Fréttamaður

Heimir Már Pétursson

Heimir Már er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjár­mála­ráð­herra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera að hvetja til sakamálarannsóknar á fyrirtækjum sem flytji inn áfengi og selji á Netinu, með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Dómsmálaráðherra gefur í skyn að með bréfinu hafi Sigurður Ingi haft pólitísk afskipti af störfum lögreglunnar.

Á þriðja tug mála bíða af­greiðslu og ó­vissa um frestun þingfunda

Forseti Alþingis er vongóður um að samkomulag takist á næstu sólarhringum um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun. Rúmlega tuttugu mál væru það langt komin að þau ættu að ná afgreiðslu. Hins vegar væri ekkert því til fyrirstöðu að funda lengra inn í júnímánuð ef á þyrfti að halda.

Spegil­mynd af sam­fé­laginu muni búa á Heklureit

Heklureiturinn svokallaði í Reykjavík er að taka algerum stakkaskiptum. Ný íbúðarhús eru að rísa þar sem áður voru verkstæði. Framkvæmdastjóri Heklureits segir allt að 440 íbúðir munu rísa á reitnum og þær fyrstu verði afhentar haustið 2025. 

Ráð­herra sendir lög­reglu erindi vegna netsölu á­fengis

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 

Macron veðjar á að Frakkar séu í á­falli

Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins.

Síðustu kannanir gefa fyrir­heit um æsi­spennandi kosningar

Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent.

Katrín og Halla Tómas­dóttir hnífjafnar í nýrri könnun Maskínu

Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru hnífjafnar samkvæmt nýrri könnun fyrir fréttastofuna. Marktækur munur er á fylgi þeirra og Höllu Hrundar Logadóttur sem nýtur næst mest fylgis á eftir þeim. Seinni kappræður fréttastofunnar vegna forsetakosninganna næst komandi laugardag verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum kvöldfréttum.

Sjá meira