Bjarni fundar með forseta Úkraínu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2024 12:16 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundar með Volodomyr Zelenskyy í Þingvallabænum í dag. Grafík/Heiðar Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu fundar með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Þingvöllum síðdegis áður en hann á síðan sameiginlegan fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna. Ályktun um að öryggis- og varnarmál verði formlega tekin upp í Helsinkisáttmála Norðurlandaráðs verður afgreidd á þingi þess í Reykjavík. Þing Norðurlandaráðs hefst í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni „Friður og öryggi á norðurslóðum“ og stendur fram á fimmtudag. Í dag standa yfir fundir flokkahópa á þinginu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu leggur mikla áherslu á að Úkraína fái sem fyrst vilyrði fyrir aðild landsins að NATO:AP/Virginia Mayo Mesta athygli vekur hins vegar koma Volodomyrs Zelenskys forseta Úkraínu til landsins í tengslum við þingið. Hann mun funda einslega með Bjarna Benediktssyni í bústað forsætisráðherraembættisins á Þingvöllum klukkan fjögur og síðan með forsætisráðherrum allra Norðurlandanna á Þingvöllum klukkan hálf sex. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir ályktun liggja fyrir þinginu í Reykjavík um að öryggis- og varnarmál verði tekin með formlegum hætti upp í Helsinki sáttamálann, eða stofnsáttmála Norðurlandaráðs. Það væri hins vegar ekki nýtt á seinni árum að þau mál væru rædd á vettvangi ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir aukinn þunga hafa færst í umræður um öryggis- og varnarmál á vettvangi Norðurlandaráðs á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Og auðvitað sérstaklega eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þá hefur verið mikill vilji hjá norrænum þingmönnum að ræða þessi mál. Krafa um aukið samstarf á milli norrænu landanna hvað varðar öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir Bryndís. Verði ályktunin samþykkt fari hún til ríkisstjórna landanna og síðan þurfi að leggja hana fyrir hvert og eitt þjóðþing Norðurlandanna. Bryndís segir aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu hafa umbylt umræðunni um varnar- og öryggismál á Norðurlöndum og umræðan aukist til muna. „Og þegar við erum að tala um öryggismál erum við líka að tala um breiða vídd í því. Við erum líka að tala um samfélagsöryggi. Aðstoð við hvert annað þegar eitthvað skellur á, hvort sem það kunni að vera gróðureldar eða náttúruhamfarir að öðru leyti, og eins og þegar við gengum í gegnum covid og þess háttar. Það er alveg ljóst að norrænir þingmenn vilja öflugt norrænt samstarf þegar kemur að þessum málum,“ segir Bryndís. Vopnaðir lögreglumenn á Austurvelli í morgunsárið.Vísir/vilhelm Zelensky mun einnig ávarpa Norðurlandaráðsþingið. „Já, við erum ofboðslega stolt af því að fá hann sem gest inn á þing Norðurlandaráðs og hann mun ávarpa hér þinggesti á morgun,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs. Fjölmörg önnur mál verði rædd á þinginu eins og öryggi og friður á Norðruslóðum og búast megi við fjölda tillagna til afgreiðslu þingsins frá nefndum þess. Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Alþingi Öryggis- og varnarmál NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslandsvinir Tengdar fréttir Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. 27. október 2024 19:39 Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. 27. október 2024 15:00 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs hefst í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni „Friður og öryggi á norðurslóðum“ og stendur fram á fimmtudag. Í dag standa yfir fundir flokkahópa á þinginu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu leggur mikla áherslu á að Úkraína fái sem fyrst vilyrði fyrir aðild landsins að NATO:AP/Virginia Mayo Mesta athygli vekur hins vegar koma Volodomyrs Zelenskys forseta Úkraínu til landsins í tengslum við þingið. Hann mun funda einslega með Bjarna Benediktssyni í bústað forsætisráðherraembættisins á Þingvöllum klukkan fjögur og síðan með forsætisráðherrum allra Norðurlandanna á Þingvöllum klukkan hálf sex. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir ályktun liggja fyrir þinginu í Reykjavík um að öryggis- og varnarmál verði tekin með formlegum hætti upp í Helsinki sáttamálann, eða stofnsáttmála Norðurlandaráðs. Það væri hins vegar ekki nýtt á seinni árum að þau mál væru rædd á vettvangi ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir aukinn þunga hafa færst í umræður um öryggis- og varnarmál á vettvangi Norðurlandaráðs á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Og auðvitað sérstaklega eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þá hefur verið mikill vilji hjá norrænum þingmönnum að ræða þessi mál. Krafa um aukið samstarf á milli norrænu landanna hvað varðar öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir Bryndís. Verði ályktunin samþykkt fari hún til ríkisstjórna landanna og síðan þurfi að leggja hana fyrir hvert og eitt þjóðþing Norðurlandanna. Bryndís segir aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu hafa umbylt umræðunni um varnar- og öryggismál á Norðurlöndum og umræðan aukist til muna. „Og þegar við erum að tala um öryggismál erum við líka að tala um breiða vídd í því. Við erum líka að tala um samfélagsöryggi. Aðstoð við hvert annað þegar eitthvað skellur á, hvort sem það kunni að vera gróðureldar eða náttúruhamfarir að öðru leyti, og eins og þegar við gengum í gegnum covid og þess háttar. Það er alveg ljóst að norrænir þingmenn vilja öflugt norrænt samstarf þegar kemur að þessum málum,“ segir Bryndís. Vopnaðir lögreglumenn á Austurvelli í morgunsárið.Vísir/vilhelm Zelensky mun einnig ávarpa Norðurlandaráðsþingið. „Já, við erum ofboðslega stolt af því að fá hann sem gest inn á þing Norðurlandaráðs og hann mun ávarpa hér þinggesti á morgun,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs. Fjölmörg önnur mál verði rædd á þinginu eins og öryggi og friður á Norðruslóðum og búast megi við fjölda tillagna til afgreiðslu þingsins frá nefndum þess.
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Alþingi Öryggis- og varnarmál NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslandsvinir Tengdar fréttir Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. 27. október 2024 19:39 Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. 27. október 2024 15:00 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. 27. október 2024 19:39
Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. 27. október 2024 15:00
Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent