Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun

Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is.

„Lýðræðið hefur sigrað“

„Þetta er dagur Ameríku. Þetta er dagur lýðræðis. Dagur sögunnar og vonar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, við upphaf fyrstu ræðu sinnar eftir að hann sór formlega eið að embættinu við hátíðlega athöfn í dag. „Í dag fögnum við sigri, ekki sigri frambjóðenda, heldur sigri málstaðar. Málstaðar lýðræðis,“ sagði forsetinn ennfremur.

Vaktin: Innsetningardagur Bidens

Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Skólastarf fellur niður vegna brunans í Glerárskóla

Skólastarf fellur niður í Glerárskóla á Akureyri í fyrramálið vegna elds sem upp kom kjallara skólans fyrr í kvöld. Eldurinn olli rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins sem gerði það að verkum að viðbragðstími slökkviliðsins var lengri en ella þar sem dyr slökkvistöðvarinnar eru rafknúnar og því þurfti að ná dælubílum út með öðrum ráðum.

„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu.

Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið

Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna.

Fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja

Núgildandi fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja og landsvæða og um 3,2 milljarða manna. Þá bíða þrír samningar EFTA gildistöku, einn bíður undirritunar og þá á EFTA í viðræðum við fleiri ríki um viðskiptasamninga. Ef yfirstandandi samningaviðræður skila árangri mun Ísland eiga í fríverslunarsambandi við ríki þar sem í búa um tveir þriðju hlutar mannkyns.

Farþegafjöldi tvöfaldaðist milli mánaða en 95 prósent samdráttur milli ára

Fjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair tvöfaldaðist milli mánaða í desember. Fjölgunin endurspeglast í flutningatölum Icelandair Group fyrir desembermánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir þetta nam heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um 14.500 í desember sem jafngildir 95 prósenta samdrætti milli ára.

Vélmennakvartett sýnir ótrúlega takta á dansgólfinu

Tæknifyrirtækið Boston Dynamics, sem er í eigu Alphabet, móðurfélags Google, birti myndband á dögunum af nokkrum vélmennum úr smiðju fyrirtækisins þar sem þau stíga léttan dans í takt við lagið „Do you love me?“

Sjá meira