Samgönguráðherra vill að ferðamenn fjármagni uppbyggingu vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2017 18:58 Jón Gunnarsson samgönguráðherra. vísir/anton brink Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. Samgönguráðherra segir að mikil fjölgun ferðamanna sé í raun rót vandans og leita þurfi leiða til að þeir taki þátt í uppbyggingunni með gjaldtöku. Iðnþing var haldið í Hörpu í dag undir yfirskriftinni öflugir innviðir - lífæðar samfélagsins. En Harpa er auðvitað ein af þessum innviðum þegar kemur að menningunni og ferðaþjónustunni. Það sama má segja um öll þau hótel sem risið hafa að undanförnu og eiga eftir að rísa til að mynda fyrir framan Hörpu. En það er í vegakerfinu sem þarf að taka á. Þar telja menn að það vanti hvorki meira né minna en 65 milljarða í viðhald og uppbyggingu vega. Það skortir ekki á að allir sem tjá sig um málaflokkinn séu sammála um þörfina og hafi djúpan skilning á nauðsyn þess að byggja upp vegakerfið og aðra innviði. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði öruggan flutning raforku og uppbyggingu annarra innviða meira og minna tengjast hver öðrum. „Hugtakið innviðir er mikið notað í daglegri orðræðu. Orðið er ákveðið tískuorð ef svo má segja og það er mikilvægt að við áttum okkur á þessu hugtaki og hvert hlutverk þessara innviða er. ... Á sama hátt getum við spurt okkur: Til hvers þurfum við vegakerfi, flugvelli, ljósleiðara eða fjarskipti. Jú svarið liggur í því að þetta eru einmitt lífæðar samfélagsins. Hver á sínu sviði. Allt eru þetta nauðsynlegir innviðir sem saman mynda undirstöður hagvaxtar og velferðar,“ sagði Þórdís. Í pallborðsumræðum kom fram hjá Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra JÁVERK að á sama tíma og umferðin ykist stöðugt og ferðamönnum fjölgaði um hundruð þúsunda hafi dregið úr framlögum til vegagerðar. „Sú staðreynd að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé að minnsta kosti 65 milljarðar, ætti heldur betur að vekja okkur til umhugsunar. Fjárfestingar í samgönguinnviðum, hvort sem um er að ræða vegi, hafnir eða flugvelli styðja við alla aðra uppbyggingu og starfsemi í landinu. En veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum,“ sagði Gylfi. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagðist mæta með betlistaf á fund ríkisstjórnar í fyrramálið en á þessu ári færu 4,5 milljarðar í vegakerfið þegar þörfin væri 14 milljarðar. Á sama tíma hefðu útgjöld ríkisins á þessu ári verið aukin um 50 milljarða. Reikna mætti með að heildarútgjöld ríkisins aukist um 25 milljarða á næsta ári en mikil þörf væri víða í samfélaginu eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Þannig að það blasir við mér að ef við ætlum í alvöru að takast á við þetta verkefni, ef við ætlum að stíga alvöru skref og fara inn í þetta á næstu árum svo um muni, þá þurfum við að horfa til annarra leiða.“ Þá þurfi með gjaldtöku að leita fjármuna hjá þeim ferðamönnum sem í raun séu rót vandans. „Það er að þeir taki sem mestan þátt í því með okkur núna á næstu árum að byggja upp samgöngukerfi landsins,“ sagði Jón Gunnarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. Samgönguráðherra segir að mikil fjölgun ferðamanna sé í raun rót vandans og leita þurfi leiða til að þeir taki þátt í uppbyggingunni með gjaldtöku. Iðnþing var haldið í Hörpu í dag undir yfirskriftinni öflugir innviðir - lífæðar samfélagsins. En Harpa er auðvitað ein af þessum innviðum þegar kemur að menningunni og ferðaþjónustunni. Það sama má segja um öll þau hótel sem risið hafa að undanförnu og eiga eftir að rísa til að mynda fyrir framan Hörpu. En það er í vegakerfinu sem þarf að taka á. Þar telja menn að það vanti hvorki meira né minna en 65 milljarða í viðhald og uppbyggingu vega. Það skortir ekki á að allir sem tjá sig um málaflokkinn séu sammála um þörfina og hafi djúpan skilning á nauðsyn þess að byggja upp vegakerfið og aðra innviði. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði öruggan flutning raforku og uppbyggingu annarra innviða meira og minna tengjast hver öðrum. „Hugtakið innviðir er mikið notað í daglegri orðræðu. Orðið er ákveðið tískuorð ef svo má segja og það er mikilvægt að við áttum okkur á þessu hugtaki og hvert hlutverk þessara innviða er. ... Á sama hátt getum við spurt okkur: Til hvers þurfum við vegakerfi, flugvelli, ljósleiðara eða fjarskipti. Jú svarið liggur í því að þetta eru einmitt lífæðar samfélagsins. Hver á sínu sviði. Allt eru þetta nauðsynlegir innviðir sem saman mynda undirstöður hagvaxtar og velferðar,“ sagði Þórdís. Í pallborðsumræðum kom fram hjá Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra JÁVERK að á sama tíma og umferðin ykist stöðugt og ferðamönnum fjölgaði um hundruð þúsunda hafi dregið úr framlögum til vegagerðar. „Sú staðreynd að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé að minnsta kosti 65 milljarðar, ætti heldur betur að vekja okkur til umhugsunar. Fjárfestingar í samgönguinnviðum, hvort sem um er að ræða vegi, hafnir eða flugvelli styðja við alla aðra uppbyggingu og starfsemi í landinu. En veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum,“ sagði Gylfi. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagðist mæta með betlistaf á fund ríkisstjórnar í fyrramálið en á þessu ári færu 4,5 milljarðar í vegakerfið þegar þörfin væri 14 milljarðar. Á sama tíma hefðu útgjöld ríkisins á þessu ári verið aukin um 50 milljarða. Reikna mætti með að heildarútgjöld ríkisins aukist um 25 milljarða á næsta ári en mikil þörf væri víða í samfélaginu eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Þannig að það blasir við mér að ef við ætlum í alvöru að takast á við þetta verkefni, ef við ætlum að stíga alvöru skref og fara inn í þetta á næstu árum svo um muni, þá þurfum við að horfa til annarra leiða.“ Þá þurfi með gjaldtöku að leita fjármuna hjá þeim ferðamönnum sem í raun séu rót vandans. „Það er að þeir taki sem mestan þátt í því með okkur núna á næstu árum að byggja upp samgöngukerfi landsins,“ sagði Jón Gunnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira