Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast

Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið.

Gildran valin bæjarlistamaður

Hljómsveitin Gildran hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2023. Hljómsveitin hefur gefið út sjö plötur og hóf stór hluti meðlima tónlistarferil sinn sem unglingar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar en Gildran var stofnuð árið 1985.

Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa

Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar.

Eftir­lýstur læsti sig inni í kjallara Há­skóla Ís­lands

Lögreglan hafði í dag afskipti af einstaklingi sem var búinn að læsa sig inni í kjallara í húsnæði Háskóla Íslands. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að búið var að lýsa eftir honum og einstaklingurinn því handtekinn á staðnum. 

Fimm hjá hinu opin­bera með hærri tekjur en for­setinn

Forstjóri Landspítala raðar sér efst á lista yfir tekjuhæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera. Runólfur Pálsson var með 4,5 milljónir króna á mánuði að jafnaði í tekjur á síðasta ári, miðað við greitt útsvar en næstur er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar með 4,1 milljón króna á mánuði.

Sam­keppnis­eftir­litið kannar hvort bankarnir leggi stein í götu Indó

Samkeppniseftirlitið kannar hvort hertar reglur viðskiptabankanna um gjaldeyrisviðskipti feli í sér samkeppnishömlur gagnvart sparisjóðnum Indó sem er nýr aðili á markaði. Samkvæmt reglunum þurfa einstaklingar sem vilja skipta gjaldeyri að vera í viðskiptum við bankanna og hafa svarað áreiðanleikakönnun.

Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina

Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið.

Sjá meira