Þetta segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að Helga Jóna hafi fyrst komið þar til starfa sem verkefnisstjóri við undirbúning verkefna á Samgönguáætlun og verkefna sem heyra undir Samgöngusáttmála.
Þar á undan var hún verkefnisstjóri hjá verktakafyrirtækjum þar sem hún vann meðal annars við vega- og jarðgangagerð, hafnarframkvæmdir, lagningu háspennustrengja og framkvæmdir á Keflavíkurflugvellli. Þá hefur Helga einnig stýrt undirbúningi og uppsetningu malbikunarstöðvar, verið kennari og verkefnastjóri í framhaldsskóla um nokkurra ára skeið.
Helga er með mastersgraðu í hagnýtri og tæknilegri jarðfræði frá Háskóla Íslands og með kennsluréttindi frá HÍ sömuleiðis. Þá er hún með IPMA D vottun í verkefnastjórn.