir um Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, sem hefur stýrt stofnuninni í nærri 17 ár.

Klinkið
Fréttamynd

Ragnar frá Póstinum til Tix

Ragnar Skúlason hefur verið ráðinn til að leiða hugbúnaðarþróun hjá Tix Ticketing. Hann kemur frá Póstinum þar sem hann var teym­is­stjóri hug­búnaðarþró­un­ar í upp­lýs­inga­tækni­deild. Ragnar er með tuttugu ára reynslu og þekkingu af hugbúnaðargerð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristján snýr aftur til Kviku banka

Mikið var um hrókeringar í bankakerfinu á síðustu dögum fyrir páska þegar að tveir lykilstjórnendur í Arion banka og Kviku sögðu upp störfum til að taka við stjórnartaumunum í SKEL fjárfestingafélagi.

Klinkið
Fréttamynd

Arna Dögg nýr yfir­læknir líknar­lækninga

Arna Dögg Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala og tekur við stöðunni þann 1. maí 2022. Hún hefur starfað við líknarlækningar frá árinu 2010 við líknardeild spítalans, í sérhæfðri líknarheimaþjónustu og líknarráðgjafateymi.

Innlent