Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg

Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum.

Innlent
Fréttamynd

Ívar ráðinn framkvæmdastjóri

Ívar Gestsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Birtingahússins. Tekur hann við af Huga Sævarssyni sem hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum eftir að hafa stýrt félaginu síðastliðin fimmtán ár.

Klinkið
Fréttamynd

EpiEndo stækkar stjórnendateymið með ráðningu Stefáns sem fjármálastjóra

Lyfjaþróunarfyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur ráðið Stefán Pétursson, sem stýrði fjármálasviði Arion banka í ellefu ár þangað til hann lét af störfum í fyrra, sem fjármálastjóra. Eftir ráðningu Stefáns eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir 19 talsins og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá því í september í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Odd­geir Ágúst Otte­sen nýr fram­kvæmda­stjóri KVH

Oddgeir Ágúst Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Félagið er stéttarfélag sem sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Auk þess sinnir félagið annarri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekur við stöðu for­stjóra Salt­Pay

Fjártæknifyrirtækið SaltPay hefur ráðið Jónínu Gunnarsdóttur sem forstjóra félagsins hér á landi. Hún tekur við stöðunni af Reyni Finndal Grétarssyni sem gegnt hefur starfi forstjóra síðan í ágúst en hann mun taka við starfi stjórnarformanns SaltPay.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón nýr ráðgjafi Lilju

Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og kom til starfa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal helstu verkefna Jóns verða að veita ráðherranum ráðgjöf í viðskipta- og efnahagsmálum ásamt því að sinna málefnum Norðurslóða.

Innlent