Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2020 12:13 The Irishman pub við Klapparstíg Vísir/Vilhelm 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. „Það er komnir allt í kringum 90 einstaklingar sem hafa greinst síðustu daga þar sem einu sameiginlegu tengipunktarnir virðast vera í kringum þessa staði,“ segir Víðir. Hann segir að enn sé unnið með eigendum þessara staða að smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég legg áherslu á að þessir staðir voru með allt sitt á hreinu og gerðu allt rétt. Það er líka áhyggjuefni í sjálfu sér að þó staðir séu algjörlega til fyrirmyndar þá komi svona mörg smit upp. En það er ekki við staðina að sakast sýnist okkur.“ Víðir Reynisson sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að yfirvöld teldu sig ekki hafa leyfi til að upplýsa um nöfn staða í miðborginni þar sem smit höfðu komið upp. Yfirvöld hefðu þó ýtt á staðina um að stíga fram til að auðvelda við smitrakningu og koma böndum á hópsýkinguna. Greint hafði verið frá nafni barsins Irishman og veitingastaðarins BrewDog. Eigendur þeirra staða kusu að gera það. Þrír staðir til viðbótar voru þó undir. Voru þeir sem sóttu Irishman frá 16 til 23 föstudaginn 11. september hvattir til að fara í sýnatöku. Þeir sem sóttu Brewdog dagana 11. og 12. september voru einnig hvattir til að fara í sýnatöku. Var starfsmaður Brewdog talinn hafa smitast af viðskiptavini. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Forstjóri Persónuverndar sagði í gær að ekki persónuverndarlöggjöfin kæmi ekki í veg fyrir að yfirvöld myndu greina frá nafni staðanna. Almannahagsmunir og heilsa trompuðu ávallt viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víðir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögfræðingar almannavarnadeildar væru að fara yfir stöðuna. Sú yfirferð leiddi í ljós að yfirvöld mættu greina frá nafni þessara staða. Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að ekki þætti tilefni til að greina frá nöfnum þessara þriggja staða því þeir hefðu mjög óljósa tengingu við smitaða. „Smitrakningateymið er búið að útiloka þessa staði sem einhverjar tengingar. Það er ein af ástæðunum fyrir tregðunni við að nefna einhverja staði. Þetta tekur alltaf nokkra daga í smitrakningunni að verða alveg vissir um tengingarnar. Við viljum ekki kasta einhverju fram sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. „Það er komnir allt í kringum 90 einstaklingar sem hafa greinst síðustu daga þar sem einu sameiginlegu tengipunktarnir virðast vera í kringum þessa staði,“ segir Víðir. Hann segir að enn sé unnið með eigendum þessara staða að smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég legg áherslu á að þessir staðir voru með allt sitt á hreinu og gerðu allt rétt. Það er líka áhyggjuefni í sjálfu sér að þó staðir séu algjörlega til fyrirmyndar þá komi svona mörg smit upp. En það er ekki við staðina að sakast sýnist okkur.“ Víðir Reynisson sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að yfirvöld teldu sig ekki hafa leyfi til að upplýsa um nöfn staða í miðborginni þar sem smit höfðu komið upp. Yfirvöld hefðu þó ýtt á staðina um að stíga fram til að auðvelda við smitrakningu og koma böndum á hópsýkinguna. Greint hafði verið frá nafni barsins Irishman og veitingastaðarins BrewDog. Eigendur þeirra staða kusu að gera það. Þrír staðir til viðbótar voru þó undir. Voru þeir sem sóttu Irishman frá 16 til 23 föstudaginn 11. september hvattir til að fara í sýnatöku. Þeir sem sóttu Brewdog dagana 11. og 12. september voru einnig hvattir til að fara í sýnatöku. Var starfsmaður Brewdog talinn hafa smitast af viðskiptavini. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Forstjóri Persónuverndar sagði í gær að ekki persónuverndarlöggjöfin kæmi ekki í veg fyrir að yfirvöld myndu greina frá nafni staðanna. Almannahagsmunir og heilsa trompuðu ávallt viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víðir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögfræðingar almannavarnadeildar væru að fara yfir stöðuna. Sú yfirferð leiddi í ljós að yfirvöld mættu greina frá nafni þessara staða. Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að ekki þætti tilefni til að greina frá nöfnum þessara þriggja staða því þeir hefðu mjög óljósa tengingu við smitaða. „Smitrakningateymið er búið að útiloka þessa staði sem einhverjar tengingar. Það er ein af ástæðunum fyrir tregðunni við að nefna einhverja staði. Þetta tekur alltaf nokkra daga í smitrakningunni að verða alveg vissir um tengingarnar. Við viljum ekki kasta einhverju fram sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt,“ segir Víðir í samtali við Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51
Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent