Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2. 19.12.2025 20:15
Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki. 18.12.2025 21:01
Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. 18.12.2025 13:18
Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára. 17.12.2025 21:30
„Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Það er ríkissaksóknara að meta hvort dómurinn yfir Margréti Löf hafi verið of vægur segir settur varahéraðssaksóknari í málinu. Hún var í gær dæmd í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og sérstaklega hættulega líkamsárás. Ákæruvaldið benti á að það væru lagaskilyrði fyrir lengri dómi. Lögmaður hálfbróður hennar segir samfélagslega óttækt að kröfu um brottfall erfðaréttar hafi verið vísað frá. Haldið verði áfram með málið. 17.12.2025 13:00
Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hinn íslenski jólaraunveruleiki er viðfangsefni söngleikjakórsins Viðlags sem heldur tónleika í Salnum í kvöld. Þar verður sungið um allt frá Labubu- kapphlaupinu á Svörtum föstudegi til þriðju vaktarinnar um jólin. 9.12.2025 21:09
Telur rétt að sniðganga Eurovision Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins. 9.12.2025 12:48
Fólk farið að reykja kókaínið Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og reglulega kemur fólk sem reykir kókaín sem er enn hættulegra að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu. 8.12.2025 19:20
„Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Seðlabankastjóri býst við að verðbólga verði komin mjög nálægt markmiði tveggja komma fimm prósenta markmiði bankans á næsta ári. Afar ánægjulegt hafi verið að sjá að verðbólga hjaðnaði milli mánaða í síðustu mælingu. 7.12.2025 16:32
Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. 5.12.2025 19:00