fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19

Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er  til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. 

„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“

Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið.

„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“

Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda.

Steypusílóum verður breytt í gróðurhús

Steypustöðinni á Sævarhöfða verður umbreytt í veitingastaði og og nýsköpunarmiðstöð verði verðlaunatillaga sem kynnt var í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur að veruleika. Þá verða steypusíló á svæðinu gerð að gróðurhúsum.

Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum

Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi.

„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“

Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt.

Sjá meira