Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23.9.2020 19:38
Horfðu til sóttvarna á líkamsræktarstöðvum við mat á hve margir fóru í sóttkví Hjúkrunarfræðingur smitrakningateymisins segir að horfa verða til hvernig sóttvörnum er háttað þegar lagt er mat á það hve margir þurfa að fara í sóttkví. 23.9.2020 11:03
Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22.9.2020 17:44
Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22.9.2020 13:09
Ísland og Noregur fjármagna kaup á tveimur milljónum skammta af bóluefni Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í samstarfi ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19 (COVAX). 22.9.2020 12:12
Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22.9.2020 10:10
Man ekki eftir jafn stórum hóp heiðagæsa yfir borginni „Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknar stóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. 20.9.2020 18:32
Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20.9.2020 12:13
Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20.9.2020 11:19
80 manna unglingapartí: Var lítið í byrjun og spurðist út Málið verður sent barnavernd. 20.9.2020 10:29