Vilji gera allt til að hefta útbreiðslu en þeir kærðu „ekki á þeim buxunum“ Bændur á Neðri-Núpi og Barkarstöðum í Miðfirði í Húnaþingi vestra hafa hundsað fyrirmæli um að afhenda fé sem var í snertingu við kind sem greindist með riðu, að sögn yfirdýralæknis. Álíka mál hafi ekki komið upp í áratugi og ekkert annað í stöðunni en að kæra bændurna tvo til lögreglu. 26.7.2023 12:07
Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26.7.2023 09:21
Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti. 25.7.2023 14:35
Þórður nýr innri endurskoðandi Landsbankans Þórður Örlygsson hefur verið ráðinn innri endurskoðandi Landsbankans en hann hefur gegnt stöðu regluvarðar hjá bankanum. Þórður tekur við af Kristínu Baldursdóttur sem hefur verið innri endurskoðandi Landsbankans frá árinu 2009. 25.7.2023 13:48
Barningur foreldra geti leitt til þunglyndis og örorku Formaður Einhverfusamtakanna segir börn þurfa að bíða í allt að fjögur ár eftir einhverfugreiningu og stjórnvöld hafi lengi vitað af vandanum. Það skipti miklu máli fyrir börn að fá nauðsynlega þjónustu sem fyrst og barningur foreldra endi sjaldan við greiningu. Langvarandi barátta þeirra við kerfið geti jafnvel leitt til þunglyndis og örorku. 25.7.2023 10:09
Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24.7.2023 15:52
Festa kaup á 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni Framtakssjóðurinn VEX I hefur náð samkomulagi um kaup á um 45% hlutafjár í Öryggismiðstöðinni. VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. og fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 24.7.2023 14:07
Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20.7.2023 15:46
Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20.7.2023 13:18
Wise kaupir Þekkingu Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur fest kaup á öllu hlutafé Þekkingar sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Sameinað félag verður með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og yfir fjögurra milljarða króna veltu, að sögn forsvarsmanna. 20.7.2023 09:23