Minnir á skákeinvígi Fischers og Spaskís: „Haraldur vann Musk með einum fingri“ Ritdeilur Elon Musk og Haraldar Þorleifssonar minna einna helst á skákeinvígi Fischers og Spaskís að sögn ráðgjafa sem segir Harald hafa unnið næst ríkasta mann heims með einum fingri í gær. 8.3.2023 21:00
Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7.3.2023 13:52
Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6.3.2023 18:13
Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6.3.2023 15:15
Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Edduverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. 6.3.2023 13:01
Segja bleyjulaust uppeldi raunhæft strax frá fæðingu Svokallað bleyjulaust uppeldi nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en þá er ungabörnum boðið að nota kopp í stað bleyju - í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Mæður segja ótal kosti fólgna í aðferðafræðinni 6.3.2023 09:01
Það má segja pjalla en það verður að þekkja orðið píka Til þess að valdefla og normalísera notkun á orðinu píka voru píkur þrívíddarprentaðar í Smáralindinni í gærkvöldi ásamt því að fólk gat fengið fræðslu um píkuna. Kynfræðingur segir fólk feimið við að segja orðið píka. 3.3.2023 08:03
Enga menningu að finna í boxum Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. 2.3.2023 19:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir veitingamenn ekki þurfa að hlýða boðuðu verkbanni Samtaka atvinnulífsins sem hefst að óbreyttu á fimmtudag. Þeim beri ekki lagaleg skylda til þess þar sem samtökin telja sig ekki hluta af kjaradeilunni. 26.2.2023 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Forseti Alþýðusambandsins segir stefnu sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins varða verkalýðshreyfinguna í heild og býst við niðurstöðu á næstu dögum. ASÍ hefur fyrir hönd Eflingar stefnt SA fyrir Félagsdómi vegna boðaðs verkbanns. Málið verður þingfest síðdegis á morgun og mun dómurinn skera úr um hvort boðunin hafi verið með lögmætum hætti. 26.2.2023 11:41