Þriðjungur sjúklinga á Vogi og Vík óbólusettur SÁÁ hóf í þessari viku að aðstoða óbólusetta og hálfbólusetta skjólstæðinga sína við að fara í bólusetningu. 13.8.2021 10:36
Hvítum ungmennum fækkar í fyrsta sinn Enginn einn kynþáttur yfirgnæfir annan hjá Bandaríkjamönnum undir átján ára aldri og hvítum fækkar í fyrsta skipti frá því talning hófst, samkvæmt nýjasta manntalinu sem gert hefur verið í Bandaríkjunum. 13.8.2021 08:34
Íbúum á Bíldudal fjölgað um 41 Íbúum landsins fjölgað mest á Bíldudal frá 1. desember síðast liðnum til 12. ágúst samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Bæjarins besta hefur rýnt í tölurnar með áherslu á Vestfirði. 13.8.2021 07:37
Trudeau sagður hyggjast boða til kosninga Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada er sagður ætla að boða til skyndikosninga til kanadíska þingsins næstkomandi sunnudag. Þá er stefnt á að kosningarnar fari fram hinn 20. september. 13.8.2021 06:51
Tíu ára barn meðal látnu í Plymouth Byssumaður myrti fimm manns og var síðan sjálfur felldur af lögreglu í Plymouth í Bretlandi í gærkvöldi. Þrjár konur létust og tveir karlar auk byssumannsins. Lögregla skoðar árásina ekki sem hryðjuverk. 13.8.2021 06:36
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Áfram heldur að fjölga í hópi smitaðra af kórónuveirunni. Hundrað og nítján greindust í gær, áttatíu utan sóttkvíar en 39 í sóttkví. Við greinum frá því helsta af upplýsingafundi Almannavarna í morgun. 12.8.2021 11:32
Starfandi fjölgar: Vinnumarkaðurinn að rétta úr kútnum Starfandi fólki á íslenskum vinnumarkaði fjölgaði um 7.200 frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs til sama tímabils á þessu ári samkvæmt útreikningun Hagstofu Íslands. 12.8.2021 10:44
Vilja fá upplýsingar um sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið Nokkur af stærri innflutningsfyrirtækjum landsins, þeirra á meðal félagsmenn í Félagi atvinnurekenda, hafa sent Samkeppniseftirlitinu beiðni um upplýsingar vegna sáttar Eimskips við eftirlitið, sem birt var um miðjan júní. 12.8.2021 09:51
Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12.8.2021 08:25
95 komur og brottfarir í dag Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play. 12.8.2021 07:34