„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. 21.8.2023 12:50
Dæmi um fyrirtæki sem nota þrefalt meira vatn en höfuðborgarsvæðið Stóraukin ásókn er í vatnsauðlindina hér á landi og dæmi um að fyrirtæki þurfi þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Orkumálastjóri segir mikilvægt að fá heildaryfirsýn yfir stöðu vatns hér á landi. 17.8.2023 07:00
Knúsa reglulega bangsa úr fatnaði látins föður Kona sem missti eiginmann sinn úr krabbameini á sér þá ósk heitasta að fá fólk í lið með sér að sauma persónulega bangsa handa börnum sem hafa misst foreldri sitt. Bangsi sem var saumaður úr fatnaði eiginmanns hennar er knúsaður reglulega á heimilinu. 16.8.2023 21:42
Ljóst að vatnið verði dýrara og mikilvægt að bæta umgengni Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Ljóst sé að vatnið verði dýrara í framtíðinni. 15.8.2023 18:38
Þrefaldur Michelin kokkur matreiddi fyrir Íslendinga Fyrsta konan sem hefur fengið þrjár Michelin stjörnur matreiddi kræsingar fyrir heppna gesti á Reykjavík Edition í kvöld. Hin franska Dominique Crenn sem rekur veitingastaðinn Atelier Crenn í San Francisco í Bandaríkjunum. 14.8.2023 21:52
„Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“ Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði. 14.8.2023 19:00
Ætlar að stórauka barnavernd Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. 14.8.2023 13:01
Fyrirtæki og launþegar gæti hófsemi til að ná niður verðbólgu Fjármálaráðherra hefur miklar áhyggjur af hárri verðbólgu en varar við vítahring launahækkanna sem leiti aftur út í verðlag. Forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að gæta hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Húsnæðiskostnaður heimilanna hækkar gríðarlega vegna samspils stýrivaxtahækkana og verðbólgu. 28.2.2023 20:01
Loforð stjórnvalda og atvinnulífsins hafi verið svikin Hagsmunasamtök heimilanna blása til fundar í Iðnó í kvöld. Formaður samtakanna segir heimilin þurfa að sýna að þau ætli ekki að fóðra bankana. Formaður VR verður á fundinum en hann segir stjórnvöld og atvinnulífið hafa svikið loforð um að standa með fólkinu í landinu. 28.2.2023 19:52
Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. 28.2.2023 16:40