Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28.11.2020 14:16
Hræktu á lögreglumenn og höfðu uppi grófar hótanir Þrír ungir menn voru handteknir í Kópavogi í nótt fyrir ólæti. Mennirnir létu mjög ófriðlega eftir að lögregla stöðvaði för ökumanns í bænum sem var grunaður um akstur undir áfengis eða fíkniefna að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28.11.2020 13:56
Nauðgaði tvisvar sömu nótt en á skilorði vegna dráttar á máli Landsréttur hefur staðfest 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gerðist sekur um að nauðga fyrrverandi unnustu sinni í tvígang. Landsréttur mildar hins vegar refsingu að því leyti að dómurinn skuli skilorðsbundinn til tveggja ára vegna verulegs dráttar á meðferð málsins. 28.11.2020 13:37
Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28.11.2020 12:55
Átta fermetra svalahurð „ætlaði inn í stofu“ í rokinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti 117 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Þar af voru 28 forgangsflutningar og sex svokallaðir covid-flutningar. Þá sinnti slökkviliðið fremur óhefðbundnu verkefni í óveðrinu fyrr í vikunni vegna átta fermetra stórrar svalahurðar sem var til vandræða. 28.11.2020 11:54
Bríet sætir hótunum eftir árás á Instagram-reikning hennar Óprúttnir aðilar hafa hakkað sig inn á Instagram-reikning sönkonunnar Bríetar og beita hana nú kúgunum. Bríet greinir sjálf frá þessu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún óskar eftir aðstoð við að endurheimta reikninginn. 28.11.2020 11:28
21 greindist með Covid-19 innanlands í gær 21 greindist með covid-19 innanlands í gær. Þá greindust tveir með virkt smit við skimun á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands var yfir helmingur í sóttkví eða 13 af 21. Alls eru nú 193 í einangrun með covid-19 hér á landi og 618 eru í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 28.11.2020 11:00
Írar boða umfangsmiklar tilslakanir í næstu viku Írsk stjórnvöld hafa ákveðið að draga verulega úr aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá og með þriðjudegi í næstu viku má opna verslanir á nýjan leik, sem og hárgreiðslustofur, söfn og bókasöfn svo fátt eitt sé nefnt. 28.11.2020 10:13
Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28.11.2020 09:35
400 milljónir til kaupa á 550 þúsund skömmtum af bóluefni Lagt er til að fjárheimildir verði auknar samtals um rúma 65 milljarða í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem dreift var á Alþingi í dag. Gert er ráð fyrir ríflega 55 milljarða aukningu vegna svokallaðra COVID-útgjalda. 25.11.2020 23:30