Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Þórólfur vill fara hægt í afléttingar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði innan fárra daga en varar við því að farið verði of geyst í slökun á sóttvarnaaðgerðum.

Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði

Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin.

Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði

Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum.

Þykir leitt að hafa gleymt sér á hár­greiðslu­stofunni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa gleymt sér þegar hún fór í klippingu á mánudag án þess að bera sóttvarnagrímu. Hún birti mynd af sér í klippingunni á Story á Instagram en slíkar myndir hverfa eftir sólarhring.

Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun

Formaður Sjálfstæðisflokksins er með pálmann í höndunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Ríkisstjórnin héldi velli og Miðflokkurinn næði ekki inn manni.

Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur

Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku.

Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi

Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi.

Sáttur við gildandi takmarkanir

Forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi um sinn. Spítalinn sé áfram á tánum, þrátt fyrir að enginn sé á gjörgæslu. Heilbrigðisráðherra talar fyrir varfærnum skrefum í tilslökunum á næstunni.

Sjá meira